Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 4
 Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum í sínum verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukku- stundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað. Sandra B. Franks, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands Veður Upplestur á bókmenntahátíð Léttir til víða um land í dag, en þykknar upp S- og A-til og fer að rigna þar um kvöldið. Hægt hlýnandi veður og hiti 10 til 17 stig eftir hádegi, hlýjast á V- landi. SJÁ SÍÐU 28 HEILBRIGÐISMÁL Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í fag­ inu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkra­ liðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starf­ andi á Íslandi í dag og er meðal­ aldurinn 47 ára. Samkvæmt mann­ af laspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkralið­ um árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófag­ lærðir. Sandra segir þörfina á sjúkra­ liðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu sam­ hengi. „Fólk sem er að vinna krefj­ andi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfs­ hlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heil­ brigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingar­ miðstöðvar vegna alvarlegrar kuln­ unar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðis­ þjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“ arib@frettabladid.is Gefast upp vegna álags Hefur þú prófað nýju kjúklgasteikurnar? NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOLT A Nýliðun meðal sjúkra- liða hefur ekki gengið í takt við spár. Formaður Sjúkraliðafélagsins segir stéttina vera að gefast upp vegna vinnuálags á sama tíma og eftirspurn fer vaxandi. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag, samkvæmt spá Landlækn- is frá árinu 2009 var gert ráð fyrir að þeir yrðu 2.800. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL Reimar Sigurjóns­ son, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa­ og umskip­ unarhafnar í Finnafirði. Umrædd framkvæmd mun hafa mikil áhrif á jörð hans þar sem hann yrði næsti ábúandi við tilvonandi höfn. Hann segir hugmyndirnar ekki alveg ríma við þá uppbyggingu sem hann sé með á jörð sinni. „Ég er neikvæður í garð þessara mögulegu framkvæmda því ég tel þetta ekki til hagsbóta. Þetta er heldur ekki í nokkrum tengslum við það sem ég er að byggja upp sem er ferðaþjónusta á jörðinni minni. Þar er ég að selja ósnortna náttúru, kyrrðina, hvað við erum afskekkt og á landsvæði sem hefur ekki verið breytt af mannavöldum. Því myndu þessi áform hafa afar mikil áhrif á það.“ Jörð Reimars er rétt utan mögu­ legs byggingasvæðis hafnarinnar og hann telur ólíklegt að hér sé um að ræða umhverfisvæna höfn eins og menn hafa reynt að selja upp á síð­ kastið. „Auðvitað mun þetta hafa mikil umhverfisáhrif og ég tala nú ekki um ef slys ber að höndum. Einnig fannst okkur leiðinlegt að það hafi í rauninni ekki verið rætt við okkur ábúendur fyrr en verk­ efnið var eiginlega klappað og klárt í sveitarstjórninni,“ segir Reimar. Þýska fyrirtækið BremenPort mun byggja höfnina að sögn Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langa­ nesbyggðar. Engir fjármunir munu því koma frá ríki eða sveitarfélaginu til uppbyggingar hafnarinnar. – sa Saknar samráðs um Finnafjörð Finnafjörður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SLYS Karlmaður lést í bílslysi í Langa­ dal á þriðjudagskvöld. Bíll hans hafnaði utan vegar og fór margar veltur, að því er fram kemur í til­ kynningu frá lögreglunni á Norður­ landi vestra. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn var úrskurð­ aður látinn á vettvangi. Fréttablaðið. is greindi frá því á þriðjudagskvöld að þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang en hún lenti á slys­ stað klukkan ellefu. Fram kemur í tilkynningu lög­ reglunnar að hinn látni hafi verið með erlent ríkisfang en að ekki sé unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Vegna vettvangsrannsóknar var þjóðvegur 1 lokaður um tíma og vegfarendum beint um  Svínvetn­ ingabraut og Skagastrandarveg og Þverárfjallsveg til Sauðárkróks. Slysið á þriðjudag varð neðst í Ból­ staðarhlíðarbrekku. Þetta er fyrsta banaslys ársins í umferðinni. – smj Banaslys í Langadal Bókmenntahátíð í Reykjavík var formlega sett í gær og mun standa fram á sunnudag. Sigríður Hagalín Björnsdóttir var meðal þeirra höfunda sem lásu upp í Iðnó í gærkvöldi. Ókeypis er inn á viðburðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fleiri myndir frá hátíðinni er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -1 E 5 4 2 2 D B -1 D 1 8 2 2 D B -1 B D C 2 2 D B -1 A A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.