Eiðakveðja - 01.09.1921, Side 18

Eiðakveðja - 01.09.1921, Side 18
14 þekki sem best sjálfan sig og að hver kynnist öðrum sem besj. En störf eru óhjákvæmileg til eflingar öllum þroska í hvaða stöðu sem verið er. Finst enginn vafi geta leikið á því, að allir sambandsmenn muni hlyntir hjúkrunarstarfsem- inni og stofnun hjúkrunarfjelaga. Við verðum að hafa vak- andi auga á þessu máli, hver í sínum hreppi og leggja því liðsinni með orðum og í athöfnum. B. Bl.: Það sem fyrst og fremst sýnir þroska sambands- manna er auðvitað það, að meðlimir þess ljái góðu málefni fylgi sitt. Ein leið til að efla þroska sambandsins virðist mjer vera sú, að haldin sjeu erindi hjer á hverju móti um andleg, siðfræðileg eða efnaleg mál, þau er mest þættu verð, og fylgdu leiðbeiningar um það, hvern veg afstaða þeirra sje til okkar, og á hvern hátt við getum átt bestan þátt í meðferð þeirra eða framgangi. Ástandið hjer á landi ískyggilegt að ýmsu leyti. Þjóðin þarfnast verkamanna, er komi hverju góðu máli í sem styrkasta heild. Nemendur þessa skóla verkamenn, sem eru að taka til starfa. Köllun þeirra allra er að vinna að heill þjóðarinnar. Þess vegna er þeim þörf sem flestra góðra leiðbeininga. Sú hugsun þarf að gagntaka okkur, að við eigum þátt í sköpun heimsins með hugsunum og athöfnum. Og samkomur okkar ættu að vera sem bænagjörð, er kemur okkur í nánara samband við lífslindina ódauðlegu, þar sem þorsta mannsandans verð- ur svalað. Björn Cuttormsson: Tel einkum þessi ráð til eflingar sönn- um þroska sambandsins: að vel sjeu sótt mót þess, að bróðurhugur ríki meðal okkar, að við byrjum á því að græða eigin mein og tökum svo til að vinna út á við í sama anda. Og þá er ekkert mál betur fallið til eflingar samúð og kærleika en það, sem nú hefir rættverið: hjúkr- unarstarfsemin. Að Ioknum þessum umræðum gat Á. Q. þess, að hann kynni því vel, ef þeir, sem hygðust að vinna að stofnun

x

Eiðakveðja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.