Eiðakveðja - 01.09.1921, Side 32

Eiðakveðja - 01.09.1921, Side 32
28 Á hvern hátt getum við eflt þroska Eiðasambandsins sem best? Jeg valdi þetta mál af því, að sambandið okkar er tæp- Iega komið á laggirnar. Ef mál þetta verður rætt, þá kem- ur í ljós, hvað sambandsmenn vilja leggja á sig fyrir það. Mjer finst á anda þeim, sem hjer ríkir, að það sje vilji þeirra allra, að það nái sem mestum þroska. Margar leiðir liggja til þroska. Við þurfurn að beina samb. inn á vissa þroskabraut, þar sem það verður ekki fyrir þeim torfærum, sem hafa eyðilagt mörg fjefög hjer á landi. Hjer á andinn að ráða öllu formi. Þessi nýji vísir okkar þarf að eiga rætur sínar sem dýpst í íslensku þjóðerni og vera samvaxinn öllu því góða, sem finst í íslenskum þjóðaranda. Jeg veit það er margt sem sambandið getur unnið að, því mörg eru meinin, sem þarf að græða. Víða blasa við augum okkar gróðurlausir melar og moldarflög úti í nátt- úrunni, sem bíða eftir sterkari starfshcndi. En ekki þarf síður að græða upp þá gróðurlausu bletti, sem víða má finna á andlegu sviðunum hjá þjóð okkar. Til þess að geta grætt eitthvað af þessum blettum, þarf sambandið sjálft að ná sem mestum þroska. Jeg hygg að það mundi efla þroska sambandsins, ef fundir þess yrðu vel sóttir. Þar ræðum við áhugamál okkar og samvinnan verður meiri. Jeg tel einnig að betra sje fyrir okkur, að vinna ekki að mörgum málum í fyrstu, en leggja við þau j)ví meiri alúð. Við megum ekki gefast upp, þó málin mæti mótspyrnu í fyrstu, ef það er gott mál, sem við vinnum fyrir. Mörg framfaraviðleitni hefur verið misskilin, og jeg býst við, að það geti farið eins um verk sambandsins okkar, að fram kynnu að koma menn, sem misskildu verk þess. Það sjest best hvað í manninum býr, þegar móti blæs.

x

Eiðakveðja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.