Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 18
Við kusum ekki Klíníkina til að móta stefnu okkar í heilbrigðismálum. Þrjú einkarekin heilbrigðis-þjónustufyrirtæki voru meðal 20 arðsömustu fyrirtækja landsins skv. lista Lánstrausts, árið 2016 (Stundin 9. mars 2016), en þjónusta þeirra var að mestu greidd af ríkinu. Þá færist í vöxt hér á landi að fagfjárfestar fjárfesti í heilbrigð- isþjónustu. Áður voru þetta fyrst og fremst læknar, sjúkraþjálfarar, aðrar heilbrigðisstéttir sem einka- ráku eigin þjónustu og margs konar félagasamtök, sem ráku heilbrigðis- þjónustu án hagnaðarsjónarmiða. Heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir er þessar vikurnar í erfiðri vörn fyrir það sem hún og hennar sér fæðingar meta almannahagsmuni, gegn ásækni Klíníkurinnar í (að þessu sinni) liðskiptaaðgerðir, sem Svandís og hennar ráðgjafar telja betur komið hjá opinberu sjúkrahúsunum LSH, sjúkrahúsinu á Akureyri SAK og sjúkrahúsinu á Akranesi HVE. Til ráðstöfunar sé takmarkað fé og það þjóni ekki almannahagsmunum til lengri tíma að dreifa því á f leiri stofnanir. Rökin eru væntanlega þau að með því sé hægt að nýta betur fjárfestingar, þjálfa starfsfólk og nemendur, manna sólarhrings- vaktir og ekki síst geta allan sólar- hringinn tekið við flóknari bæklun- araðgerðum m.a. vegna slysa, og endurkomusjúklinga ef eitthvað fer úrskeiðis. Þess vegna sé mikil- vægt að styrkja aðstöðu og mann- skap þessara þriggja lykilsjúkra- húsa á landinu, opinberra stofnana sem lúta forræði og forgangsröðun þeirra sem stýra opinberu fé til heil- brigðismála og hafa verið kjörnir til þess af okkur, almenningi í landinu. Við kusum ekki Klíníkina til þess að móta stefnu okkar í heilbrigðis- málum, en við fyrrgreinda stefnu- mörkun heilbrigðisyfirvalda vill Klíníkin ekki sætta sig og beitir fyrir sig gamalkunnum aðferðum í hagsmunabaráttu á þessu sviði – sjúklingum. Ofangreint breytir því ekki að of lítið fé hefur farið til nefndra sjúkrahúsa og ekki tekið tillit til margs konar breyttra aðstæðna sem þrengja að þeirra f járhag, þannig að biðlistar hafa lengst úr hófi. Það er verkefni Svan- dísar og VG í ríkisstjórninni að bæta úr, en allir f lokkar lofuðu að stórauka framlög til heilbrigðis- mála fyrir síðustu kosningar. Ísland hefur undirgengist þá skyldu skv. Evróputilskipun að bið eftir aðgerðum fari ekki yfir tiltekin tímamörk, þá geti sjúklingar farið til útlanda í sömu aðgerð á kostnað ríkisins. Við það verður ekki ráðið nema með því að stytta biðtímann. Mér finnst raunar sérkennilegt að hægt sé að fara fram hjá fjárlögum með því að fara með aðgerðir og kostnaðinn til útlanda. Klínikin sem milligönguaðili í þeim leið- angri nýtir það grímulaust í sínum áróðri. Viðhor f Íslendinga og hag- kvæmni í rekstri: Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors á viðhorfum Íslendinga til rekstrar- forma í heilbrigðisþjónustu hafa ítrekað sýnt, að mjög mikill meiri hluti Íslendinga vill að heilbrigðis- þjónusta sé veitt á opinberum stofnunum og fjármögnuð úr opin- berum sjóðum. Þrátt fyrir það hefur opinbert fé til heilbrigðisþjónustu um árabil runnið í vaxandi mæli til einkareksturs meðan opinber rekstur hefur mátt búa við óbreytta stöðu eða jafnvel niðurskurð. Ein- beitt ásókn samtaka lækna í opin- bert fé hefur skilað þessu í bland við stefnuleysi stjórnvalda hvers tíma og skort á upplýstri opinberri umræðu. Erlendar samanburðarrannsókn- ir sýna að þegar á heildina er litið er opinber rekstur í heilbrigðisþjón- ustu að jafnaði nokkru hagkvæmari en einkarekstur (sjá td. The relative efficiency of public and private ser- vice delivery, J. Hsu, World Health Report 2010). Þessi samanburður er þó ekki einfaldur en almennt er talið gilda að í opinberum rekstri sé viðskiptakostnaður lægri s.s. við samningagerð, eftirlit, trygg- ingar og að engar arðsemikröfur eru gerðar. Enn fremur eru líkur minni á of lækningum, þegar fjárhags- legir hvatar eru ekki fyrir hendi við ákvarðanir, heldur einungis hags- munir sjúklingsins. Engilbert Guð- mundsson hagfræðingur ritaði um þennan samanburð af bragðs grein út frá hagfræðilegum sjónarmiðum í Kjarnann þann 8. mars 2016 Hag- ræði og einkarekstur heilbrigðis- þjónustu. Miklu varðar því að allir sem vilja standa vörð um hið opinbera heil- brigðiskerfi á Íslandi styðji Svan- dísi Svavarsdóttur í hennar baráttu. Ofureflið er töluvert og fjölmiðlar purkunarlaust misnotaðir í þágu einkaaðilanna. Ásælni Klíníkur í opinbert fé Margrét S. Björnsdóttir félagi í Sam­ fylkingunni Ávegferð fólks og þjóða birtast oft vegvísar í formi orða eða gjörða. „Vestmannaeyjar skulu rísa,“ sagði Ólafur Jóhann- esson í sjónvarpsþætti í byrjun gossins í Heimaey, og þau orð urðu vegvísar fyrir þjóðina. „Tími stórra vatnsaflsvirkjana er liðinn,“ sagði forsætisráðherra Norðmanna 2002 þótt hægt væri þá með risavirkj- unum á hálendi Noregs að virkja næstum eins mikið af l og sam- svaraði öllu vatnsafli Íslands. Orð Bondevik standa. Hér á landi má sjá vegvísa fyrir vegferð okkar í orkumálum, sem hafa birst á síðustu fimm árum og vísa allir í sömu átt og þekktur erlendur blaðamaður með umhverf- ismál sem sérgrein orðaði við mig í forspá í Íslandsheimsókn um síð- ustu aldamót. Hann sagði við mig: „Eftir viðtöl mín við helstu áhrifa- menn Íslands er niðurstaða mín sú að þið Íslendingar munið ekki linna látum fyrr en þið hafið virkjað allt vatnsafl og jarðvarmaafl landsins, hvern einasta læk og hvern einasta hver.“ Ég hrökk við, en vegvísarnir, sem birst hafa síðan, vísa of margir í sömu átt og þessi forspá til þess að hægt sé að yppta öxlum. Nefna má tíu vegvísa á síðustu fimm árum sem dæmi: 1. Handsal forsætisráðherra Íslands og Bretlands varðandi sæstreng á milli landanna. 2. Stofnun félags um framkvæmd- ina. 3. Forstjóri Landsvirkjunar segir á landsfundi LV: „Það er ekki spurning um hvort, heldur hve- nær sæstrengur verður lagður. 4. Birt orkustefna þess efnis að tvö- falda skuli orkuframleiðslu lands- ins þannig að árið 2025 framleiði Íslendingar tíu sinnum meiri raf- orku en við þurfum sjálfir fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. 5. Landsnet sækir fast að njörva landið niður í risaháspennulínur, meðal annars í tveimur „mann- virkjabeltum“ yfir miðhálendið. 6. Virkjanir í rammaáætlun nálgast hundrað. Fyrir eru þegar um þrjá- tíu reistar virkjanir. 7. Orkumálastjóri upplýsir í sjón- var psþætti að til v iðbót ar við rammaáætlun liggi fyrir umsóknir um rannsóknarleyfi fyrir 100 nýjum vatnsaf lsvirkj- unum, minna en 10 megavött hver. 10x100 eru alls 1.000 mega- vött, þriðjungi meira en afl Kára- hnjúkavirkjunar. Út úr einfaldri samlagningu á öllum núverandi virkjanakostum í vatnsaf li og gufuafli kemur talan 230. 8. Birtar eru áætlanir um risavaxna vindmyllugarða sem geti orðið af svipaðri stærð hver og stór- virkjun í vatnsafli. Allt landið er undir, frá hálendinu til strand- lengjunnar. 9. Friðrik Árni Friðriksson Hirst upplýsir í viðtali á mbl.is að í núverandi tillögu um löggildingu Orkupakka 3 felist „stjórnskipu- leg óvissa“ varðandi þá fyrirvara sem gerðir eru. Ef samvinnunefnd EES tæki þessa fyrirvara upp í bókun yrði óvissunni frekar eytt. Þetta leiðir hugann að sæstrengs- málinu. 10. Á r u m saman hef u r ver ið hamrað á „afhendingaröryggi“ varðandi raf línur. Nágranna- þjóðir okkar hafa f leiri en einn streng. Sæstrengur til Íslands kostar hátt í þúsund milljarða. Tveir strengir kalla á miklu fleiri virkjanir en einn strengur. Á þessari öld hefur skapast alþjóðleg viðurkenning á algerri sérstöðu ósnortinnar íslenskrar náttúru á hinum eldvirka hluta Íslands. Hún er slík, að jafnvel fræg- asti þjóðgarður heims, Yellowstone, kemst ekki á blað í riti um helstu undur veraldar, þar sem Ísland trón- ir á toppnum. Samt er það yfirlýst stefna Bandaríkjamanna að Yellow- stone sé „heilög jörð“, heilög vé. Sú jörð verði aldrei snert þótt þar sé að finna langstærsta orkubúnt vatns- afls og jarðvarma í Bandaríkjunum. En fyrir um 40 árum orti Flosi Ólafs- son þessa forspá í hálfkæringi um hin heilögu íslensku vé: „Seljum fossa og fjöll. / Föl er náttúran öll. / Og landið mitt taki tröll.“ Líkt og hann sæi fyrir, að við myndum aðstoða Kanana við að varðveita hin helgu vé Ameríku með því að fórna véum Íslands. Lokaorð þessarar greinar eru úr ljóðinu „Kóróna landsins“. „Í Gjástykki aðskiljast álfurnar tvær. / Við Heklu’er sem himinn- inn bláni. / Í Kverkfjöllum glóðvolg á íshellinn þvær. / Í Öskju er jarð- neskur máni. / Ísland er dýrgripur alls mannkynsins, / sem okkur er fenginn að láni. / Við eigum að vernda og elska það land / svo eng- inn það níði né smáni.“ Vegvísar og heilög vé Ómar Ragnarsson Á þessari öld hefur skapast alþjóðleg viðurkenning á algerri sérstöðu ósnortinnar íslenskrar náttúru á hinum eldvirka hluta Íslands. Hún er slík, að jafnvel frægasti þjóðgarður heims, Yellow- stone, kemst ekki á blað í riti um helstu undur veraldar, þar sem Ísland trónir á toppnum. 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -1 9 6 4 2 2 D B -1 8 2 8 2 2 D B -1 6 E C 2 2 D B -1 5 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.