Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 14
Glæsileg íbúð að Sunnusmára 24-28 í Kópavogi, 12 íbúðir eftir en í næstu viku fara á sölu Sunnusmári 16-18 sem eru svipaðar íbúðir. Hér er um að ræða góða 3ja herbergja íbúð 101 sem er samtals 99,4 fm á 1. hæð. Í eigninni er anddyri og hol með fataskáp. Stórt samliggjandi stofu- og eldhúsrými, úr stofu er útgengt á svalir. Eldhúsið er með góðri inn- réttingu og vönduðum tækjum, innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja. Svefnherbergin tvö eru með fataskápum. Baðherbergið er fallega innréttað og f lísalagt með hita í gólfi, salerni er vegghengt, einhalla sturta með góðu aðgengi og glerskilrúmi. Þvottahús er sér innan íbúðar, fullbúið og f lísalagt. Eigninni fylgir stæði í bílageymslu sem og geymsla í sameign ásamt hjóla- og vagnageymslu. Þjóðarsorg eftir sprengjuárásir Fyrsta fjöldaútförin fór fram á Srí Lanka á þriðjudag eftir sprengju- árásirnar sem gerðar voru á páska- dag. Tala látinna hefur hækkað jafnt og þétt frá því árásirnar voru gerðar og stóð í 310 í gær. Um 500 til viðbótar særðust í árásunum. Sex sprengjur sprungu næstum samtímis á hótelum í Colombo og í kirkjum í Negombo, Batticaloa og Kochchikade meðan á messu stóð á páskadag. Um fimm klukku- stundum seinna sprakk sjöunda sprengjan nærri dýragarði í De- hiwala og sú áttunda um hálftíma síðar í Dematagoda. Útför þrjátíu fórnarlamba fór fram í gær í kirkju heilags Seb- astíans í Negombo, einni þeirra kirkna sem ráðist var á. ÍSAM stendur við verð- hækkanir sínar Hermann Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ÍSAM, segir að ekkert hafi breyst með samþykki nýrra kjarasamninga. Fyrirtækið standi við þær hækkanir sem boðaðar höfðu verið. „Það hefur ekkert breyst þó að samningarnir hafi verið sam- þykktir. Þetta var ekki hótun um það að það ætti að fella þá,“ sagði Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM, í samtali við Fréttablaðið. ÍSAM er ekki eina fyrirtækið sem hefur boðað hækkanir í kjölfar nýrra kjarasamninga. Ömmu- bakstur/Gæðabakstur hefur einn- ig boðað um 6 prósenta hækkun á sínum vörum. Framkvæmdastjóri sagði um helgina að þrír þættir Skráning á islandsstofa.is Mánudaginn, 29. apríl | Norðurljós í Hörpu | kl. 10 - 12 Ávarp Björgólfur Jóhannsson Formaður stjórnar Íslandsstofu Ávarp ráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkisráðherra Íslandsstofa – staða og breytingar Pétur Þ. Óskarsson Framkvæmdastjóri Íslandsstofu Staða Íslandsstofu og stefnumótun „Vegsemd þess og vandi að vera Íslendingur“ Örmálstofa um ímynd Íslands og þátt hennar í markaðsstarfi fyrir útflutning. Þátttakendur: Alda Hlín Karlsdóttir, Skaginn 3X Birna Ósk Einarsdóttir, Icelandair Bjarney Harðardóttir, 66°Norður Halla Helgadóttir, Hönnunarmiðstöð Sara Lind Þrúðardóttir, Icelandic Fundurinn er öllum opinn Fundarstjóri Edda Hermannsdóttir Samskipta- og markaðsstjóri Íslandsbanka Fasteign vikunnar úr Fasteignablaði Fréttablaðsins Vikan Rúmlega 300 manns létust í sprengju- árásum á Srí Lanka í liðnni viku. Deilt var um verðhækkanir í tengslum við kjara- samninga og rætt um umhverfisvæna höfn. hefðu áhrif á hækkanir, það væri hækkun á verði hveitis, breytt gengi og nýir kjarasamningar. Formaður VR er sáttur við niðurstöðu atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga. Hann segir að harkalega verði brugðist við verði af verðhækkunum ÍSAM og ann- arra fyrirtækja. Vilja umhverfisvænni höfn Hverfisnefnd Oddeyrar á Akureyri vill láta athuga hvort raunhæft sé á næstu árum að tengja skemmti- ferðaskip við landrafmagn. Í fundargerð hverfisnefndar kemur fram að allt að fjögur skip spúi útblæstri yfir hverfið að sumarlagi. Þar að auki er hverfið umlukt þungum umferðargötum, Glerárgötu og Strandgötu. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar í byrjun maí. Stærsta skemmtiferðaskip sum- arsins er Norwegian Getaway, með rétt um 4.000 farþega og 1.646 manna áhöfn. Áætlaðar skipakomur í sumar eru 208 og má búast við í kringum 160.000 farþegum, eða um 18,5 prósenta fjölgun frá því í fyrra. Fyrsta banaslys ársins Karlmaður lést í bílslysi í Langa- dal á þriðjudagskvöld. Bíll hans hafnaði utan vegar og fór margar veltur. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn var úrskurð- aður látinn á vettvangi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang en hún lenti á slysstað um klukkan ellefu. 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -4 0 E 4 2 2 D B -3 F A 8 2 2 D B -3 E 6 C 2 2 D B -3 D 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.