Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 6

Eiðakveðja - 01.09.1921, Blaðsíða 6
2 heldur en við erum sjálf, og láta þar koma saman hugs- anir okkar, tilfinningar og vilja. Því dýpri tök sem það á á sál okkar, því traustara verður bandið. Vegir skilja. Kyn- slóðir koma og fara. Mannkynið er eins og trje með þjettu limi, sem breiðir greinar sínar út í tímann, en lífssafinn er hugsjónirnar eilífu, sem stíga upp úr djúpi kærleikans. Get- um við öll komist í samband við einhverja slíka hugsjón og helgað henni líf og starf? Við vitum eitthvað hvað það er, að þykja vænt um móð- ur okkar, hana sem leiddi okkur inn í þennan heim í krafti Guðs og fylgir okkur síðan af heilli sál, sem aldrei eldist, aldrei þreytist og á alstirndan himin í auga. Hana viljum við elska á móti. Og hvert okkar mundi neita henni um bæn, ef hún þyrfti þess við, hvert okkar hika við að gefa henni líf og starf? En ef við skyldum nú öll eiga sömu móður og kæmum auga á það, birtist okkur þá ekki jafn- skjótt mikla, sameiginlega hugsjónin okkar? Ef til vill er okkur það enn ekki vel Ijóst, aö þegar við fundum hvert sína móður, þá vorum við um leið lögð að sama móður- brjósti, að hiarta einnar móðurástar. Jeg ætla því að nefna annað jafnhliða, sem alt mun þó bera að sama brunni. Við eigum hvert sína heimahaga, þar sem okkur finst anda að okkur ástúð frá hverju blómi og leggja hlýju upp af hverri laut, og við gefum ást okkar á móti, gleði og sorg. Þegar við nefnum ísland, þá er þessi auðlegð okkar hvers um sig bundin við það nafn. Það er móðir okkar allra og barnaástinni blásið í hvert brjóst sona þess og dætra. Hald- ið þið að það muni skorta líf, sem okkur þykir svo vænt um? Haldið þið að fjöllin sjeu aðeins dauð og köld náttúra? Það er til saga um Frans frá Assisi, hann sem kunni öllum betur — að einum undanskildum — að taka á móti guðs- ríkinu eins og barn. Þegar hann sá fjöllin um átthaga sína hverfa í síðasta sinn, þá iyfti hann upp höndunum og bless- aði yfir þau. Á sama hátt býr ísland einnig yfir heimi af lífi, ekki aðeins þannig, að

x

Eiðakveðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.