Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 6
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Það hefur ekkert breyst þó að samn­ ingarnir hafi verið sam­ þykktir. Hermann Stefáns- son, forstjóri ÍSAM FRUMSÝNUM NÝJAN JEEP® WRANGLER MEÐ DÍSELVÉL LAUGARDAGINN 27. APRÍL KL. 12 - 16 UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 jeep.is JEEP® WRANGLER RUBICON Rock-Track® fjórhjóladrif, Select-Trac® millikassi, Tru-Lock® 100% driflæsingar að framan og aftan, aftengjanleg jafnvægisstöng að framan, Heavy Duty fram- og afturhásing, 17” álfelgur, 32” BF Goodrich Mudtrack hjólbarðar, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð, bakkskynjarar, aðgerðarstýri, hraðastillir, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar og fjarstýrðar samlæsingar. WRANGLER RUBICON BENSÍN 273 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. WRANLGER RUBICON DÍSEL 200 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. NEYTENDUR Hermann Stefáns- son, framkvæmdastjóri ÍSAM, segir að ekkert hafi breyst með samþykki nýrra kjarasamninga. Fyrirtækið standi við þær hækk- anir sem boðaðar höfðu verið og að hækkanirnar hafi ekki verið boðaðar með það fyrir augum að fella samningana. „Það hefur ekkert breyst þó að samningarnir hafi verið samþykkt- ir. Þetta var ekki hótun um það að það ætti að fella þá. Forsendur hafa ekki breyst við samþykkt samning- anna,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM, í samtali við Frétta- blaðið.is. Hermann sendi tölvupóst síðasta föstudag á alla viðskiptavini fyrir- tækisins þar sem kom fram að allar vörur þess muni hækka um 3,9 pró- sent og að allar innf luttar vörur muni hækka um 1,9 prósent. Hann segir að þau hafi skoðað margar leiðir til að bregðast við hækkandi kostnaði en að í íslensk- um iðnaði séu ekki margar leiðir til að bregðast við. Hjá ÍSAM starfa um 400 einstaklingar og þau hafi ekki viljað fækka þeim til að bregðast við auknum kostnaði. „Það er að hækka söluverðið eða hagræða. Hagræðingar enda yfir- leitt á einum stað, í fækkun starfs- fólks og við höfum ekki viljað fara þá leið. Við erum búin að standa í miklum hagræðingaraðgerðum,“ segir Hermann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af hörðum viðbrögðum sem stéttarfélögin hafa boðað við hækkununum og að viðskiptavinir ætli að snið- ganga vörurnar játar hann því, ef aðgerðirnar beinist sérstaklega að þeim. „Ef aðgerðirnar beinast sér- staklega að okkar félagi þá hef ég áhyggjur af því,“ segir Hermann. – la ÍSAM stendur við verðhækkanir KJARAMÁL „Þarna sjáum við órofa samstöðu atvinnurekenda um þá launastefnu sem mörkuð er í lífs- kjarasamningnum. Það er ekki hægt að túlka atkvæðagreiðsluna með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins (SA). Aðildar félög SA samþykktu samningana með 98 prósentum greiddra atkvæða og var þátt- takan um 74 prósent. „Það er mjög ánægjulegt og sendir mjög skýr skilaboð frá atvinnurekendum.“ Nokkur umræða hefur skapast vegna verðhækkana sem einhver fyrirtæki hafa boðað vegna samn- inganna. „Eitt af yfirmarkmiðum kjarasamningsins er verðstöðugleiki og ég á ekki von á því að almennar hækkanir verði til þess að tefla því markmiði í hættu,“ segir Halldór. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir það að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni að samningarnir hafi verið samþykktir. „Enda fela þeir í sér heilmikil tíðindi því uppbygg- ing þeirra er nýmæli. Ég vona að þetta feli í sér tækifæri og verði til gæfu fyrir íslenskan almenning og íslenskt launafólk,“ segir Katrín. Hluti af samningunum eru ýmsar aðgerðir stjórnvalda, meðal annars í skatta- og húsnæðismálum auk hækkunar barnabóta og lengingar fæðingarorlofs. „Ég er búin leggja fyrir ríkisstjórn aðgerðaplan þar sem aðgerðum er skipt niður á ráðherra og ráðu- neyti. Þetta er einn áfangi á lengri leið þar sem við erum núna að setja mjög mörg verkefni af stað og önnur lengra komin,“ segir Katrín. Hún segist ætla að funda með aðilum vinnumarkaðarins í maí- mánuði og kynna þeim stöðuna á einstökum verkefnum. Öll aðildarfélög Starfsgreina- sambandsins (SGS) samþykktu samninginn. Í heildina voru um 80 prósent hlynnt samningnum en rúm 17 prósent á móti. Í aðeins tveimur félögum var stuðningur við samninginn undir 70 pró- sentum. Viða r Þor steinsson, f r a m- kvæmdastjóri Ef lingar sem er stærsta aðildar félag SGS, var ánægður með niðurstöðurnar en 77 prósent félagsmanna samþykktu samninginn. „Við erum mjög ánægð að sjá að félagsmenn bera traust til þess að þetta hafi verið ásættanleg niður- staða og það er auðvitað jákvætt að finna það,“ segir Viðar. Hjá Landssambandi íslenskra verslunarmanna var svipað uppi á teningnum. Þar samþykktu rúm 88 prósent samninginn en tæp tíu prósent vildu hafna honum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV og VR, segist sáttur við afgerandi niður- stöðu. „Þetta er það afgerandi að það er leiðbeinandi niðurstaða um að við séum réttri braut.“ Hann hefur þó áhyggjur af frétt- um um verðhækkanir. „Verði þessar hækkanir hjá þessum fyrirtækjum að veruleika munum við bregðast mjög harka- lega við þessu vantrausti sem þessi fyrirtæki eru að reyna að mynda með gjá á milli vinnumarkaðarins og okkar sem erum reyna að fara í þessa jákvæðu vegferð.“ sighvatur@frettabladid.is Samþykkt samninga fagnað Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru 3. apríl síðastliðinn voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Forsætisráðherra og aðilar vinnumarkaðarins fagna niðurstöðunum sem kynntar voru í gær. Katrín Jakobsdóttir segir það fagnaðarefni að kjarasamningar hafi verið samþykktir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Starfsgreinasambandið Já 3.770 Nei 816 Auðir 123 Kjörsókn 12,8% Landssamband íslenskra verslunarmanna Já 6.857 Nei 753 Auðir 147 Kjörsókn 20,8% SA Já 98% Nei 2% Kjörsókn 74% ✿ Úrslit atkvæðagreiðslna um lífskjarasamninginn. SRÍ LANKA Stjórnvöld á Srí Lanka verða að axla ábyrgð á því að ekki var komið í veg fyrir hryðjuverka- árásir páskadags eða skaðinn af þeim lágmarkaður þótt það hefði verið hægt. Þetta sagði Ruwan Wij- ewardene, aðstoðarvarnarmálaráð- herra Srí Lanka, í gær. Að minnsta kosti 359 fórust í árás- unum og rúmlega fimm hundruð særðust. Áður var greint frá því að leyniþjónusta landsins hafði fengið upplýsingar um að árásir gætu verið yfirvofandi en stjórnvöld voru ekki látin vita. „Við verðum að taka ábyrgð á þessu þar sem það hefði verið hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka skaðann ef upplýsingarnar hefðu ratað í réttar hendur,“ sagði Wij- ewardene um málið. Lakshman Kiriella, forseti þingsins, sagði að embættismenn hefðu vísvitandi komið í veg fyrir að stjórnvöld fengju upplýsingarnar. Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur ákveðið að reka varnar málaráðherra og ríkislög- reglustjóra vegna málsins. – þea Viðurkenna mistök sín 359 fórust í hryðjuverka­ árásunum á páskadag. 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -3 2 1 4 2 2 D B -3 0 D 8 2 2 D B -2 F 9 C 2 2 D B -2 E 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.