Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 58
 VIÐ LEGGJUM ENGAR LÍNUR HELDUR ER ÞETTA VETTVANGUR FYRIR TÓNLISTARFÓLK TIL AÐ KOMA SAMAN OG VIÐ BJÓÐUM UPP Á ÞAÐ SEM OKKUR ER HUGLEIKIÐ HVERJU SINNI.Tónleikasyrpan 15:15 hefur nú göngu sína á ný eftir árshlé en til hennar var stofnuð árið 2002 á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins. Nafnið var kennt við þann tíma dags sem tónleikarnir voru haldnir. Eftir fimm ára samstarf við Borgar- leikhúsið f luttist 15:15 tónleika- syrpan í Norræna húsið en f lytur nú í Breiðholtskirkju. Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er í forsvari fyrir tónleika- syrpuna. „Við erum búin að vera í góðu samstarfi við Norræna húsið og ákváðum að breyta til. Húsnæðið setur okkur alltaf viss mörk og Nor- ræna húsið er notalegt en lítið og þar var ekki gott að vera með stóra hópa. Breiðholtskirkja býður upp á meiri breidd. Okkur langaði líka til að fara út fyrir miðbæinn,“ segir hún. Spurð um tilurð tónleikaraðar- innar segir Hildigunnur: „Þessi tónleikaröð er stofnuð í kringum Caput hópinn og er vettvangur fyrir tilraunastarfsemi og nýsköpun. Á fyrstu tónleikunum eru til dæmis frumf lutt tvö ný íslensk verk. Við leggjum engar línur heldur er þetta vettvangur fyrir tónlistarfólk til að koma saman og við bjóðum upp á það sem okkur er hugleikið hverju sinni. Við ráðum okkur nokkuð sjálf og að hluta til er þetta vettvangur fyrir okkar sérvisku. Tónlistar- mennirnir flytja og kynna þá tónlist sem þeim er hugleikin hverju sinni.” Hópar sem komið hafa fram undir merkjum tónleikasyrpunnar eru til dæmis tónlistarhóparnir Benda, Caput, Camerarctica, Dís- urnar, Duo Harpverk og Hnúka- þeyr. Einnig hefur komið fram fjöldi söngvara og hljóðfæraleikara og f lutt allt frá forntónlist til nútíma- tónlistar.“ Hildigunnur segir við- tökur hafa verið mjög góðar. Við vorum komin með fastan hóp í Norræna húsið sem vonandi fylgir okkur áfram,“ segir Hildigunnur. Þrennir tónleikar eru á dagskrá í vor, allir á laugardögum og vitan- lega klukkan 15.15. Hnúkaþeyr ríður á vaðið með tónleikum laugardaginn 27. apríl, 18. maí leikur Caput efnisskrá með verkum Áskels Mássonar og 25. maí leikur Camerarctica, þar sem Hildi- gunnur er meðlimur, verk fyrir klar- ínett og strengi. kolbrunb@frettabladid.is Vettvangur nýsköpunar Að hluta til er þetta vettvangur fyrir okkar sérvisku, segir Hildigunnur Hall- dórsdóttir um tónleikaröðina 15:15. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Rolf Bæng er undrabarn, bjarg vættur mann-kyns að eigin áliti, samkvæmt vef Borgar-leikhússins. Um það fjallar leikritið Bæng sem þar verður frumsýnt annað kvöld á Nýja sviðinu. Það er eftir hinn þýska Marius von Mayenburg, sem er eitt þekktasta núlifandi leik- skáld Þýskalands, að sögn Hafliða Arngrímssonar sem þýddi verkið á íslensku. Hann  segir form  þess dálítið óvenjulegt, það geri útkom- una bara skemmtilega. „Þetta er beittur gamanleikur, dálítið pólit- ískur. Ekki beinlínis barnaleikrit en er fyrir allt hugsandi fólk sem langar að bæta heiminn.“ Samviskuspurningu um hvort aðalpersónan Bæng bæti heiminn svarar Haf liði: „Hann heldur því stíft fram sjálfur að hann sé sendur til að breyta öllu til batnaðar, fólk sé orðið þreytt á endalausum friði og kyrrð og hann komi með gust- inn inn í samfélagið. Þetta leikrit er um þroskasögu og uppgang Bængs sem  birtist  eins og byssuhvellur. Við fylgjum honum frá fæðingu og hann er barn í byrjun en fæðist full- tenntur, í fullri stærð og getur geng- ið mjög fljótlega.“ Innræti Bængs er ekki jafn full- komið og ætla mætti.  „Hann er grófur í sér og hann er egóisti, eins og við erum mörg. Hann var t víbur i en tók st einhvern veginn að kyrkja tvíburasystur sína í móðurkviði og kom í heiminn til að gera skurk í honum. Allir vilja fá ferskleika í lífið en hann móðgast gjarnan ef eitthvað er sagt við hann í ætt við gagn- rýni. Hann  telur sig mega snerta á konum á hátt sem er ekki alltaf tilhlýðilegur, af því hann sé bara saklaust, forvitið, lítið barn,“ lýsir Hafliði. Bæng er ekki einn á sviðinu. Foreldrar hans er u þar líka og líkt o g öllum foreldrum þykir þeim son- urinn gallalaust fyrirmyndarbarn sem sé miklum hæfileikum gætt, að sögn Hafliða. „Bæng er látinn læra á fiðlu og foreldrunum finnst hann vera eins og undrabarnið Mozart. Fiðlukennarinn hans kemur líka við sögu. Þá sjáum við hlið á drengnum sem líkist ekki meistaranum Moz- art.“ Bæng er tveggja ára gamalt verk, það var frumsýnt í Schaubühne- leikhúsinu í Berlín þar sem höf- undurinn, Marius von Mayenburg, leikstýrði því. En hvar komst Haf- liði í tæri við það? „Bæng hefur verið leikið á Norðurlöndunum og Gréta Kristín Ómarsdóttir sem leikstýrir því hér sá það í Kaup- mannahöfn og hreifst af því. Þetta er hennar óskaleikrit og af því ég kann þýsku var mér falið að þýða það og ég gerði það með mikilli ánægju.“ Þetta er beittur gamanleikur Brynhildur Guðjónsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Thors í hlutverkum sínum. MYND/GRÍMUR BJARNASON Hafliða var falið að þýða Bæng og kveðst hafa gert það með mikilli ánægju.  Leikarar í Bæng  Björn Thors, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Halldór Gylfason, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Davíð Þór Katrínarson. Bæng nefnist nýtt leikrit, fullt af svörtum húmor, sem frumsýnt verður í Borgar- leikhúsinu annað kvöld, 26. apríl. Titillinn vísar til aðalpersónunnar, hins óviðjafnan- lega Bængs. Hafliði Arngrímsson þýddi verkið. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D B -3 2 1 4 2 2 D B -3 0 D 8 2 2 D B -2 F 9 C 2 2 D B -2 E 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.