Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 10
það er opið í öllum
Pssst ...
Krónu verslunum í dag
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
G
le
ði
legt sum
ar!
SKOTLAND Skotar munu undirbúa
þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf
stæði frá Bretlandi fyrir maí 2021
hvort sem stjórnvöld í Lundúnum
gefa leyfi fyrir slíku eður ei. Þetta
sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráð
herra skosku heimastjórnarinnar,
á skoska þinginu í gær.
„Valið á milli útgöngu úr Evr
ópusambandinu og sjálfstæðs
Skotlands í Evrópusamstarfi ætti
að vera lagt í dóm þessa þings á
yfirstandandi kjörtímabili,“ sagði
ráðherrann í ræðu sinni. Hún bætti
því við að áætlað væri að frumvarp
þess efnis yrði skrifað fyrir árslok
og að á þessu stigi væri ekki þörf á
samþykki stjórnvalda í Lundúnum.
Það yrði hins vegar nauðsynlegt
síðar.
Skotar fengu að halda atkvæða
greiðslu um sjálfstæði árið 2014
eftir rúmlega 300 ára sambúð með
öðrum þjóðum Bretlands. Svo fór
að 44,7 prósent Skota sögðu já við
sjálfstæði en 55,3 prósent nei. En
þótt enginn meirihluti hafi verið
fyrir sjálfstæði þá, og ekki heldur
nú samkvæmt könnunum, vilja
Skotar ólmir vera í Evrópusam
bandinu.
51,89 prósent Breta samþykktu
sumarið 2016 að ganga út úr
ESB. 48,11 prósent lögðust gegn
útgöngu. Myndin var hins vegar
öðruvísi á Skotlandi. Alls greiddu
38 prósent Skota atkvæði með
útgöngu en 62 prósent gegn.
Sturgeon sagði í ræðu sinni að
valið stæði nú á milli þess að þok
ast út á jaðar alþjóðastjórnmála
með Bretum eða standa vörð um
stöðu Skotlands sem Evrópuþjóðar
með því að lýsa yfir sjálfstæði. – þea
Vilja aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland
Valið á milli út-
göngu úr Evrópu-
sambandinu og sjálfstæðs
Skotlands ætti að vera lagt í
dóm þessa þings á
yfirstandandi
kjörtímabili.
Nicola Sturgeon
ÚKRAÍNA Hveitibrauðsdagar Volod
íjmíjrs Selenskíj eftir að hann bar
sigur úr býtum í forsetakosning
unum í Úkraínu á sunnudag voru
ekki margir.
Vladímír Pútín Rússaforseti
undirritaði í gær tilskipun um að
einfalda skyldi íbúum þess svæðis
í AusturÚkraínu sem aðskiln
aðarsinnar halda í Donbass að
öðlast rússneskt vegabréf. Rússar
hafa ítrekað verið sagðir aðstoða
aðskilnaðarsinnana. Fram á það
hafa rannsóknir Reuters til að
mynda sýnt. Þá hafa myndir í gegn
um tíðina birst á samfélagsmiðlum
þar sem rússneskir hermenn virðast
staddir í Úkraínu.
Pútín sagði tilskipun sína ekki
undirritaða með það í huga að valda
verðandi leiðtoga Úkraínu vand
ræðum. „Frekar til þess að leysa úr
þeim vanda að fólk í Donetsk og
Lúhansk fær ekki að njóta mann
réttinda sinna.“
Petro Porosjenko, fráfarandi for
seti, og Selenskíj fordæmdu báðir
ákvörðun rússneskra stjórnvalda.
Porosjenko sagði að með þessu væri
brotið gegn alþjóðalögum. „Rússar
eru að skemma fyrir friðarumleit
unum í Donbass,“ sagði Porosjenko.
Forsetinn fráfarandi bætti því við
að Rússar væru að reyna að réttlæta
veru rússneska hersins í Austur
Úkraínu. Hann fór einnig fram á að
viðskiptaþvinganir gegn Rússum
yrðu hertar vegna málsins.
Selenskíj, sem er algjör nýgræð
ingur á sviði stjórnmála fyrir utan
að hafa leikið forseta Úkraínu í
gamanþáttum, tók í sama streng.
„Við treystum á aukinn pólitískan
þrýsting og þvinganir gegn Rúss
landi. Rússland hefur með þessu
viðurkennt að það sé hernámsríki,“
sagði í yfirlýsingu frá verðandi for
seta.
Pavlo Klimkin, utanríkisráð
herra Úkraínu, sagði á Twitter að
í ákvörðuninni fælist árásargirni
gegn Úkraínu og afskipti af innan
ríkismálum. Hann hvatti því Úkra
ínumenn á svæðinu til þess að sækja
ekki um rússneskt vegabréf.
Samband Rússlands og Úkraínu
hefur verið með versta móti allt frá
því Viktor Janúkovítsj, forseti Úkra
ínu, hrökklaðist frá völdum árið
2014 eftir stíf mótmæli. Janúkovítsj
naut stuðnings rússneskra stjórn
valda.
Í kjölfar mótmælanna innlimuðu
Rússar hinn úkraínska Krímskaga.
Átök brutust út í Donbass á milli
aðskilnaðarsinna sem vildu náið
samband við Rússa og úkraínska
herinn. Þessi átök og meint aðstoð
rússneskra yfirvalda við aðskilnað
arsinna varð til þess að Vesturlönd
komu á þvingunum gegn Rússlandi.
Selenskíj hefur heitið því að
Úkraína muni áfram stóla á sam
starf við Vesturlönd. The New York
Times metur stöðuna sem svo að
hann sé þó ekki jafnmikill vestur
landasinni og fyrirrennarinn.
thorgnyr@frettabladid.is
Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín
Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi for-
setar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. Erfitt verkefni bíður hins reynslulausa verðandi forseta.
Rússlandsforseti sagðist ekki ætla sér að klekkja á Selenskíj. NORDICPHOTOS/AFP
Þóttust vera Selenskíj
Öllu vægara vandamál fyrir
Selenskíj kom upp í Frakklandi í
gær. Rússnesku hrekkjalómarnir
Vladímír Kúsnetsov og Alexeí
Stolíjarov, sem kalla sig alla
jafna Vovan og Lexus, birtu
fimmtán mínútna upptöku á
YouTube. Á upptökunni mátti
heyra þá Vovan og Lexus þykjast
vera Selenskíj og ná þannig
beinu sambandi við Emmanuel
Macron, forseta Frakklands.
Starfsmaður franska forseta-
embættisins vildi ekki tjá sig um
upptökuna í samtali við Reuters.
Sagði að embættið myndi
hvorki staðfesta né hafna því að
upptakan væri ósvikin.
Vovan og Lexus eru engir
nýgræðingar þegar kemur að
því að hrekkja fræga fólkið. Þeir
segjast til dæmis hafa hrekkt
forseta Tyrklands, Elton John,
forsætisráðherra Kósóvó,
Boris Johnson og Jean-Claude
Juncker.
2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
5
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
B
-5
9
9
4
2
2
D
B
-5
8
5
8
2
2
D
B
-5
7
1
C
2
2
D
B
-5
5
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K