Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 6

Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 sp ör eh f. Fararstjóri: Guðrún Bergmann Í þessari ævintýraferð upplifum við undur Indlands, skoðum tignarlegar hallir og förum á fílsbak í þessu fjölmennasta lýðræðisríki heims. Í Delí skoðum við m.a. forsetahöllina og upplifum ævintýralegan markað í Gömlu Delí. Við skoðum Taj Mahal, eitt þekktasta grafhýsi í heimi og Varanasi eða Borgina eilífu sem er helgasti staður hindúa og ein elsta borg heims. 21. mars - 1. apríl Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Allir velkomnir á kynningarfund 10. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Dulúð Indlands Björn Björnsson Sauðárkróki Kristmundur Bjarnason, rithöfundur og fræðimaður frá Sjávarborg í Skagafirði, er 100 ára í dag. Kristmundur er fæddur á Reykjum í Tungusveit 10. janúar 1919. For- eldrar hans voru Kristín Sveinsdóttir og Bjarni Krist- mundsson en fósturforeldrar voru sr. Tryggvi H. Kvaran á Mælifelli og Anna Gr. Kvaran, sem ólu Kristmund upp með dætrum sínum tveimur, Hjördísi og Jónínu. Í tilefni þessara merku tímamóta í lífi Kristmundar gefur Sögufélag Skagfirðinga út bókina Í barnsminni - minningaslitur frá bernskuárum. Sölvi Sveinsson annaðist útgáfuna en bókin, sem Kristmundur ritaði á árunum 2005-2006, fjallar um bernskuár hans á Mælifelli. Útgáfuhátíð verður haldin í Safnahúsinu á Sauðár- króki næstkomandi laugardag kl.16. Þar mun Hjalti Páls- son, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, segja lítillega frá æviferli Kristmundar og kynnum sínum af honum, Unnar Ingvarsson segir frá kynnum og samstarfi við Kristmund og Kristján B. Jónasson talar um bókmennta- og fræði- störf Kristmundar. Sölvi Sveinsson mun kynna bókina og lesa upp úr henni en Sólborg Una Pálsdóttir héraðs- skjalavörður stýrir dagskránni. Kristmundur naut hefðbundinnar skólagöngu í heimahéraði en lauk stúdentsprófi frá MA árið 1940. Frá árinu 1949 var Kristmundur bóndi á Sjávarborg, glæsilegu býli í hjarta héraðsins og stundaði fræðimennsku og rit- störf meðfram bústörfum. Hann varð fyrsti héraðs- skjalavörður Skagfirðinga og sinnti því starfi allt til ársins 1990. Með starfi sínu við safnið lagði hann grunn að því að gera Héraðsskjalasafnið eitt hið besta utan Reykjavíkur. Kristmundur er löngu landsþekktur fyrir fræðastörf sín og er með ólíkindum umfang verka hans sem unnin voru meðfram annasömum bústörfum. Þegar á námsárum sínum fékkst hann við þýðingar á barna- og unglingabók- um og nægir þar að nefna bókaflokka eftir Enid Blyton og söguna af Stikilsberja-Finni eftir Mark Twain. En um- fangsmesti hluti ritstarfanna hefur verið helgaður sagn- fræði og þjóðlegum fróðleik. Af viðamiklum verkum Kristmundar má nefna, án uppröðunar: Saga Þorsteins frá Skipalóni, Jón Ósmann ferjumaður, Saga Sauðárkróks til ársins 1947, Saga Dal- víkur, Sýslunefndasaga Skagafjarðar, Svipmyndir úr sögu Gríms Thomsen, Sauðárkrókskirkja og formæður hennar, auk ótölulegs fjölda greina í blöðum og tímaritum sem fjalla um fólk og mannlíf á liðnum öldum, svo sem Langt inn í liðna tíð, svo eitthvað sé nefnt. Síðasta stórvirki Krist- mundar var ritverkið Amtmaðurinn á einbúasetrinu, ævi- saga Gríms Jónssonar, amtmanns á Möðruvöllum, sem kom út nokkrum vikum fyrir 90 ára afmæli hans. Krist- mundur hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. Viðurkenningu Hagþenkis og Samfélagsviður- kenningu Skagafjarðar. » 68 Í barnsminni Kristmundar  Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg er 100 ára í dag Rithöfundur Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg er 100 ára í dag, heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga. SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Snjóleysið það sem af er vetri er farið að hafa áhrif á fyrirtæki sem sérhæfa sig í vetrarferðum upp á hálendið á jeppum eða vélsleðum, einkum sunn- an- og vestanlands. Liggja menn á bæn og óska sér þess að það fari að snjóa. Miðað við veðurspár gæti hin- um sömu orðið að ósk sinni um næstu helgi þegar spáð er kólnandi veðri og snjókomu víða um land. Talsmenn fyrirtækja sem rætt var við í gær báru sig þó vel. Vissulega væru erlendir ferðamenn komnir til Íslands í leit að snjó, sér í lagi um miðjan vetur, en flestir hefðu skilning á aðstæðum og létu sér rigninguna og rokið nægja. Þó væru dæmi þess að ferðamenn, vonsviknir yfir snjó- leysinu, hefðu beðið fyrirtæki um af- slátt og jafnvel endurgreiðslu. Við- mælendur blaðsins sögðu langflesta ferðamenn fara sátta heim og láta sér hlýnun jarðar duga sem skýringu á snjólausu Íslandi. Erfitt ár að baki í veðrinu Tíðarfarið hefur eðli málsins sam- kvæmt minni áhrif haft á jöklaferðir. Þannig hefur aðsókn verið með ágæt- um í ísgöngin á Langjökli. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segist merkja aðeins minni aðsókn en síðasta vetur, ef allt tímabilið sé tekið með í reikninginn. Janúar fari þó mun betur af stað en í fyrra, þegar viðraði illa til ferðalaga á jökulinn í janúar og febrúar. Að sögn Sigurðar er mest sótt í ísgöngin að sumri til. Haukur Herbertsson, skrifstofu- stjóri Mountaineers, segir vélsleða- ferðirnir upp á Langjökul hafa haldið áætlun og eftirspurn ekki dregist saman að neinu ráði. Snjóleysið hefur þó haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að leggja í sleðaferðirnar frá skála fyrirtækisins í Geldingafelli. Oftast hafa hópar ferðamanna verið sóttir að Gullfossi og verið ekið þaðan að jöklinum. „Auðvitað er upplifunin ekki jafn skemmtileg þegar er rigning og leið- indaveður. Ferðamenn hafa vænt- ingar um snjó á Íslandi í janúar. Síð- asta ár hefur verið okkur erfitt veðurfarslega. En við berum ekki ábyrgð á veðrinu og ferðamenn skilja það yfirleitt mjög vel,“ segir Haukur. Jeppaferðir felldar niður Ferðaklúbburinn 4x4 hefur orðið að fella niður nokkrar ferðir í vetur vegna snjóleysisins. „Ég er ekki einu sinni búinn að taka út jeppann minn í allan vetur og væri löngu búinn að gera allt klárt ef allt væri eðlilegt,“ segir Sveinbjörn Halldórsson, for- maður 4x4, en hann bindur þó vonir við að hægt verði að fara í skála fé- lagsins, Setrið, í lok janúar til að halda árlegt þorrablót. „Við höfum frekar viljað hætta við boðaðar ferðir en að standa í ein- hverju drullubrasi, við viljum miklu frekar aka á snjónum,“ segir Svein- björn en hann hefur heyrt nokkur dæmi þess að ferðamenn á jeppum hafi ekið utan vega á hálendinu, eins og á Kjalvegi og Sprengisandsleið, með slæmum afleiðingum. Sveinbjörn segist varla muna eftir öðru eins tíðarfari til fjalla og nú í vet- ur. Nú sé snjólínan víða uppi undir þúsund metrum og það sé óvanalegt á þessum árstíma. „Greinilega eru miklar breytingar að eiga sér stað í veðurfarinu hér á norðurhveli. Menn hafa gantast með að nú sé tími kom- inn á að taka fellihýsin út og fara í úti- legu líkt og sumar væri,“ segir Svein- björn, léttur í bragði. Holdvotir í göngutúr Snjóleysið hefur ekki farið framhjá starfsfólki í Kerlingarfjöllum. Friðrik S. Halldórsson segir tíðarfarið að undanförnu hafa verið með miklum ólíkindum. Þar sé núna marautt og ekki hægt að fara á vélsleða eða skíði. Áfram er boðið upp á gönguferðir og Friðrik segir ferðamenn gera það sér að góðu. „Gestirnir skilja þetta vel en okkur finnst að sjálfsögðu leiðinlegt að geta ekki uppfyllt það sem búið er að lofa, að hér sé nægur snjór. Við komum úr göngutúr í dag [gær] og allir orðnir holdvotir,“ segir Friðrik en bleytan að undanförnu hefur breytt saklaus- um lækjum í beljandi fljót. Þannig varð að kalla til gröfu í síðustu viku til að opna leiðina um Blákvísl, sem var lokuð í eina átta tíma vegna vatna- vaxta. „Allir sem eru í þessum bransa gera sitt besta til að uppfylla óskir ferðamanna en það er erfitt við að eiga þegar enginn kemur snjórinn. En við liggjum á bæn og vonum hið besta,“ segir Friðrik. Sækja í styttri ferðir Bílaleigan ISAK 4x4 sérhæfir sig í ferðum á breyttum jeppum en leigir einnig út óbreytta jeppa. Brynjólfur Flosason segir bílaleiguna helst finna fyrir færri bókunum en áður sem gerðar eru með skömmum fyrirvara. Hópapantanir hafi að mestu staðist þrátt fyrir snjóleysið í vetur. Brynjólfur segir algengara að ferðamenn leigi jeppa til styttri ferða og velji sér léttari leiðir, eins og í Þórsmörk. Minna sé um lengri jeppa- ferðir upp á hálendið og jöklana en þar sé meira hækkandi gengi um að kenna en snjóleysi. „Annars var mik- ið að gera hjá okkur um jólin, enda fleiri ferðamenn þá staddir á landinu, en það hefur jafnan verið minna um að vera í janúar og febrúar.“ Biðja um afslátt vegna snjóleysis  Fyrirtæki í vetrarferðaþjónustu orðin leið á snjóleysinu  Hefur áhrif á jeppa- og sleðaferðir á há- lendinu  Dæmi um að ferðamenn biðji um endurgreiðslu  Formaður 4x4 ekki enn hreyft jeppann Ljósmyndir/Friðrik S. Halldórsson Núna Svona var umhorfs í Kerlingarfjöllum í gær. Nánast marautt og klaki á vegum og engar sleðaferðir í boði, aðeins gönguferðir í bleytunni. Áður Kerlingarfjöll hafa verið eftirsótt útivistarparadís að vetri og hér eru vélsleðamenn á ferð í marsmánuði árið 2017. Engir sleðar sjást þarna í dag. Tíðarfarið í vetur hefur farið illa með skíðasvæði landsins. Helst hefur verið opið á Dalvík og í Hlíðarfjalli, en síðarnefnda svæðið var síðast opið 2. jan- úar sl. Önnur svæði hafa meira og minna verið lokuð vegna snjóleysis. Í Böggvisstaðafjalli á Dalvík hefur verið opið í 31 í dag í vet- ur sem telst vera þokkalegt miðað við tíðarfarið almennt. Loka varð fjallinu í gær vegna hvassviðris og vonast er til að framleiðsla á snjó geti hafist að nýju, um leið og fer að frysta. Hefur skíðafólk frá Ak- ureyri og víðar að sótt Dalvík- inga heim, einnig töluvert af erlendum ferðamönnum. Helst opið á Dalvík SKÍÐASVÆÐIN LOKUÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.