Eiðakveðja - 01.09.1921, Page 5

Eiðakveðja - 01.09.1921, Page 5
Prentað sem handrlt. 10. maí 1921. 1 dag kveður skólinn fyrsta flokkinn, sem lokið hefir námi við hann, og leiðir skilja fyrir okkur hjer. Þið tvístrist öll víðsvegar. Slíkt verður varla sársaukalaust fyrir neitt okkar, og á ekki heldur og vera það, en þó gæti mikil gleði verið því samfara, svo framarlega sem viö fyndum til þess, að við værum fremur á andiegan hátt að heilsast en kveðjast. Mjer hefir fundist sum augnablik eins og ósýni- legir þættir byndu okkur saman. Jeg ætla að treysta j)ví, að þeir bresti ekki, heldur styrkist. — Tilverurjettur hvers skóla byggist á því, að hann vilji gefa það besta, sem hann á. AHar smásmyglishugsanir um það, hvort nemendur sjeu nógu þroskaöir og hæfir til þess, að taka á móti því, eiga aö vera fjarri honum. Hann má ekki á neinn hátt loka hjarta sínu, heldur gefa af heilum hug og í fuliu trausti. En af því leiðir svo, að hann hlýtur einnig að ætlast til hins mesta og -æðsta, sem hann veit. Þannig getur hugsjón, takmark og starf orðið sameiginlegt. Það er þetta, sem bindur saman traustustum böndum í mannheimi. Jeg þykist vita, að það muni vera einlægur vilji okkar allra, að treysta nú að skilnaði það samband á milli, er hvorki tími nje vegalengd getur unnið á. Til þess verður eitthvað af hinu sama að vaka fyrir okkur öllum, eitthvað af sömu hugsjóninni að blána í fjarska, þótt hver kunni annars að líta hana sínum augum. Við þurfum að taka saman höndum um eitthvert það málefni, sem er meira

x

Eiðakveðja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.