Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 52
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Við ætlum að endurnýja garð- skálann okkar í sumar, sem er svona hjarta hússins. Gróður- hús hafa verið sett upp á svæð- inu og við erum með banana- hús, líklega byggt í kringum 1950. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hans A. Linnet vélfræðingur, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 12.4. sl. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 26. apríl kl. 13. Innilegar þakkir til starfsfólks Bylgjuhrauns Hrafnistu fyrir frábæra umönnun undanfarin 11 ár. Hafsteinn Linnet Anna Snjólaug Arnardóttir Gunnar Linnet Elín Gísladóttir Rósa Guðrún Linnet Þorvaldur H. Þórðarson barnabörn, barnabarnabörn. Hermann Einarsson kennari og útgefandi, lést 20. apríl í Vestmannaeyjum. Útför hans verður frá Landakirkju laugardaginn 27. apríl klukkan 14. Minningarathöfn verður í Reykjavík frá Neskirkju föstudaginn 3. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Sigurborg Pálína Hermannsdóttir Páll Friðbertsson Steinunn Ásta Hermannsdóttir Ágúst Ingi Jónsson barnabörn og barnabarnabarn. Okkar yndislegi Stefán Már Haraldsson sjóntækjafræðingur, Daggarvöllum 5, 221 Hafnarfirði, lést sunnudaginn 21. apríl á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Útför auglýst síðar. Eva Dís Þórðardóttir Alexander Rafn Stefánsson Patrekur Rafn Stefánsson Helga Steingerður Sigurðardóttir Haraldur Stefánsson Sævar Ingi Haraldsson Sigurlaug Jónsdóttir Kristinn Freyr Haraldsson Ásthildur Knútsdóttir og fjölskylda. Lára Vigfúsdóttir innanhúsarkitekt fd. 25. ágúst 1929 - dd. 19. apríl 2019. Elskuleg frænka okkar, hún Lára Vigfúsdóttir, Sléttuvegi 11, Reykjavík, sem fæddist í Vestmannaeyjum þann 25. ágúst 1929 lést á öldrunarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal þann 19. apríl síðastliðinn. Útför hennar mun verða tilkynnt síðar. Kær kveðja, aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Þorbergsdóttir Gullsmára 11, Kópavogi, lést þriðjudaginn 16. apríl síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 26. apríl og hefst athöfnin kl. 15.00. Guðjón Atli Auðunsson Guðbjörg Jórunn Sigurjónsdóttir Haraldur Auðunsson Sigurbjörg Arndís Guttormsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar, Svanhildar Finndal Guðmundsdóttur Systkinin frá Finnstungu, Grétar, Heimir og Áslaug og fjölskyldur. Okkar kæri Guðmundur Þorsteinsson frá Efri-Hrepp, til heimilis að Leynisbraut 38, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 20. apríl. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 4. maí kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Gjafa- og minningarsjóð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, reikningsnúmer 552-26-411, kt. 470108-0370. Gyða Bergþórsdóttir Guðrún J. Guðmundsdóttir Jóhannes Guðjónsson Bergþór Guðmundsson Bryndís R. Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Það er stór dagur hjá okkur, opið hús eins og endranær á sumardaginn fyrsta og nú  erum við líka að  fagna 80 ára afmæli skólans. Við munum gera því skil með ýmsum viðburðum út árið, þetta er sá fyrsti,“ segir Guðríður Helgadóttir, garð­ yrkjufræðingur og forstöðumaður Garð­ yrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Betur þekkt sem Gurrý. Hún segir nemendur halda utan um hátíðahöldin í dag  og margt skemmtilegt í boði. „Það er búið að skúra, skrúbba og bóna og taka upp hnúðkál og marglitar íslenskar gulræt­ ur. Algert sælgæti. Það er gaman að nem­ endurnir ná að gera hvort tveggja, læra ræktunaraðferðir og uppskera. Þeir byrja strax klukkan tíu að selja gestum nýtt grænmeti til ágóða fyrir utanlands­ ferð, þar sem þeir læra meira um garð­ yrkju.“ Hátíðadagskrá hefst klukkan 13.30 og meðal gesta verður forseti Íslands, að sögn Gurrýjar. Garðyrkjuverð­ laun verða afhent í fimmtánda sinn og blómaskreytar sýna handbrögðin við gerð blómvanda sem þeir bjóða síðan til kaups. Nýbakaðar vöfflur, kakó og kaffi verða líka til sölu, upplýsir hún. Næst snúum við okkur að sögu skól­ ans, þar sem hann á stórafmæli. Gurrý er fróð. „Ríkið keypti Reykjatorfuna, 3.600 hektara lands, árið 1930. Það var Jónas frá Hriflu sem barðist fyrir því en það tók hann tíma að  koma Garðyrkjuskóla ríkisins á laggirnar,  það gerðist ekki fyrr en 1939. Í millitíðinni var byggt upp berklahæli á svæðinu. Húsið sem  hýsti það nýttist Garð­ yrkjuskólanum þegar hann tók til starfa. Síðan var byggt nýtt hús kringum 1970 og  nú er komið að endurbótum á því, við ætlum að endur­ nýja garðskálann okkar í sumar, sem er svona hjarta hússins. Gróð­ urhús hafa verið  sett upp á  svæðinu og við erum með bananahús, lík­ lega byggt í kringum 1950.“ Um það leyti sem skólinn var stofn­ aður voru Íslendingar að byrja að nota jarðhitann í ræktun, að sögn Gurr­ ýjar. Því segir hún menntun í garð­ yrkju algerlega hafa verið tímabæra. „Áður hafði verið garðyrkjufræðsla á vegum Kvenfélagasambandsins, konur ferðuðust um landið og kenndu.  Fyrsti skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins var Unnsteinn Ólafsson en hann varð bráð­ kvaddur 1966. Þá var sonur hans, Grétar Unnsteinsson, akkúrat að ljúka námi í garðyrkju í Danmörku, hann kom heim og tók við starfinu eftir föður sinn. Næstur  var Sveinn Aðal­ steinsson, hann byrjaði 1999 og var hér í fimm ár en hæt t i þegar skólinn varð hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands 2005. Ég er búin að vera hér síðan. Það var í gær! Svona flýgur tíminn. En ég var að skoða dagbók frá garðyrkjustöðinni Grænuhlíð sem ég var að vinna í áður, bókin er frá 1998 og þar stendur: Gurrý byrjar að kenna í Garðyrkjuskólanum.“ Í lokin laumar Gurrý að smá gamansögu: „Í Grænu­ hlíð svöruðum við gjarnan í símann: Þetta er í Grænuhlíð – Anna talar!“ gun@frettabladid.is Hátíðisdagur garðyrkjunnar Glæný uppskera, torfbæir til sýnis, trjáklifur og ketilkaffi hitað úti yfir eldi eru meðal atriða á opnum degi í Garðyrkjuskólanum í dag sem jafnframt er afmælishátíð. Gurrý kann að rækta hinar aðskiljanlegustu tegundir, meðal annars kakó- og kaffiplöntur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D B -2 3 4 4 2 2 D B -2 2 0 8 2 2 D B -2 0 C C 2 2 D B -1 F 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.