Eiðakveðja - 01.09.1921, Page 34
30
Skipulagsskrð um nemendasjöð Eiðasköfa.
1. gr.
Sjóðurinn er stofnaður sumarið 1921 með gjöfum frá
Eiðamönnum og öðrum, og er ætlaður til styrktar nem-
öndum þar.
2. gr.
Fjenu skal varið til að veita fátækum nemöndum ián til
skólavistarinnar, og skulu vextir af láninu vera 2% til loka
þess árs, sem nemandinn fer úr skólanum. Síðan skal fjeð
endurgreitt á ekki lengri tíma en 4 árum með ársvöxtum,
er sjeu einum af hundraði lægri en forvextir bankanna um
hvert ár. Engum skal veita lán úr sjóðnum á fyrsta námsári.
3. gr.
Skólastjóri hefir á hendi reikningshald sjóðsins, en kenn-
arar skólans og 1 nemandi úr eldri eða elstu deild hans,
kosinn af nemendum, ákveða hverjum lánað er og hve
mikið og með hverjum tryggingum.
4. gr.
Reikning sjóðsins skal prenta árlega í skólaskýrslunni.
Eiðum, 4. júlí 1921.
Ásmundur Guðmundsson. Guðgeir Jóhannsson.
Benedikt G. M. Blöndal.