Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 40
Hægt er að leika sér með ótal útfærslur þegar kemur að grilluðum eftirréttum. Þar blandast gjarnan saman grillaðir ávextir, einhvers konar súkkulaði og góður ís. Hér er uppskrift að gómsætum eftirrétti sem inni- heldur m.a. kókosbollur, ávexti og Dumle-karamellur. Uppskrift fyrir 4 1 stór banani, skorinn í sneiðar 2 stórar perur, afhýddar og skornar í bita 100 g vínber 2-3 kíví, skorin í bita 1 poki Dumle-karamellur (120 g) 4 kókosbollur Ávöxtunum er blandað saman og þeir settir í álbakka. Karamell- urnar eru klipptar eða skornar niður í þrjá bita hver og þeim dreift yfir ávextina. Kókosbollurnar eru skornar í tvennt langsum og þeim raðað yfir ávextina þannig að hvíta kremið vísi upp. Grillað við lágan til meðalhita í um það bil 8-10 mínútur eða þar til kara- mellurnar eru bráðnaðar og hvíta kremið í kókosbollunum orðið stökkt. Borið fram strax með ís. Heimild: eldhussogur.com Grillgott með kókosbollum og karamellum Það er stórsniðugt að grilla kókos- kúlur en betra að nota kókosbollur. Vegan sósa frá Ylfu Helga-dóttur sem passar með flestöllum grillmat. 4 dl sojamjólk 5 dl olía 2 msk. edik 3 geirar hvítlaukur 2 msk. sinnep Safi úr 1 sítrónu 1 tsk. paprikuduft/Season All 1 tsk. laukduft 1 tsk. salt Góð sósa skiptir miklu máli Grillað grænmeti bragðast allt öðruvísi en soðið grænmeti enda inniheldur það náttúrulegan sykur sem karamellast við háan hita. Fyrir vikið öðlast grænmetið dýpra og kraftmeira bragð. Flest allt græn- meti bragðast vel grillað og er um að gera að prófa sig bara áfram. Hægt er að skella því beint á grillið, þræða upp á tein eða grilla í álbakka, allt eftir stærð bitanna og mýkt grænmetisins. Fennikan er tiltölulega ný á borðum landsmanna en bragðast mjög vel grilluð þar sem anís- bragðið nýtur sín vel. Skerið rótarendann af og fjarlægið ysta lagið ef þarf. Skerið þunnar sneiðar, penslið með olíu og kryddið með salti og pipar eða öðru kryddi. Eggaldin er annað grænmeti sem er tiltölulega nýtt fyrir marga landsmenn. Eggaldin hentar mjög vel á grillið en til að það verði stökkara og safaríkara er best að láta sneiðarnar liggja í saltvatni í um 30 mínútur. Leysið 2 msk. af salti upp í 1 dl af heitu vatni. Sneiðið eggaldinið langsum eða þversum í 1 cm sneiðar. Leggið sneiðarnar í skál og hellið salt- vatninu yfir ásamt köldu vatni. Látið liggja í 30 mín. Þerrið sneið- arnar, penslið þær með olíu og saltið eða notið annað krydd. Kúrbíturinn er dásamlegur grillaður og hentar með kjöti og fiski. Sneiðið langsum í 0,5-1 cm þykkar sneiðar. Penslið með olíu og skellið á grillið. Salt og pipar passar frábærlega með og ekki spara saltið. Einnig er gott að bera grillaðan kúrbít og eggaldin fram á fati, strá yfir fetaosti og ferskum krydd- jurtum eða chili. Grænmeti á grillið Ylfa Helgadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VORIÐ KALLAR Á NÝJA KILJU Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Meistari spennutryllanna, Kepler, snýr aftur með sjöundu bók sína um Joona Linna og félaga í Stokkhólmslögreglunni Ógnvænleg spennusaga eftir höfund Forbrydelsen – bók sem þú mátt ekki missa af Einstök saga um þrautseigju, lífsvilja og samkennd eftir einn þekktasta rithöfund Noregs Flugbeitt og meinfyndin glæpasaga eftir franskan verðlaunahöfund Launfyndin skáldsaga úr íslenskum samtíma eftir Hauk Má Helgason 8 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSUMARGRILL 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D B -3 B F 4 2 2 D B -3 A B 8 2 2 D B -3 9 7 C 2 2 D B -3 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.