Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 21
verið minni heldur en núna í 40-50
ár,“ segir Viðar.
Samkvæmt niðurstöðum kann-
ana á vegum landlæknis reyktu
14% fullorðinna Íslendinga, árið
2012 en tæplega 9% samkvæmt
könnun í fyrra og nær enginn
munur var á heildartíðni daglegra
reykinga milli karla og kvenna.
Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur
enn dregið úr reykingum og segir
Viðar það gleðiefni.
Veigamiklir þættir
Í grein í Talnabrunni Embættis
landlæknis í sumar voru sex lyk-
ilatriði nefnd sem veigamikil í bar-
áttu gegn reykingum hér á landi:
Virk verðstýring, reyklaus svæði,
upplýsingar um skaðsemi tóbaks í
fjölmiðlum, bann við auglýsingum
á tóbaki, viðvörunarmerkingar á
tóbaksvörum og aðstoð við að
hætta tóbaksnotkun.
Þá nefnir Viðar að Íslendingar
hafi í byrjun aldarinnar verið í far-
arbroddi á heimsvísu við að leyf-
isskylda sölu á tóbaki og á sama
tíma hafi verið tekið upp sýni-
leikabann á tóbaki á Íslandi. Auk
þess hafa verið stundaðar hér á
landi virkar forvarnir gegn tób-
aksnotkun ungmenna í um hálfa
öld. Dagur án tóbaks var fyrst
haldinn á Íslandi árið 1979 en hef-
ur verið haldinn árlega hér á landi
frá árinu 1987.
Áhyggjur af notkun ungra
kvenna á tóbaki í vör
Neftóbak er varla réttnefni
lengur því stór hluti þess fer í vör
notandans. Eftir að tóbaksgjald
var samræmt í byrjun árs 2017 er
nú greiddur sami skattur fyrir
gramm af nef- eða munntóbaki og
af öðru tóbaki. Þetta leiddi til
verulegrar verðhækkunar, sem er
talin hafa orsakað samdrátt í sölu
neftóbaks 2017 þegar salan fór úr
tæplega 40 tonnum í tæp 38 tonn.
Salan tók síðan hressilega við sér
aftur í fyrra og nam þá tæplega 45
tonnum.
Viðar segist hafa áhyggjur af
notkun ungs fólks á tóbaki í vör.
Reyndar hafi dregið úr slíkri notk-
un meðal karla á aldrinum 18-24
ára, en síðustu misseri hafi ungar
konur farið að taka tóbak í vör í
auknum mæli. Þannig mældist
dagleg notkun 3% í aldurshópi 18-
24 ára kvenna. Þetta sé slæm þró-
un og í Noregi sé hlutfall ungra
kvenna sem noti tóbak í vör enn
hærra en hér og mikið áhyggju-
efni þar í landi.
Árið 2018 var tíðni daglegrar
notkunar á tóbaki í nef um 3%
meðal karla, 18 ára og eldri. Mest
var notkunin í aldurshópnum 45-54
ára eða tæplega 7%. Mun algeng-
ara er að karlmenn á landsbyggð-
inni noti tóbak í nef heldur en þeir
sem búa á höfuðborgarsvæðinu.
Vaxandi fjöldi notar rafrettur
Svo eru það rafretturnar en um
sölu á þeim hafa gilt önnur lög-
mál en í einkasölu ríkisins á tób-
aki og áfengi. Notkun þeirra hef-
ur aukist mjög síðustu ár og á
vafalítið stóran þátt í minnkandi
sölu á vindlingum.
Dagleg notkun á rafrettum
meðal 18 ára og eldri mældist um
5% í könnun Landlæknis í fyrra
sem samsvarar því að um 10.700
manns hafi notað rafrettur. Árið
2015 notuðu um 1.700 manns raf-
rettur daglega. Dagleg notkun á
tóbaki í vör og dagleg notkun á
rafrettum er algengari en dag-
legar reykingar í aldurshópnum
18-34 ára.
Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Jim SmartMorgunblaðið/Árni Sæberg
Á niðurleið
Stórlega hefur
dregið úr reyk-
ingum síðari ár.
Tóbakshorn Hjá
mörgum er neftóbakið
ávallt við höndina.
1989 Ávísana-
heftið var notað.
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019
Skil á upplýsingum
vegna
skattframtals
Skila skal eftirtöldum uppl
á rafrænu formi á þjónustusíðunni skattur.is
Skilafrestur er til 20. janúar
Launa- og verktakaupplýsingar
Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi
launagreiðslur, hlunnindi (þ.m.t. kaup- og
söluréttarsamningar), lífeyri, bætur, styrki,
greiðslur til verktaka fyrir þjónustu (efni og
vinnu) eða aðrar greiðslur (þ.m.t. umsýslu- eða
umboðsgreiðslur, s.s. í ferðaþjónustu o.fl.).
Einnig allir þeir sem í rekstri sínum eða annarri
starfsemi hafa látið launamönnum eða öðrum
vélknúin ökutæki í té til afnota.
Hlutafjárupplýsingar
Skilaskyld eru öll hlutafélög, einkahlutafélög,
samlagshlutafélög og sparisjóðir.
Stofnsjóðsupplýsingar
Skilaskyld eru öll samlagsfélög, sameignarfélög
og samvinnufélög, þ.m.t. kaupfélög.
Viðskipti með hlutabréf/afleiður
og önnur verðbréf
Skilaskyldir eru bankar, verðbréfafyrirtæki
og aðrir þeir aðilar sem annast kaup og sölu,
umboðsviðskipti og aðra umsýslu með
hlutabréf/afleiður og öll önnur verðbréf.
Innstæður
Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir
og aðrir aðilar sem taka við fjármunum til
ávöxtunar, eða hafa milligöngu um ávöxtun,
vörslu eða aðra ráðstöfun fjármuna.
Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi
Skilaskyld eru öll hlutafélög sem gert hafa
kaupréttarsamninga við starfsmenn sína
samkvæmt staðfestri kaupréttaráætlun.
Sama á við um söluréttarsamninga.
Takmörkuð skattskylda
- greiðsluyfirlit
Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers
konar greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem
bera takmarkaða skattskyldu hér á landi.
Lánaupplýsingar
Bankalán, fasteignaveðlán, bílalán og önnur
lán. Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir
(bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög,
fjármögnunarleigur o.s.frv.) sem hafa lánað fé til
einstaklinga og lögaðila.
Greiðslur fyrir leigu eða afnot
Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers
konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé,
fasteignum og fasteignaréttindum eða öðrum
réttindum. Einnig þeir sem hafa í atvinnuskyni
milligöngu um útleigu.
Fjármagnstekjur
Þeir aðilar sem innheimt hafa vexti skulu skila
upplýsingum um slíkar fjármagnstekjur og
tilgreina sundurliðun á móttakendur og þá
staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts sem haldið
hefur verið eftir. Hér er einkum um að ræða
innheimtuaðila, t.d. lögmannsstofur.
Staðfesting á tilteknum hlutabréfakaupum
(listi yfir þátttakendur)
Skilaskyld eru öll hlutafélög og einkahlutafélög
sem fengið hafa staðfestingu ríkisskattstjóra
á að þau uppfylli skilyrði fyrir því að kaup
einstaklinga á hlutum í hlutafjáraukningu
félagsins geti veitt rétt til skattfrádráttar sbr.
B-lið 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003.
2019
Nánari upplýsingar á rsk.is
442 1000
Þjónustuver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
rsk@rsk.is
Sjá nánar auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 1146/2018 í B-deild Stjórnartíðinda.