Morgunblaðið - 10.01.2019, Page 1

Morgunblaðið - 10.01.2019, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 0. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  8. tölublað  107. árgangur  WIZAR HÆGINDASTÓLL Fullt verð frá: 199.900 (Tau) ÚTSÖLUVERÐ FRÁ 159.920 STILLANLEG HEILSURÚM VERÐ FRÁ 264.065 Á ÚTSÖLUNNI Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri 20-70% AFSLÁTTUR GRIMMIR YFIRMENN Á UNDANHALDI STÆRSTA ÁSKORUNIN ATVINNU- BLAÐ MORG- UNBLAÐSINS EINLEIKURINN ÉG DEY 71 SÉRBLAÐ 8 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGINN  Snjóleysið í vetur, einkum sunnan- og vest- anlands, hefur haft áhrif á þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í vetrarferða- mennsku. Ferð- um hefur verið breytt eða jafn- vel aflýst. Þannig hefur Ferðafélag Íslands aflýst boðaðri miðnæturferð upp á Snæfellsjökul um næstu helgi, en um 30 manns höfðu bókað sig í ferðina. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir snjó- leysið og vætuna hafa áhrif á allan ferðamáta en félagið hefur orðið að breyta eða fresta fleiri ferðum í vetur, einkum í Landmannalaugar þar sem krapi og vatnselgur er víða á leiðinni þangað. „Það er mikilvægt að huga að að- stæðum hverju sinni og ekki ana út í einhverja vitleysu. Menn þurfa einnig að hugsa um ökutækin sín við þessar aðstæður. Við verðum að vera bjartsýn á að það komi snjór núna í janúar og betra veðurfar,“ segir Páll. »6 Aflýsa ferðum vegna snjóleysis Jeppar Ökumenn sakna snævar.  Farsíma- fylgihlutafélagið Strax, sem skráð er á markað í Svíþjóð, selur vörur sínar á um 40 þúsund út- sölustöðum. Í því liggur styrkur félagsins, segir Guðmundur Pálmason for- stjóri í samtali við ViðskiptaMogg- ann. 65% af af tekjunum koma frá Evrópu, 30% frá Norður-Ameríku og 5% frá öðrum löndum. 40 þúsund útsölu- staðir hjá Strax Guðmundur Pálmason  Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ráðið til sín Sigurð Böðv- arsson krabbameinslækni og geta krabbameinssjúklingar á Suður- landi nú sótt lyfjameðferðir með að- stoð krabbameinslæknis. Margir krabbameinssjúklingar þurfa að sækja lyfjameðferðir vikulega. Það er því mikil búbót fyrir heimamenn að þurfa ekki að keyra yfir heiðina til að fá heilbrigðisþjónustu. »22 Krabbameinsmeð- ferðir á Suðurlandi Búið er að rífa hluta Landssímahússins sem sneri að Kirkjustræti og opna inn í port sem var í byggingunni. Sem kunnugt er vinnur Lindarvatn að því að reisa hótel á Landssímareitnum. Minjastofnun hefur nú skyndifriðað þann hluta hins forna Víkurkirkjugarðs sem er innan byggingar- svæðisins. Jóhannes Stefánsson framkvæmda- stjóri Lindarvatns sagði við mbl.is í gærkvöldi að skilyrði fyrir skyndifriðuninni væru ekki fyrir hendi og engar minjar á því svæði sem hún tekur til. »8 Morgunblaðið/Eggert Rýmt fyrir nýju hóteli á umdeildum stað Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar (SAF), segir verkföll geta reynst ferðaþjónustunni erfið. „Við getum alveg talað íslensku. Svigrúmið til launahækkana í ferða- þjónustu er líklega minna en í mörg- um öðrum atvinnugreinum. Verði hér langvarandi árásir á ferðaþjón- ustu í heild sinni, eða á hluta hennar, gætum við horft upp á að einhver fyrirtæki leggi hreinlega upp laup- ana. Staðan er bara þannig,“ segir Jóhannes Þór og bendir á tölur Hag- stofunnar um afkomu hvalaskoðun- arfyrirtækja. Þær tölur bendi til að afkoma fyrirtækjanna hafi verið nei- kvæð um 3 milljónir króna í fyrra fyrir fjármagnsliði. Matvörubúðum lokað strax Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri hjá Festi, sem rekur N1 og Krónuna, segir fyrirtækið hafa al- menna viðbragðsáætlun ef það komi til verkfalla. Hún tryggi að til sé meira eldsneyti á dælustöðvum en almennt. Hins vegar lokist matvöru- búðir þegar verkföll skella á. Þær verði enda ekki mannaðar með öðru starfsfólki. Hann segir umræðuna um verkföll og launakröfur hafa haft neikvæð áhrif á verslun að undan- förnu. Ef farið verði að launakröfum verkalýðshreyfingarinnar muni það auka launakostnað hjá Festi um 2 milljarða. Slíkt kalli á verðhækkanir, uppsagnir eða hvort tveggja Sturla Gunnar Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, segir kaupmenn ræða um að hækka verð ef laun hækka mikið. Veitingamenn hafi áhyggjur af stöðunni. Gæti sett fyrirtækin í þrot  Samtök ferðaþjónustunnar vara við „árásum“ á greinina  Kaupmenn uggandi Flugumferðarstjórar með lausan samning » Isavia hefur gert viðbragðs- áætlun ef verkföll raska starf- semi á Keflavíkurflugvelli í kjaradeilunni framundan. » Samningar hjá einum hópi, þ.e. flugumferðarstjórum, runnu út nú um áramótin. » Samningar annarra hópa renna út í mars eða apríl. MÓttast áhrif mögulegra »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.