Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2019, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 25.04.2019, Qupperneq 36
vægt að fólk viti hvað vegan matur getur verið yndislega bragðgóður. Ég opnaði Instagram-síðu og síðar bloggið justsomeveganstuff.com því mig vantaði miðil til að tjá ástríðu mína fyrir veganisma og matargerð. Flestar uppskriftirnar eru mjög byrjendavænar og auð- velt að breyta og bæta eftir smekk. Uppáhaldshráefni mín eru sætar kartöflur og sveppir, sama hvernig þau eru elduð. Í sumar ætla ég t.d. að prófa ýmsar tegundir af fylltum grilluðum sveppum.“ Svartbauna- og kínóaborgari með guacamole 4-6 borgarar 1 dós svartar baunir ½ rauðlaukur 2 hvítlauksgeirar 1 msk. bbq-sósa ½ bolli af elduðu kínóa ½ dl hveiti 1 tsk. hvítlauksduft, reykt paprika, cumin, salt og pipar Guacamole 2 meðalstórar lárperur ¼ rauðlaukur 6 kirsuberjatómatar Handfylli ferskur kóríander Smá sítrónusafi Salt og pipar eftir smekk Meðlæti Hamborgarabrauð Annað grænmeti og sósur sem gott er að setja á hamborgara. Eldið kínóað samkvæmt leið- beiningum. Skolið baunirnar í sigti og þurrkið eins vel og mögulegt er. Setið baunirnar, laukinn og hvít- laukinn í blandara og hrærið létt saman. Bætið kínóanu hægt við ásamt bbq-sósunni. Færið deigið í passlega skál og bætið við hveitinu og kryddunum og hrærið. Ef deigið er of blautt þá má bæta við hveiti í smáum skrefum þar til áferðin er passleg. Mótið 4-6 borgara með höndunum, leggið á disk og geymið í ísskáp á meðan guacamole er útbúið. Maukið lárperur með gaffli í skál. Skerið laukinn mjög smátt og setjið í skálina. Kirsuberjatómatarnir eru skornir í fernt og bætt út í. Saxið niður kóríander og bætið út í skálina. Skvettið smá sítrónusafa út í og saltið og piprið eftir smekk. Grillið borgarana á hvorri hlið í 3-4 mínútur ásamt því að rista brauðin. Ef þið viljið vegan ost á borgarann er hann settur á seinni hliðina. Raðið þessu saman ásamt þeim áleggjum og sósum sem þið kjósið. Ég elska papriku, gúrku, sriracha- sósu og nóg af bbq-sósu. Grilluð sæt kartafla í Miðjarðarhafsbúningi fyrir tvo Þessi réttur er geggjaður sem aðalréttur en virkar líka vel sem meðlæti. Ef hann á að vera meðlæti mundi ég nota litlar kartöflur því rétturinn er mjög saðsamur. 2 meðalstórar sætar kartöflur Dós af kjúklingabaunum ½ tsk. cumin, reykt paprika, kóríander og kanill ½ msk. ólífuolía Smá salt Hummus-dillsósa 2 msk. rúmar af hummus (t.d. frá Gestus úr Krónunni) 1 tsk. hvítlauksduft 1-1½ tsk. dill Salt og pipar eftir smekk 1 msk. af jurtamjólk til þynningar Valfrjálst annað meðlæti Guacamole Steiktir sveppir Spínat Vegan fetaostur Vefjið kartöflunum í álpappír og grillið þar til þær eru tilbúnar (40-90 mín.). Stingið grillprjóni í þær til að athuga hvort þær séu tilbúnar. Skolið og þerrið kjúklingabaun- irnar og setjið í skál. Blandið olí- unni og kryddunum saman við og hrærið vel. Skellið þeim á bökun- arplötu og bakið á 200 gráðum í 20 mín. Setjið innihaldsefni sósunnar í skál og hrærið vel saman. Ef þið viljið hafa annað meðlæti er það undirbúið á þessu stigi. Setjið meðlæti í skálar. Látið eina kartöflu á hvern disk, opnið þær þversum, þjappið aðeins með gaffli og raðið öllu á sem lystilegast. Sjá nánar justsomeveganstuff. com og instagram.com/justsome- veganstuff. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Eftir að Sunna Rut Garðars-dóttir gerðist vegan opnaðist nýr heimur matargerðar fyrir henni að eigin sögn. Í dag segist hún vera stelpan á kaffistofunni sem býður öllum að smakka mat- inn sinn. „Mér finnst mjög mikil- Grillað grænmeti er málið Sunna Rut Garðarsdóttir heldur úti vegan blogginu just- somevegan- stuff.com. Grilluð sæt kartafla í Miðjarðar- hafsbúningi virkar vel sem aðal- réttur eða meðlæti. Svartbauna- og kínóaborgari með guacamole er afar ljúffengur. Það er hægt að bjóða upp á ýmislegt annað en stórsteikur og góðar sósur þegar kveikt er á grillinu. Hér býður Sunna Rut Garðarsdóttir lesendum upp á tvær vegan upp- skriftir fyrir grillið. SMÁTÓMATAR Þræðið upp á spjót. Penslið með mangó chutney og grillið þar til brúnast. Grillaðu grænmeti eins og meistari með hjálp myndbandanna okkar á islenskt.is 4 KYNNINGARBLAÐ 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSUMARGRILL 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -2 3 4 4 2 2 D B -2 2 0 8 2 2 D B -2 0 C C 2 2 D B -1 F 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.