Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 36
vægt að fólk viti hvað vegan matur
getur verið yndislega bragðgóður.
Ég opnaði Instagram-síðu og síðar
bloggið justsomeveganstuff.com
því mig vantaði miðil til að tjá
ástríðu mína fyrir veganisma og
matargerð. Flestar uppskriftirnar
eru mjög byrjendavænar og auð-
velt að breyta og bæta eftir smekk.
Uppáhaldshráefni mín eru sætar
kartöflur og sveppir, sama hvernig
þau eru elduð. Í sumar ætla ég t.d.
að prófa ýmsar tegundir af fylltum
grilluðum sveppum.“
Svartbauna- og
kínóaborgari með
guacamole
4-6 borgarar
1 dós svartar baunir
½ rauðlaukur
2 hvítlauksgeirar
1 msk. bbq-sósa
½ bolli af elduðu kínóa
½ dl hveiti
1 tsk. hvítlauksduft, reykt
paprika, cumin, salt og pipar
Guacamole
2 meðalstórar lárperur
¼ rauðlaukur
6 kirsuberjatómatar
Handfylli ferskur kóríander
Smá sítrónusafi
Salt og pipar eftir smekk
Meðlæti
Hamborgarabrauð
Annað grænmeti og sósur sem
gott er að setja á hamborgara.
Eldið kínóað samkvæmt leið-
beiningum. Skolið baunirnar í sigti
og þurrkið eins vel og mögulegt er.
Setið baunirnar, laukinn og hvít-
laukinn í blandara og hrærið létt
saman. Bætið kínóanu hægt við
ásamt bbq-sósunni. Færið deigið í
passlega skál og bætið við hveitinu
og kryddunum og hrærið. Ef deigið
er of blautt þá má bæta við hveiti
í smáum skrefum þar til áferðin
er passleg. Mótið 4-6 borgara með
höndunum, leggið á disk og geymið
í ísskáp á meðan guacamole er
útbúið.
Maukið lárperur með gaffli í skál.
Skerið laukinn mjög smátt og setjið
í skálina. Kirsuberjatómatarnir eru
skornir í fernt og bætt út í. Saxið
niður kóríander og bætið út í
skálina. Skvettið smá sítrónusafa
út í og saltið og piprið eftir smekk.
Grillið borgarana á hvorri hlið
í 3-4 mínútur ásamt því að rista
brauðin. Ef þið viljið vegan ost á
borgarann er hann settur á seinni
hliðina.
Raðið þessu saman ásamt þeim
áleggjum og sósum sem þið kjósið.
Ég elska papriku, gúrku, sriracha-
sósu og nóg af bbq-sósu.
Grilluð sæt kartafla í
Miðjarðarhafsbúningi
fyrir tvo
Þessi réttur er geggjaður sem
aðalréttur en virkar líka vel sem
meðlæti. Ef hann á að vera meðlæti
mundi ég nota litlar kartöflur því
rétturinn er mjög saðsamur.
2 meðalstórar sætar kartöflur
Dós af kjúklingabaunum
½ tsk. cumin, reykt paprika,
kóríander og kanill
½ msk. ólífuolía
Smá salt
Hummus-dillsósa
2 msk. rúmar af hummus (t.d. frá
Gestus úr Krónunni)
1 tsk. hvítlauksduft
1-1½ tsk. dill
Salt og pipar eftir smekk
1 msk. af jurtamjólk til þynningar
Valfrjálst annað meðlæti
Guacamole
Steiktir sveppir
Spínat
Vegan fetaostur
Vefjið kartöflunum í álpappír
og grillið þar til þær eru tilbúnar
(40-90 mín.). Stingið grillprjóni
í þær til að athuga hvort þær séu
tilbúnar.
Skolið og þerrið kjúklingabaun-
irnar og setjið í skál. Blandið olí-
unni og kryddunum saman við og
hrærið vel. Skellið þeim á bökun-
arplötu og bakið á 200 gráðum í 20
mín. Setjið innihaldsefni sósunnar
í skál og hrærið vel saman. Ef þið
viljið hafa annað meðlæti er það
undirbúið á þessu stigi.
Setjið meðlæti í skálar. Látið eina
kartöflu á hvern disk, opnið þær
þversum, þjappið aðeins með gaffli
og raðið öllu á sem lystilegast.
Sjá nánar justsomeveganstuff.
com og instagram.com/justsome-
veganstuff.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Eftir að Sunna Rut Garðars-dóttir gerðist vegan opnaðist nýr heimur matargerðar fyrir
henni að eigin sögn. Í dag segist
hún vera stelpan á kaffistofunni
sem býður öllum að smakka mat-
inn sinn. „Mér finnst mjög mikil-
Grillað grænmeti er málið
Sunna Rut
Garðarsdóttir
heldur úti vegan
blogginu just-
somevegan-
stuff.com.
Grilluð sæt kartafla í Miðjarðar-
hafsbúningi virkar vel sem aðal-
réttur eða meðlæti.
Svartbauna- og kínóaborgari með guacamole er afar ljúffengur.
Það er hægt
að bjóða upp á
ýmislegt annað
en stórsteikur
og góðar sósur
þegar kveikt er
á grillinu. Hér
býður Sunna Rut
Garðarsdóttir
lesendum upp á
tvær vegan upp-
skriftir fyrir grillið.
SMÁTÓMATAR
Þræðið upp á spjót.
Penslið með mangó
chutney og grillið
þar til brúnast.
Grillaðu grænmeti eins og meistari
með hjálp myndbandanna okkar á
islenskt.is
4 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSUMARGRILL
2
5
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
B
-2
3
4
4
2
2
D
B
-2
2
0
8
2
2
D
B
-2
0
C
C
2
2
D
B
-1
F
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
7
2
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K