Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 0. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  8. tölublað  107. árgangur  WIZAR HÆGINDASTÓLL Fullt verð frá: 199.900 (Tau) ÚTSÖLUVERÐ FRÁ 159.920 STILLANLEG HEILSURÚM VERÐ FRÁ 264.065 Á ÚTSÖLUNNI Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri 20-70% AFSLÁTTUR GRIMMIR YFIRMENN Á UNDANHALDI STÆRSTA ÁSKORUNIN ATVINNU- BLAÐ MORG- UNBLAÐSINS EINLEIKURINN ÉG DEY 71 SÉRBLAÐ 8 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGINN  Snjóleysið í vetur, einkum sunnan- og vest- anlands, hefur haft áhrif á þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í vetrarferða- mennsku. Ferð- um hefur verið breytt eða jafn- vel aflýst. Þannig hefur Ferðafélag Íslands aflýst boðaðri miðnæturferð upp á Snæfellsjökul um næstu helgi, en um 30 manns höfðu bókað sig í ferðina. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir snjó- leysið og vætuna hafa áhrif á allan ferðamáta en félagið hefur orðið að breyta eða fresta fleiri ferðum í vetur, einkum í Landmannalaugar þar sem krapi og vatnselgur er víða á leiðinni þangað. „Það er mikilvægt að huga að að- stæðum hverju sinni og ekki ana út í einhverja vitleysu. Menn þurfa einnig að hugsa um ökutækin sín við þessar aðstæður. Við verðum að vera bjartsýn á að það komi snjór núna í janúar og betra veðurfar,“ segir Páll. »6 Aflýsa ferðum vegna snjóleysis Jeppar Ökumenn sakna snævar.  Farsíma- fylgihlutafélagið Strax, sem skráð er á markað í Svíþjóð, selur vörur sínar á um 40 þúsund út- sölustöðum. Í því liggur styrkur félagsins, segir Guðmundur Pálmason for- stjóri í samtali við ViðskiptaMogg- ann. 65% af af tekjunum koma frá Evrópu, 30% frá Norður-Ameríku og 5% frá öðrum löndum. 40 þúsund útsölu- staðir hjá Strax Guðmundur Pálmason  Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ráðið til sín Sigurð Böðv- arsson krabbameinslækni og geta krabbameinssjúklingar á Suður- landi nú sótt lyfjameðferðir með að- stoð krabbameinslæknis. Margir krabbameinssjúklingar þurfa að sækja lyfjameðferðir vikulega. Það er því mikil búbót fyrir heimamenn að þurfa ekki að keyra yfir heiðina til að fá heilbrigðisþjónustu. »22 Krabbameinsmeð- ferðir á Suðurlandi Búið er að rífa hluta Landssímahússins sem sneri að Kirkjustræti og opna inn í port sem var í byggingunni. Sem kunnugt er vinnur Lindarvatn að því að reisa hótel á Landssímareitnum. Minjastofnun hefur nú skyndifriðað þann hluta hins forna Víkurkirkjugarðs sem er innan byggingar- svæðisins. Jóhannes Stefánsson framkvæmda- stjóri Lindarvatns sagði við mbl.is í gærkvöldi að skilyrði fyrir skyndifriðuninni væru ekki fyrir hendi og engar minjar á því svæði sem hún tekur til. »8 Morgunblaðið/Eggert Rýmt fyrir nýju hóteli á umdeildum stað Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar (SAF), segir verkföll geta reynst ferðaþjónustunni erfið. „Við getum alveg talað íslensku. Svigrúmið til launahækkana í ferða- þjónustu er líklega minna en í mörg- um öðrum atvinnugreinum. Verði hér langvarandi árásir á ferðaþjón- ustu í heild sinni, eða á hluta hennar, gætum við horft upp á að einhver fyrirtæki leggi hreinlega upp laup- ana. Staðan er bara þannig,“ segir Jóhannes Þór og bendir á tölur Hag- stofunnar um afkomu hvalaskoðun- arfyrirtækja. Þær tölur bendi til að afkoma fyrirtækjanna hafi verið nei- kvæð um 3 milljónir króna í fyrra fyrir fjármagnsliði. Matvörubúðum lokað strax Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri hjá Festi, sem rekur N1 og Krónuna, segir fyrirtækið hafa al- menna viðbragðsáætlun ef það komi til verkfalla. Hún tryggi að til sé meira eldsneyti á dælustöðvum en almennt. Hins vegar lokist matvöru- búðir þegar verkföll skella á. Þær verði enda ekki mannaðar með öðru starfsfólki. Hann segir umræðuna um verkföll og launakröfur hafa haft neikvæð áhrif á verslun að undan- förnu. Ef farið verði að launakröfum verkalýðshreyfingarinnar muni það auka launakostnað hjá Festi um 2 milljarða. Slíkt kalli á verðhækkanir, uppsagnir eða hvort tveggja Sturla Gunnar Eðvarðsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, segir kaupmenn ræða um að hækka verð ef laun hækka mikið. Veitingamenn hafi áhyggjur af stöðunni. Gæti sett fyrirtækin í þrot  Samtök ferðaþjónustunnar vara við „árásum“ á greinina  Kaupmenn uggandi Flugumferðarstjórar með lausan samning » Isavia hefur gert viðbragðs- áætlun ef verkföll raska starf- semi á Keflavíkurflugvelli í kjaradeilunni framundan. » Samningar hjá einum hópi, þ.e. flugumferðarstjórum, runnu út nú um áramótin. » Samningar annarra hópa renna út í mars eða apríl. MÓttast áhrif mögulegra »4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.