Eiðakveðja - 01.09.1921, Page 22
18
að sjóði, er úr sje veittur styrkur fátækum og efnilegum
nemendum, er skólann sækja.
H. M.: Legg til að lán sjeu veitt úr nemendasjóðnurn, en
ekki gjafir. Notin af honum verða þá víðtækari.
B. Bl.: Matarfiel. Eiðaskóla hefir gefið nemendasjóðnum
rúmar 200 kr., sem eru ársarður af viðskiftum þess við
Kaupfjel. Hjeraðsbúa. Mun þeirri venju haldið framvegis af
hálfu Mf. E.
E. Þ.: Mótfallinn tillögu frummælanda um happdrætti. Tel
betur til fallið að halda iðnsýningu hjer á Eiðum og rynni
ágóðinn af henni í nemendasjóð.
H. P.: Legg til að haldin verði framvegis opinber sam-
koma á Eiðum síðasta mótsdaginn, er helguð væri nem-
endasjóðnuni.
Á. G.: Vafasamt, hvort slík samkoma getur orðið næsta
sumar, vegna væntanlegrar húsagjörðar á Eiðum, en sjálf-
sagt er að gefa gaum tillögu þessari.
Þá kom tillaga E. J. á þessa leið: „Fundurinn felur
skólastjóra í samráði við kennara skólans að semja skipu-
lagsskrá fyrir nemendasjóð Eiðaskóla". Tillagan var samþ.
í einu hljóði. Á. Q. Iýsti þá yfir því, að mál þetta væri út-
rætt og fleiri mál væru eigi til umræðu. Var þá fundi slitið.
Hlje var því næst í 10 mín.
Þá flutti Ásmundur Guðmundsson erindi. Mun það
prentað í ársriti prestafjelagsins. Var á undan sunginn sálm-
urinn „Guð, allur heirnur", en á eftir var sunginn sálmur-
inn „Son Guðs ertu með sanni".
Eins og í gærkvöldi fóru allir í kirkju til kvöldbæna, áður
gengið var til svefns. Var fyrst sunginn sálmurinn „Ó
drottinn minnar sálar sól“. Þá talaði nokkur orð Guðgeir
Jóhannsson, út frá Lúk. 11., 9.—-13. Að því loknu stóðu
menn upp og gengu fram á kirkjugólfið, tókust í hendur
og sungu: „Ó, Guð vors Iands“.
Sunnudaginn 3. júlí kl. 2. e. h. hófst guðsþjónusta í kirkj-
unni. Prjedikaði Ásmundur Guðmundsson, skólastjóri.