Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 8
Hagnaður Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, jókst um 30 prósent og var 336 milljónir króna árið 2018. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Kaupfélags Suðurnesja, sem á 59 prósenta hlut í matvörukeðjunni. Arðsemi eigin fjár var 15 prósent, samkvæmt útreikningum Frétta- blaðsins sem byggja á gögnum úr ársreikningi kaupfélagsins og árs- reikningi Samkaupa frá 2017. Samkaup keypti í fyrra af Basko sjö Iceland-verslanir, fimm versl- anir 10-11 miðsvæðis í Reykjavík og báðar verslanir Háskólabúðarinnar. Samkaup reka Nettó, Kjörbúðina, Krambúð, Samkaup Úrval og Sam- kaup Strax. Verslanirnar eru um 50, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Ekki kemur fram í ársreikningi Kaupfélagsins hve mikil velta Sam- kaupa var á árinu en árið 2017 nam hún 25,6 milljörðum króna. – hvj 336 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Samkaupa árið 2018. FUNDARBOÐ Aðalfundur MS-félags Íslands Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 9. maí kl. 17:00 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 16:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Vinsamlegast athugið að framboð til stjórnar og nefnda skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund og jafnframt að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins www.msfelag.is Veitingar í boði félagsins. Hvetjum félagsmenn að mæta! Virðingarfyllst, Stjórn MS-félags Íslands Hagnaður Samkaupa jókst um 30 prósent milli ára Samkaup reka Nettó. FRÉTTABLAÐIÐ/ Launakostnaður Símans mun hækka um 115 milljónir króna á árinu, að því gefnu að í kjarasamn- ingum verði samið um krónutölu- hækkanir í stað prósenta og á svipuðum nótum og nýgerðir kjara- samningar. Þetta er mat Hagfræði- deildar Landsbankans og birtist í afkomuspá. Stjórnendur Símans hafa gefið það út að brugðist verði við hækk- unum með auknum hagræðing- araðgerðum með það að markmiði að halda launakostnaði í svipaðri krónutölu milli ára. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að það takist að mestu hjá fyrirtækinu. Að sama skapi ráðgera grein- endur bankans að launakostnaður Sýnar muni aukast um 90 milljónir króna á árinu miðað við 550 starfs- menn í kjölfar nýrra kjarasamninga en slá sama varnagla og við spána varðandi Símann. – hvj Launakostnaður Símans aukist um 115 milljónir MARKAÐURINN Færsluhirðinum Valitor, dóttur- félagi Arion banka, er gert að greiða Datacell og Sunshine Press Product- ions (SPP) 1,2 milljarða króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrirvaralaust. Landsbankinn er í ábyrgð fyrir 456 milljónum króna af upphæðinni. Dómur var kveðinn upp í gær en forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslu- gátt sem Datacell og SPP ráku. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningn- um fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt og frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða. Dómarar í málinu töldu að veik- leikar væru á þeim forsendum sem tölfræðilegir útreikningar mats- manna byggðust á og því væri ekki unnt að leggja niðurstöðu mats- gerðarinnar til grundvallar sem sönnunargagn um umfang tjónsins. „Samkvæmt niðurstöðu dóm- kvaddra matsmanna nam tjónið 3,2 milljörðum en dómarinn víkur því til hliðar og fer niður í 1,2 milljarða. Maður vonaðist nú ekki til að þeir myndu ýta matinu til hliðar. Svo erum við ekki sáttir við dráttar- vextina en þetta er samt sigur,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og Sunshine Press, í samtali við Fréttablaðið en krafa um vexti og dráttarvexti aftur í tímann kom ekki til álita. Þá hljóðaði aðalkrafa Datacell og SPP í málinu upp á 8,1 milljarð. Ábyrgist 38 prósent Ljóst er að Landsbankinn muni þurfa að greiða 456 milljónir af heildarfjárhæðinni sem Valitor var dæmt til að greiða. Ástæðan er sú að þegar Landsbankinn seldi eignarhlut sinn í Valitor til Arion banka í desember 2014 gekkst Landsbankinn í ábyrgðir fyrir 38 prósentum af þeim upphæðum sem Valitor kynni að þurfa að greiða vegna fjögurra mála. Þeirra á meðal var málarekstur Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn Valitor. Í kjölfar dómsins gaf Valitor út að málinu verði líklega áfrýjað til Landsréttar. Félagið furðaði sig á niðurstöðunni, sérstaklega varð- andi SPP þar sem það hefði aldrei átt í neinu viðskiptasambandi við færsluhirðinn. Auk þess hefði SPP aldrei haft nema hverfandi tekjur en engu að síður gert margra millj- arða dómskröfu á hendur fyrirtæk- inu. Þá benti fyrirtækið á að einn þriggja dómara hefði skilað séráliti og viljað sýkna Valitor. Í séráliti Kjartans Bjarna Björg- vinssonar héraðsdómara kemur fram að hann sé sammála meiri- hluta dómara um að riftun samn- ingsins hafi leitt til fjárhagslegs tjóns. Hins vegar sé hann ósam- mála því að skilyrði sé fyrir því að ákvarða Datacell og SPP skaðabæt- ur að álitum. Stefnendur hafi ekki fært nægilegar sönnur á fjártjón sitt og því beri að sýkna Valitor af kröfum þeirra. Arion banki sendi frá sér til- kynningu í gær þar sem fram kom að dómurinn hefði neikvæð áhrif á af komu bankasamstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi sem nema um 600 milljónum króna að teknu til- liti til skattaáhrifa. Þessi dómur, gjaldþrot WOW air og sala bankans á eignarhlut í Farice hefðu saman- lagt neikvæð áhrif sem nema um 1,2 milljörðum króna á af komu fjórðungsins. Þá hefur dómurinn ekki áhrif á yfirstandandi söluferli Valitors að sögn bankans. thorsteinn@frettabladid.is 450 milljónir króna á ábyrgð Landsbankans Valitor var dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press Productions 1,2 milljarða króna vegna lokunar á greiðslugátt. Landsbankinn í ábyrgð fyrir  450 milljónum af upphæðinni. Valitor segist líklega munu áfrýja dómnum.  Sveinn Andri Sveinsson. Arion banki segir að dómurinn hafi ekki áhrif á yfirstandandi söluferli færsluhirðisins Valitors. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er alrangt að dregið hafi úr gæðum í ferðaþjónustu samhliða vexti Arctic Adventures. Það endur- speglast meðal annars í fjölbreyttara vöruframboði, sem margir ferða- menn sækjast í, og auknu öryggi ferðamanna,“ segir Jón Þór Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögu- manna, sagði í bréfi til Samkeppnis- eftirlitsins að aukin stærð og mark- aðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrir- tækisins. Stéttarfélag leiðsögumanna, með Indriða Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra, í stafni, lagðist gegn samruna Arctic Adventures og Into the Glacier og fleiri félaga, sem Sam- keppniseftirlitið heimilaði og taldi hann geta haft áhrif á kjör leiðsögu- manna. „Viðskiptavinum fjölgaði verulega í fyrra. Þeir töldu 300 þúsund og það stefnir í verulega aukningu í ár. Ef þjónustan væri slök myndu ferða- mennirnir leita annað. Á tímum samfélagsmiðla og ferðasíðna spyrst fljótt út þegar fyrirtæki veita slæma þjónustu,“ segir Jón Þór. Í bréfi Leiðsagnar segir að fjöldi starfsmanna hjá Arctic Adventures hafi leitað til stéttarfélagsins vegna vanefnda fyrirtækisins á kjarasamn- ingi. Aukinheldur séu starfsmenn, fyrst og fremst erlendir, skráðir í önnur stéttarfélög sem ekki fylgi kjarasamningi fyrir störfin og hóti atvinnumissi leiti þeir til félagsins. „Þetta er ekki rétt. Við höfum ekki fengið kvartanir frá starfsfólki og ef það koma upp vandamál leysum við að sjálfsögðu úr þeim. Okkur er annt um starfsmenn okkar. Hér starfa hátt í 200 leiðsögumenn, íslenskir og erlendir. Margir íslensku leiðsögu- mannanna eru með þeim reyndari sem starfa á landinu. Starfsmenn hafa frjálsar hendur í hvaða stéttar- félagi þeir eru, enda er félagafrelsi mikilvægt í íslenskum lögum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þeir kjósi að vera í öðrum stéttar- félögum, til að mynda sjúkraréttindi eða aðgangur að orlofshúsum. Kjara- samningur leiðsögumanna stendur sama í hvaða stéttarfélagi fólk er.“ Jón Þór segir að það sé misskiln- ingur að laun leiðsögumanna hafi lækkað við samruna við Extreme Iceland árið 2017. Samlegð hafi verið í samrunanum sem hafi gert það að verkum að færra starfsfólk þurfi til. „Arctic Adventures tók yfir fram- kvæmd á öllum ferðum og þegar í ljós kom að bæta þurfti við starfs- fólki hjá Arctic voru þau störf aug- lýst, og sóttu margir um sem áður höfðu unnið fyrir Extreme Iceland og eru núna mikilvægur hluti af okkar leiðsögumannahópi. Þetta snerist ekki um að ráða fólk á lægra kaupi.“ – hvj Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Jón Þór Gunnarsson. 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -4 5 D 4 2 2 D B -4 4 9 8 2 2 D B -4 3 5 C 2 2 D B -4 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.