Fréttablaðið - 25.04.2019, Page 4

Fréttablaðið - 25.04.2019, Page 4
 Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum í sínum verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukku- stundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað. Sandra B. Franks, formaður Sjúkra- liðafélags Íslands Veður Upplestur á bókmenntahátíð Léttir til víða um land í dag, en þykknar upp S- og A-til og fer að rigna þar um kvöldið. Hægt hlýnandi veður og hiti 10 til 17 stig eftir hádegi, hlýjast á V- landi. SJÁ SÍÐU 28 HEILBRIGÐISMÁL Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í fag­ inu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkra­ liðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starf­ andi á Íslandi í dag og er meðal­ aldurinn 47 ára. Samkvæmt mann­ af laspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkralið­ um árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófag­ lærðir. Sandra segir þörfina á sjúkra­ liðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu sam­ hengi. „Fólk sem er að vinna krefj­ andi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfs­ hlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heil­ brigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingar­ miðstöðvar vegna alvarlegrar kuln­ unar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðis­ þjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“ arib@frettabladid.is Gefast upp vegna álags Hefur þú prófað nýju kjúklgasteikurnar? NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOLT A Nýliðun meðal sjúkra- liða hefur ekki gengið í takt við spár. Formaður Sjúkraliðafélagsins segir stéttina vera að gefast upp vegna vinnuálags á sama tíma og eftirspurn fer vaxandi. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag, samkvæmt spá Landlækn- is frá árinu 2009 var gert ráð fyrir að þeir yrðu 2.800. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL Reimar Sigurjóns­ son, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa­ og umskip­ unarhafnar í Finnafirði. Umrædd framkvæmd mun hafa mikil áhrif á jörð hans þar sem hann yrði næsti ábúandi við tilvonandi höfn. Hann segir hugmyndirnar ekki alveg ríma við þá uppbyggingu sem hann sé með á jörð sinni. „Ég er neikvæður í garð þessara mögulegu framkvæmda því ég tel þetta ekki til hagsbóta. Þetta er heldur ekki í nokkrum tengslum við það sem ég er að byggja upp sem er ferðaþjónusta á jörðinni minni. Þar er ég að selja ósnortna náttúru, kyrrðina, hvað við erum afskekkt og á landsvæði sem hefur ekki verið breytt af mannavöldum. Því myndu þessi áform hafa afar mikil áhrif á það.“ Jörð Reimars er rétt utan mögu­ legs byggingasvæðis hafnarinnar og hann telur ólíklegt að hér sé um að ræða umhverfisvæna höfn eins og menn hafa reynt að selja upp á síð­ kastið. „Auðvitað mun þetta hafa mikil umhverfisáhrif og ég tala nú ekki um ef slys ber að höndum. Einnig fannst okkur leiðinlegt að það hafi í rauninni ekki verið rætt við okkur ábúendur fyrr en verk­ efnið var eiginlega klappað og klárt í sveitarstjórninni,“ segir Reimar. Þýska fyrirtækið BremenPort mun byggja höfnina að sögn Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langa­ nesbyggðar. Engir fjármunir munu því koma frá ríki eða sveitarfélaginu til uppbyggingar hafnarinnar. – sa Saknar samráðs um Finnafjörð Finnafjörður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SLYS Karlmaður lést í bílslysi í Langa­ dal á þriðjudagskvöld. Bíll hans hafnaði utan vegar og fór margar veltur, að því er fram kemur í til­ kynningu frá lögreglunni á Norður­ landi vestra. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn var úrskurð­ aður látinn á vettvangi. Fréttablaðið. is greindi frá því á þriðjudagskvöld að þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang en hún lenti á slys­ stað klukkan ellefu. Fram kemur í tilkynningu lög­ reglunnar að hinn látni hafi verið með erlent ríkisfang en að ekki sé unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Vegna vettvangsrannsóknar var þjóðvegur 1 lokaður um tíma og vegfarendum beint um  Svínvetn­ ingabraut og Skagastrandarveg og Þverárfjallsveg til Sauðárkróks. Slysið á þriðjudag varð neðst í Ból­ staðarhlíðarbrekku. Þetta er fyrsta banaslys ársins í umferðinni. – smj Banaslys í Langadal Bókmenntahátíð í Reykjavík var formlega sett í gær og mun standa fram á sunnudag. Sigríður Hagalín Björnsdóttir var meðal þeirra höfunda sem lásu upp í Iðnó í gærkvöldi. Ókeypis er inn á viðburðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fleiri myndir frá hátíðinni er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -1 E 5 4 2 2 D B -1 D 1 8 2 2 D B -1 B D C 2 2 D B -1 A A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.