Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 30
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook 20% afsláttur af peysum föstudag og laugardag Sumargjöf Renée er norsk-svissneskur Bandaríkjamaður, fædd 25. apríl 1969 í bænum Katy í Texas. Faðir hennar er svissneskur verkfræðingur og móðir hennar norsk ljósmóðir sem hélt vestur um haf til að starfa hjá norskri fjölskyldu. Renée gekk í mennta- skólann í Katy þar sem hún var klappstýra, og virkur þátttakandi í leiklistarklúbbnum og ræðu- liðinu. Á námsárunum var hún einnig ötul íþróttamanneskja og stundaði fimleika, fótbolta, körfu- bolta, hafnabolta og ruðning. Renée var af burða námsmaður og fór rakleiðis í Texas-háskólann í Austin eftir framhaldsskóla, þar sem hún útskrifaðist með BA- gráðu í ensku og sótti leiklistar- tíma með háskólanáminu. Renée vakti fyrst verulega eftirtekt sem leikkona þegar hún lék aðalhlutverk á móti sjálfum Tom Cruise í kvikmyndinni Jerry Maguire. Hún hélt áfram að heilla mannkynið með skökku brosi sínu og látlausum sjarma í Nurse Betty og sló endanlega í gegn sem hrakfallabálkurinn Bridget Jones í samnefndri kvikmyndaseríu á árunum 2001 til 2016, þar sem hún lék á móti bresku sjarmatröll- unum Hugh Grant og Colin Firth. Hún tók sér sex ára hlé frá leik- störfum á árunum 2010 til 2016 en þá var það aftur hlutverk Bridget Jones í rómantísku gaman- myndinni Bridget Jones’s Baby sem fékk hana til að leika á ný. Það hafði áður verið mjög gagnrýnt að Renée Zellweger fengi hlutverk Bridget Jones þar sem hún var hvorki bresk, feit né keðjureykti, en engin hefði getað gert betur. Nú síðast lék hún lítið hlutverk í Here and Now á móti Söruh Jessicu Parker og leikur næst Judy Garland í ævisögulegri mynd Ruperts Goold um söngkonuna. Fegurðardísin Renée hefur í áranna rás prýtt forsíður Vanity Fair, Vogue, Elle, Allure, Detour og Harper’s Bazaar. Hún dregur iðulega að sér athygli á rauða dreglinum fyrir fágaðan stíl og hefur þar oft klæðst gala- kjólum vinkonu sinnar, Carolinu Herrera. Hún var valin ein af fegurstu manneskjum heims árið 2003 og hefur verið á lista Forbes yfir 20 ríkustu skemmtikraftana. Árið 2014 var leikkonan gagnrýnd fyrir að hafa látið lýtalækna gera sig nær óþekkjanlega en þeirri gagnrýni svaraði Reneé: „Kannski 50 ára sólargeisli Það er við hæfi á sumardaginn fyrsta að afmælisbarn dagsins sé gleðigjaf- inn Renée Zellweger sem hefur kitlað hláturtaugar heimsbyggðarinnar á hvíta tjaldinu um árabil. Hún mælir hálfa öld af ævi sinni í dag. Aldurinn fer vel með Renée Zellweger. Hér má sjá hana á þrítugasta, fertugasta og fimmtugasta afmælisári sínu. Renée hlaut heimsfrægð fyrir túlkun sína á hrakfallabálknum Bridget Jones og lék þar með hjartaknúsurunum Colin Firth og Hugh Grant. lít ég öðruvísi út, en hver gerir það ekki þegar hann eldist? Ég er vissu- lega öðruvísi. Ég er hamingjusöm.“ Renée var trúlofuð gaman- leikaranum Jim Carrey um alda- mótin en giftist sveitasöngvar- anum Kenny Chesney í maí 2005. Þau skildu eftir fjóra mánuði. Hún byrjaði með leikaranum Bradley Cooper eftir að þau kynntust við tökur á Case 39 árið 2009 ástin var fyrir bí tveimur árum síðar. Frá árinu 2012 hefur hún átt í ástar- sambandi við tónlistarmanninn Doyle Bramhall II. Leikkonan lætur til sín taka í ýmsum góðgerðarmálum, þar á meðal vitundarvakningu um HIV-sjúkdóminn fyrir svissneska heilbrigðisráðuneytið 2005 og árið 2011 heimsótti hún Líberíu fyrir jafnréttindasamtökin The Great Initiative. Hún átti einnig samstarf við Tommy Hilfiger um hönnun handtaska til að safna fé og vekja athygli á brjóstakrabba- meini. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 GLEÐILEGT SUMAR SMART FÖT, FYRIR SMART KONUR NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -5 E 8 4 2 2 D B -5 D 4 8 2 2 D B -5 C 0 C 2 2 D B -5 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.