Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta var hressilegur fundur. Það
voru þrír eða fjórir mjög mótfallnir
þessum áformum en almennt voru
mjög góðar undirtektir meðal
íbúa,“ segir Gísli Halldór Hall-
dórsson, bæjarstjóri í Árborg.
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá hafa verið uppi hug-
myndir um byggingu alþjóða-
flugvallar í Flóanum, nánar til tekið
þar sem heitir Stokkseyrarmýri og
Brautartunga. Sveitarfélagið boð-
aði landeigendur á áhrifssvæði
flugvallarins til fundar á þriðju-
dagskvöld vegna þessara áforma. Á
fundinum var farið yfir kosti og
galla við þessa framkvæmd.
„Við töldum nauðsynlegt að fá
fram sjónarmið þeirra sem helst
yrðu fyrir áhrifum af flugbraut sem
sett yrði niður þarna. Það var vel
mætt, alla vega 50 manns sem er
gott miðað við að þetta var ekki op-
inn fundur. Þarna voru fulltrúar
þessara áhugamanna um byggingu
flugvallarins auk fulltrúa frá Eflu
verkfræðistofu sem kynntu þessar
pælingar og tóku svo við at-
hugasemdum og söfnuðu í sarpinn.
Viðbrögðin voru almennt jákvæð-
ari en ég átti von á,“ segir Gísli.
Gísli segir líklegt að næstu skref í
málinu verði tekin í bæjarráði eða
bæjarstjórn í næstu viku. Þá verði
ákveðið hvort Árborg gefi út stuðn-
ingsyfirlýsingu við forskoðun á
kostum og göllum við framkvæmd-
ina.
„Það verður nokkurra ára ferli
að skoða þetta. Ég held að þeir
bjartsýnustu í spám geri ráð fyrir
að opna flugvöll 2024. En þó að Ár-
borg leggi blessun sína yfir þessa
forskoðun yrði Árborg ekki beinn
aðili að framkvæmdinni. Sveitarfé-
lagið hefði hvorki aðkomu að fjár-
mögnun forskoðunarinnar né fram-
kvæmdinni sjálfri nema er snýr að
skipulagsmálum og ef halda þarf
íbúakosningu. Þetta yrði bara mór-
alskur stuðningur.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forveri Flugvöllinn í Kaldaðarnesi nýttu Bretar í fyrstu eftir hernámið
1940. Nú er til skoðunar að byggja nýjan flugvöll skammt frá.
Íbúar spenntir fyr-
ir alþjóðaflugvelli
Fundur með landeigendum í Árborg
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Við leggjum áherslu á karlaheilsu í
ár og veittum því veglegan styrk til
gæðaverkefnis sem ætlað er að bæta
þjónustu við karlmenn með krabba-
mein í blöðruhálskirtli,“ segir Sig-
urður K. Karlsson, formaður Lions-
klúbbsins Njarðar. Hann segir
klúbbinn fjármagna styrki til góð-
gerðarmála með málverkauppboð-
um á árlegum Herrakvöldum.
„Blöðruhálskrabbamein greinist í
200 karlmönnum á ári. Árlega fara
rúmlega 100 karlar í brottnám á
blöðruhálskirtli eða geislameðferð
til lækningar. Helsta áhætta slíkrar
meðferðar eru stinningarerfiðleikar
eða þvagleki. Meðferð við útbreidd-
um sjúkdómi er aðallega í formi
hormónahvarfsmeðferðar hvar
meinið er bælt niður. Dugi það ekki
til má beita lyfjameðferð sem komið
hefur til á síðastliðnum árum. Marg-
ir karlar greinast með blöðruháls-
kirtilskrabbamein sem aldrei fer á
það stig að þarfnast meðhöndlunar,“
segir Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á
þvagfæraskurðdeild Landspítalans.
Hann segir mikilvægt að gera góða
grein fyrir hópnum í heild og ráða
hverjum og einum heilt um við-
brögðin. Þau geta verið allt frá því
að fylgjast með upp í það að fjar-
lægja kirtilinn. Nákvæm skráning er
forsenda bestu meðferðar hverju
sinni og hvernig við komum út í sam-
anburði við nágrannaþjóðir okkar.
Eiríkur segir að styrkur Njarðar
fjármagni bæði tækjakaup sem og
hlutastarf Jóns Arnar Friðrikssonar
þvagfæraskurðlæknis. Jón Örn
muni m.a. ráðleggja um skráning-
arform, ferli og gæðavísa er varði þá
sem fara í læknandi meðferð sem og
langtímaárangur. Einnig hvernig við
komum fram í norrænum saman-
burði sem og hvort misræmis gæti í
þjónustu vegna aldurs, búsetu eða
annars bakgrunns. Eiríkur segir að
verkefnið sé samstarfsverkefni
þvagfæraskurðdeildar Landspítala
og Krabbameinsskrár Krabba-
meinsfélags Íslands sem hófst 2017.
Skráningin sé að sænskri fyrirmynd
sem notuð hefur verið í 20 ár og leitt
til bættrar og samræmdrar þjónustu
fyrir þá sem greinast með blöðru-
hálskrabbamein. Eiríkur segir að
samanburður við önnur lönd sé mik-
ilvægur og tilgangur með því að afla
þekkingar á krabbameininu sé að
tryggja gæði meðferðar til samræm-
is við það sem gerist í öðrum lönd-
um.
Karlaheilsa í forgangi
hjá Lionsklúbbi Njarðar
Gefa tæki og fjármagna hlutastarf til gæðaverkefnis
Herrakvöld Helgi Jóhannesson stýr-
ir málverkauppboði á Hótel Sögu.
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10,1 kg
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Eitt mesta urval landsins af BARNAKERRUM
• MUl)COU
® a,,atzaN
BARNAKERRUR BARNAKERRUR BABY ZEN YOYO+
Kiktu a
netverslunina
Fifa.is
Frab�rt urval af kerrum,
vognum, st6lum a.FL
Kiktu via og fadu raaleggingar.
Via hofum 35 ara reynslu i solu
a barnavorum
fifa �=�.v�
a/It fyrir born in Simi: 562 6500
Opi&: Manud. til fiistud. 10-18 - Laugard. 11-15
„Þeir sem fá blöðruhálskirt-
ilskrabbamein vilja helst losna
við meinið með öllum tiltækum
ráðum enda krabbameinsgrein-
ing líkleg til að vekja ótta. Það
er þó ekki alltaf nauðsynlegt.
Mikilvægt er að geta greint og
meðhöndlað þá snemma sem
þess þurfa en jafnframt hlífa
þeim við meðferð sem ekki
þurfa hennar við. Of mikil inn-
grip eru jafn slæmt og of lítil,“
segir Eiríkur Jónsson þvag-
færaskurðlæknir. Hann segir
jafn mikilvægt að skrá ná-
kvæmlega á hvaða stigi sjúk-
dómsins menn greinast, veitta
meðferð og árangur hennar í
bráð og lengd.
Skráning
mikilvæg
BLÖÐRUHÁLSKRABBAMEIN
Landsréttur hefur staðfest úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur
um að maður, sem dró upp hníf og
ógnaði starfsmönnum fyrirtækis í
Reykjavík, sæti gæsluvarðhaldi til
28. janúar. Maðurinn er einnig
grunaður um að hafa framið fjöl-
mörg önnur brot.
Lögreglu barst tilkynning
klukkan sex að morgni sunnudags-
ins 30. desember um mann sem
vitni kom að er hann hafði brotist
inn í bifreið umrædds vitnis. Sá
leiddi manninn í afgreiðslu fyr-
irtækis til þess að hringja á lög-
reglu en þegar þangað var komið
dró maðurinn upp hníf og hótaði
starfsmönnunum að skera þá á
háls og drepa fjölskyldur þeirra.
Þá sagðist hann ekki ætla í fang-
elsi aftur.
Maðurinn lagði síðan á flótta en
skildi eftir bakpoka með fatnaði
og ýmsum munum sem stolið hafði
verið úr bílum á svæðinu.
Hann var síðan handtekinn
klukkan 18 sama dag og gekkst
við því við yfirheyrslur að hafa
brotist inn í bíl og stolið þaðan
2.000 krónum í smámynt. Bakpok-
ann sagði hann sinn en kannaðist
hvorki við að hafa hótað starfs-
mönnum né að hafa dregið upp
hnífinn.
Lögregla hefur til meðferðar
tólf önnur mál sem maðurinn ligg-
ur undir rökstuddum grun um að
hafa framið.
Sætir gæsluvarðhaldi til loka janúar