Eiðakveðja - 01.09.1921, Qupperneq 8
4
Sama heiðríkjan er yfir Baldvini Einarssyni, Fjölnismönn-
unum og Jóni Sigurðssyni. í starfi Baldvins brennur heitast
eldur ungrar sálar, svo að þjóðin hlaut að verða snortin af
honum. Fjölnismenn „brjóta skarð í stíflurnar og veita fram
lífsstraumi þjóðarinnar“. Jón Sigurðsson leiðir hana beint
að verkefnum sínum út í daginn. Hugsjónin, sem ættjarðar-
ástin gefur þeim að Iifa fyrir, verður að veruleika að ein-
hverju leyti.
Nú uppskerum við seinni kynslóðir það, sem þeir sáðu.
Freisisbarátta okkar og helstu framfarir alt til þessa dags
eru runnar frá ættjarðarást þessara fáu manna. Því sem
þeir hrundu í framkvæmd hefir að eins verið haldið áfram
og veittur stuðningur. Sigur er fenginn í ýmsu hið ytra.
En yfir því hefir okkur mjög gleymst, að tímarnir mega
ekki aðeins vera uppskerutímar, heldur eiga þeir jafnframt
að vera sáningartímar fyrir komandi ár. Starfið sem ætt-
jarðarástin hefir tekist á hendur hefir orðið einhliða. Við
það hefur andlegur þróttur þjóðarinnar orðið minni. Innra
líf hennar hefir sýkst. Níðhöggur nagar ræturnar neðan.
Sundrung, flokkadrættir, eigingirni, ábyrgðarleysi og sið-
ferðilegt los hefir grafið um sig meir og meir. Sterka trú
vantar og þrek til átaka af öllu afli sálar. Ef við höfumst
ekki að, þá mun innan skamms skyggja aftur yfir sjón-
deildarhringnum andlega af vængjum myrkraandanna, sem
Eggert kvað um og' spurningin vakna frá tímunum hans:
„Hvar eru jurtir heiða?
Hvar en dýru grös?“
Sáðmennirnir sofa. Jafnvel um þá, sem heitasta eiga ætt-
jarðarástina, verður sagt hið fornkveðna:
„Grjet hann og gat henni’ ei bjargað.,,
Nú þegar verður sáning að byrja, svo að nýr gróður geti
seigt rót að hjarta móður okkar og varið það helkulda.
Hjer á þessu sviði bíður okkar sameiginlega hlutverkið,
sem ættjarðarástin Ieggur okkur öllum á herðar. Á þetta
verður hún að gjöra okkur glöggskygn. Það er sál þjóðar-