Eiðakveðja - 01.09.1921, Page 25
21
H. G., að þarna var orsökin að eymdinni, sem fylgir auð
og framförum, þarna varna var skýring á skoðun gamla
prentarans. Með fólksfjölguninni stígur jörðin í verði, og
þeir sem vilja vinna hana verða stöðugt að borga hærra og
hærra verð fyrir notkunarrjettinn. Frá þessari stundu helg-
aði H. G. alt líf sitt baráttunni fyrir jafnrjetti allra manna
að náttúrlegum auðæfum jarðarinnar.
Eitt er eftirtektarvert í þessu sambandi og næsta lær-
dómsríkt. Lífið sjálft leggur spurnlnguna fyrir H. G. Hann
leitar svars í bókum, en fær það ekki svo aö honum nægi.
Lífið sjálft svarar svo spurningunni löngu seinna.
H. G. barðist hjeðan í frá fyrir þessu merkilega máli af
mikilli alvöru, bæði í ræðu og riti. Honum var það eigi
neitt fordildar mál, heldur var undirstraumurinn djúpur og
innilegur mannkærleikur. Mikilsverðustu mál mannanna
voru honum viðkvæm og heilög, eins og lítil saga frá fyrsu
árum hans í San Francisko sýnir.
Góðviðrisdag nokkurn hafði H. G. boðið ástmey sinni,
Annie Fox, með sjer á skemtigöngu. Þrátt fyrir góða
veðrið, og þótt hann gengi við hliðina á mey þeirri, er hann
unni hugástum, var hann þungbúinn og þögull. A. F. spyr
hvað valdi ógleði hans. Hann svarar, að hinar hræðilegu
frjettir yllu henni, að borgarastyrjöld væri hafin í landinu.
„Erþaðekki annað", svarar hún aftur. „Jeg hjelt að pabbi
þinn elskulegur, eða einhver annar nákominn vandamaður,
væri nýlátinn." „Ekki annað“, endurtók hann, „getur nokk-
ur hræðilegri atburður hent nokkra þjóð en þessi“. Titr-
ingarinn af æðaslögum þjóðar hans gagntók hann. Svo fer
eigi öðrum en þeim, sem eiga einlæga og fölskvalausa
samhygð ineð mönnunum. Hjarta þeirra titrar fyrir hinum
minsta vindgára, er hreyfir sig á þjóðiífshafinu, og skelfur
fyrir ofsafengnum öldum mannhatursins.
H. G. átti mikinn mannkærleika og hann átti Iíka djúp-
an skilning á kiörum þeirra, er bágt áttu. Þann skilning
hafði hann öðlast í skóla lífsins. Hann þekti af eigin reynslu,