Fréttablaðið - 25.04.2019, Blaðsíða 16
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Viðhorfið
kann að
breytast fari
almenningur
að sniðganga
vörur þeirra.
Við í um-
hverfis- og
auðlinda-
ráðuneytinu
óskum
landsmönn-
um öllum
innilega til
hamingju
með daginn.
Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækk-anir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum
virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær.
Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi
verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar
sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu
launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör.
Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrir-
tækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum
virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og
þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem
láti bjóða sér allt. Sannarlega er ekki hægt að ætlast
til að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hinn
knái framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson,
sem hefur talað máli neytenda svo hraustlega að
þeim forstjórum sem hafa græðgishugsun að leiðar-
ljósi þykir nóg um, meðan almenningur í landinu
tekur erindi hans fagnandi. IKEA nýtur velvilja meðal
almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka.
Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð
til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það
gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn
sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem
er.
Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal
þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson
lagt sitt af mörkum. Ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér
þjónustu þeirra verða þau að ávinna sér traust. Sum
fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið
kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur
þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað
að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu
til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin
í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum
sem láta sér á sama standa um hag neytenda.
Fyrirtæki eiga að sýna þjónustulund. Viðhorfið
til neytenda á að einkennast af velvilja í þeirra garð.
Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú
komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld
verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði
en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að
okra sem mest. Ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á
sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um
viðskiptavininn. Þar er auðurinn. Hótanir um verð-
hækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa
nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamn-
ingar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgu-
draugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur
aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga
ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrir-
tækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta
því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki
til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi
ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki
rekstur þeirra.
Ósvífni
– við Laugalæk
Ekkert hveiti
Ekkert soyja
Enginn sykur
Ekkert MSG
Íslenskt kjöt
Íslensk
framleiðsla
Í dag
er gott
að grilla
– og á morgun og hinn og hinn...
Gleðilegt sumar! Dag umhverfisins ber að þessu sinni upp á sumardaginn fyrsta. Þannig rennur saman fögnuður yfir björtum sumarkvöldum og
umhverfismálum sem varða framtíð okkar allra. Þennan
dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson en hann var fyrstur
Íslendinga til að nema náttúruvísindi og orðaði meðal
annars þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.
Loftslagsmál og náttúruvernd
Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið
hörðum höndum að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga.
Meðal annars hefur verið unnið að mikilvægum breyt-
ingum á loftslagslögum og nýlega var Loftslagsstefna
Stjórnarráðsins kynnt en hún mun hafa margfeldisáhrif
út í samfélagið. Fleiri verkefni verða kynnt í vor.
Sérstakt átak um friðlýsingar er í fullum gangi en eitt
af mínum fyrstu verkum sem ráðherra var að koma á
fót teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og
Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að því að friðlýsa
svæði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar, svæði á
eldri náttúruverndaráætlunum og svæði sem eru undir
álagi ferðamanna. Á sama tíma vinnur þverpólitísk
nefnd með fulltrúum allra flokka að undirbúningi að
stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, í samræmi við
stjórnarsáttmálann.
Einnig er unnið jafnt og þétt að mikilli uppbyggingu
innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögu-
legum minjum vítt og breitt um landið. Nýlega var kynnt
um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða
til verkefna á yfir 100 stöðum um allt land og þau tíma-
mót hafa orðið að stóraukin áhersla er lögð á landvörslu.
Margt annað gleðilegt má nefna á Degi umhverfisins:
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Ísland fullgildi Lands-
lagssamning Evrópu; barátta gegn plastmengun, neyslu
og sóun hefur verið tekin föstum tökum; og ný heildar-
lög um skipulag haf- og strandsvæða, landgræðslu og
skógrækt munu marka vatnaskil.
Það er einstakt að finna þann mikla áhuga sem er á
umhverfismálum í samfélaginu. Við í umhverfis- og auð-
lindaráðuneytinu óskum landsmönnum öllum innilega
til hamingju með daginn.
Dagur umhverfisins
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
umhverfis- og
auðlindaráð-
herra
Væntingar í Skagafirði
Kjarasamningar hafa verið sam-
þykktir með miklum meirihluta
atkvæða. Hjá SA var nánast um
sovéska kosningu að ræða og
um 85 prósent allra launamanna
sem tóku þátt sögðu já. Stéttar-
félagið Aldan í Skagafirði sker sig
þó úr en þar var samningur sam-
þykktur með eins atkvæðis mun.
Kannski er þetta vísbending um
að væntingar fólks innan Skag-
firska efnahagssvæðisins séu
meiri en annars staðar á landinu.
Eða hvort launafólk í þessu
höfuðvígi Framsóknarflokksins
hefði viljað sjá uppsagnarákvæði
ef svo illa færi að Alþingi sam-
þykkti þriðja orkupakkann eða
innflutning á fersku kjöti.
Öll atkvæði telja
Þátttaka í atkvæðagreiðslum
verkalýðsfélaganna um samning-
ana var frekar dræm. Slíkt er svo
sem engin nýlunda en miðað við
hvernig sumir verkalýðsforingjar
hafa talað, ættu miklu fleiri að
hafa skoðun á samningunum. Því
er gjarnan haldið fram af þeim
sem heima sitja að þeirra atkvæði
skipti hvort sem er ekki máli
þegar upp er staðið. Þetta átti
þó alls ekki við hjá Öldunni þar
sem 29 sögðu já en 28 nei. Einn
félagsmaður skilaði auðu. Hafi
hann fengið bakþanka varðandi
ráðstöfun atkvæðis síns er hægt
að róa hann. Samningarnir hefðu
verið samþykktir ef atkvæði
hefðu fallið jafnt.
sighvatur@frettabladid.is
2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
5
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
B
-2
D
2
4
2
2
D
B
-2
B
E
8
2
2
D
B
-2
A
A
C
2
2
D
B
-2
9
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
7
2
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K