Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 12
Frá því ég greindist erum við búin að leggja um 1.300 þúsund í kostnað Linda Sæberg Þorgeirsdóttir HEILBRIGÐISMÁL Það er mun kostn- aðarsamara fyrir fólk að greinast með krabbamein ef það býr fjarri höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður sem fer í ferðalög er aðeins að hluta til greiddur af sjúkratryggingum sem veldur því að fjárhagsáhyggjur leggjast ofan á áhyggjur af veik- indum. Linda Sæberg Þorgeirsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í desember síðastliðnum og þarf á þriggja vikna fresti að undirgangast erfiða lyfjameðferð en aðeins brot af meðferðinni getur hún tekið í heimabyggð. Linda býr ásamt fjöl- skyldu sinni á Egilsstöðum. „Frá því ég greindist erum við búin að leggja um 1.300 þúsund í kostnað vegna krabbameinsins og aðeins hluta þess fáum við endur- greiddan,“ segir Linda. „Ég þarf að taka börnin mín með mér þar sem ég hef ekki stuðningsnet til að taka við þeim því ég þarf að vera frá í fimm daga. Ég fæ aðeins greitt fyrir sjálfa mig og aðstoðarmann sem er maðurinn minn. Hins vegar verður hann fyrir miklu tekjutapi í þessum veikindum sem við fáum ekki greitt.“ Inga Rún Sigfúsdóttir, félags- og f jölskylduráðgjaf i hjá Krabba- meinsfélagi Austurlands, segir það vera meira mál að greinast úti á landi. „Já, það er það eins og staðan er í dag en við hjá Krabbameinsfé- laginu reynum allt til að standa við bakið á okkar fólki,“ segir Inga Rún. „Hins vegar er það þungt að þurfa að sækja þjónustu til höfuðborgar- Ójafnt skipt eftir því hvar sjúkir eiga heima Fjárhagsáhyggjur ofan á baráttu við illvíga sjúkdóma geta verið afar erfiðar við að etja, sér í lagi fyrir fólk á landsbyggðinni. Vegna veikinda sinna hefur Linda Sæberg Þorgeirsdóttir þurft flytja til Reykjavíkur á þriggja vikna fresti. Krabbameinsáætlun Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra ákvað í janúar á þessu ári að heilbrigðisáætlun yrði í gildi til ársins 2030 í sam- ræmi við tillögu um heilbrigðis- stefnu. Skýrsla ráðgjafarhóps sem setti saman áætlunina er afar viðamikil og tekur til margra þátta. Fjallað er um faraldsfræði krabbameina, skráningar þeirra, forvarnir og heilsugæslu, rannsóknir og gæðastjórnun, meðferðarþætti og mannafla, endurhæfingu, eftirfylgni og líknarmeðferð. Hins vegar er ekki að finna í áætluninni markmið um að koma til móts við aðila sem greinast með krabbamein og búa fjarri höfuðborgarsvæðinu; í sem mestri fjarlægð frá sér- hæfðri lyfjameðferð krabba- meinslækninga. Dapur veruleiki Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags Íslands, segir það ólíku saman að jafna að greinast með krabbamein á landsbyggð- inni og í höfuðborginni. Veru- leikinn sem við búum við sé á þann veg að sérhæfða heil- brigðisþjónustu er aðeins hægt að fá á tiltölulega fáum stöðum hér á landi. „Það liggur í hlutarins eðli að það er meiri pakki þegar fólk þarf að fara af heim- ilinu og vera í burtu. Bæði er það fjárhagslega erfiðara en líka verður félagslega meira álag á alla. Að einhverju leyti er þetta veruleikinn sem við búum við. Það er þannig að það geta ekki allir fengið krabbameins- meðferð í heimabyggð vegna fámennis. Hins vegar hefur það aukist að verið er að gefa meðferðir víða um land með öflugum stuðningi frá Land- spítala. Það hefur breytt myndinni gagnvart einhverjum en alls ekki gagnvart öllum.“ Ekki má gleyma að reikna þjóðhagsleg áhrif af góðri heilbrigðis- þjónustu. Teitur Guðmundsson læknir innar og mikil útgjöld samfara því að vera fjarri heimili sínu.“ Linda Sæberg segir að samtöl við Sjúkratryggingar Íslands og Flug- félag Íslands hafi ekki hjálpað til við að koma til móts við fjölskyld- una. „Það að veikjast úti á landi er allt annar pakki en ef við byggjum í námunda við höfuðborgina. Við þurfum að taka fjölskylduna og pakka henni ofan í tösku. Það er ekkert val að fara til Reykjavíkur heldur þarf ég að fara,“ segir Linda. „Einnig er veruleikinn sá að ég þarf að kaupa einhvers konar fríðindafargjald til að geta haft þann möguleika að af bóka mig og fá kostnaðinn endurgreiddan. Á mánudagsmorgni fer ég í blóð- prufu hér á Egilsstöðum og það getur komið upp að ég geti ekki farið í lyfjameðferð. Þá verð ég að geta af bókað mig. Þetta þýðir mun hærri kostnað en ella. Ég er bæði búin að reyna að tala við flug- félagið og Sjúkratryggingar en svo virðist vera sem ekki sé hægt að koma til móts við okkur hvað þetta varðar,“ bætir Linda Sæberg við. sveinn@frettabladid.is Framtíð heilbrigðisþjónustu hérlendis er áhugaverð og mikil áskorun, sérstaklega á landsbyggðinni og vandamálin eru fjölþætt. Í lögum um heilbrigðisþjón-ustu kemur fram eftirfarandi orðrétt í 1. gr.: „Markmið þeirra er að allir lands- menn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.“ Þetta er falleg sýn og göfug, vandinn er sá að það að búa utan höfuðborgarsvæðisins þýðir að einstaklingar taka ákveðna heilsufarslega áhættu. Hún er ekki ýkja mikil og alls ekki almenn, en þegar þörf er á sérhæfri meðferð eða rannsókn þá eru möguleik- arnir bundnir mikið til við Landspítala. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það getur skipt sköpum hvar á landinu bráður vandi kemur upp, svo skilið getur milli feigs og ófeigs. Við getum ekki talað okkur fram hjá því og fleiri þyrlur eða fjar- heilbrigðisþjónusta og ný tækni mun ekki breyta því nægjanlega til að sjúklingar séu jafnt settir um allt land alltaf. Tæknin mun hins vegar hjálpa okkur verulega í grunnþjónustu og líklega er hægt að bæta þjónustu við sjúklinga í héraði til muna með slíkum ráðum. Aukin þjálfun og samráð við sterkari einingar með einhvers konar sameiginlegri húsbóndaábyrgð væri áhugaverð nálgun. Miðlæg símsvörun er þegar til staðar í 1770 á vaktatíma, miðstöð fjar- heilbrigðisþjónustu þarf að koma til. Sameiginleg rafræn sjúkraskrá er loksins að fæðast en enn töluvert veikburða þó. Þá þarf að leysa mönn- unarvanda landsbyggðarinnar þar sem ekki hafa fengist læknar né annað fagfólk til starfa á sumum stöðum nema í gegnum afleysingar. Það er hins vegar líka mönnunarvandi á höfuðborgarsvæðinu og reyndar í öllum vestrænum löndum. Öldrun, aukning lífsstílssjúkdóma, dýrari og sérhæfðari meðferðir og eðlileg krafa almennings um aukna þjónustu eru atriði sem ekkert heilbrigðiskerfi hefur fundið lausn á ennþá. Líklega erum við þó í kjörstöðu miðað við marga aðra. Ég tel að við eigum fagfólk á heimsmælikvarða, þá sérstaklega þegar kemur að ósérhlífni, sam- stöðu og þeim séríslenska eiginleika að láta hlutina „reddast“ eða ganga upp. Það er nefnilega þess vegna sem heilbrigðiskerfið er jafn gott og raun ber vitni. Við heilbrigðisstarfsmenn sættum okkur ekki við annað en að leggja okkur fram um að ná sem bestum árangri hverju sinni, en það læðist þó óneitanlega sá grunur að manni að verið sé að bregða fæti fyrir okkur á stundum með misgáfu- legum ákvörðunum. Þá tekur mannskapurinn bara þátt í ákveðið langan tíma, ef hann sér ekki fram á breytingar þá gefst hann upp og hættir. Það er ekki bara svo að okkur vanti fólk eins og er, við erum í mestu vandræðum með að halda því í heilbrigðis- þjónustu. Þá má ekki gleyma að reikna þjóðhagsleg áhrif af góðri heilbrigðisþjónustu og fara að líta á það sem hagnað fremur en endalausan kostnað eins og okkur hættir til að gera og byrja að fjárfesta af alvöru í stað þess að ausa vatninu úr bátnum. Landið og landsbyggðin kalla! 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -5 4 A 4 2 2 D B -5 3 6 8 2 2 D B -5 2 2 C 2 2 D B -5 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.