Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 AIR OPTIX® COLORS Linsur í lit Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Krabbameinssjúklingar á Suður- landi geta nú hitt krabbameins- lækni, sótt lyfjagjafir og verið í læknandi meðferð í sinni heimasveit. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur í rúmt ár rekið göngu- deild fyrir krabbameinssjúklinga en lyfjameðferðum hefur þó verið fjar- stýrt frá Landspítalanum. Þetta breyttist um lok síðasta árs þegar HSU réð til sín Sigurð Böðvarsson, sérfræðing í krabbameinslækn- ingum. Hann er nú yfirlæknir göngudeildar á sjúkrahússviði spít- alans. Hugmyndin er að sögn Sig- urðar að efla þjónustu við krabba- meinssjúklinga á svæðinu sem eru í eftirfylgni eftir geislameðferðir og í lyfjagjöfum. Enn þarf þó að sækja skurðaðgerðir og geislameðferðir í Reykjavík. Sigurður segist þó von- góður um að hægt sé að stækka göngudeildina og bæta þjónustuna á Suðurlandi frekar á næstu árum. Frá Wisconsin til Selfoss Sigurður starfaði um árabil við krabbameinslækningar í Wisconsin- ríki í Bandaríkjunum. Hann kláraði sérnámið sitt í Madison í Wisconsin, en starfaði síðar á Green Bay Onco- logy í Green Bay Wisconsin. Áður var Sigurður í um níu ára skeið sér- fræðingur í krabbameinslækningum við Landspítala. Hann hefur einnig áralanga reynslu af meðferð krabba- meinssjúklinga, rannsóknum, kennslu og stjórnun. Þá var hann um tíma formaður Læknafélags Reykjavíkur. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, segir í tilkynningu á vefsíðu spítalans það vera mikinn feng að fá Sigurð til starfa hjá HSU. „Hugmyndin er að efla þessa þjónustu við krabbameinssjúklinga og að þeir geti komið hingað í lyfja- gjafir og eftirlit. Spara þeim þannig sporin við að þurfa að keyra yfir heiðina. En oft er þetta þannig að fólk er að koma í meðferðir þar sem það fær lyf í æð, kannski einu sinni í viku, aðra hverja viku eða þriðju hverja viku,“ segir Sigurður. „Þetta er svipuð þjónusta og er búin að vera árum saman, á Akureyri, en þar er krabbameinsgöngudeild. Fyrir norðan er verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk þurfi að fljúga í bæinn og hér að fólk þurfi ekki alltaf að vera að keyra yfir heiðina. Færa þjónustuna þannig nær fólkinu,“ segir Sigurður. Aukin þörf fyrir þjónustuna Sigurður segir þörfina á þjónustu fyrir krabbameinssjúklinga á Suð- urlandi vera mikla þar sem um 30 þúsund manns búa á svæðinu, en einn af hverjum þremur ein- staklingum fær krabbamein á lífs- leiðinni. „Sem betur fer eru lyfin að verða betri. Oft er um að ræða fólk í lækn- andi meðferð eða fólk sem við vitum að við læknum ekki og erum við þá að reyna að halda krabbameininu niðri. Það getur gengið vel, jafnvel árum saman. En þú þarft að koma í þessar meðferðir og fá lyfin, oft í æð. Stundum eru til töflumeðferðir en þá þarftu að koma inn í blóð- prufur einu sinni í mánuði, en mikið af þessum lyfjum er gefið í æð svo þú þarft að koma. Og þá þarftu að koma vikulega og eða aðra hverja viku og fá lyfin þín,“ segir Sigurður. Lyfin eru ennþá blönduð í apótekinu á Landspítalanum og send austur. Frá árinu 2014 hefur verið göngu- deild á HSU en það var aðallega fyr- ir sjúklinga í nýrnaskilun. Síðar byrjaði fólk að koma í lyfjameðferð sem var fjarstýrt frá Landspítala. Sigurbjörg Jónsdóttir, sem hefur verið hjúkrunarfræðingur á HSU um árabil, segir nýrnavélarnar hafa ýtt á eftir þessum breytingum. „Við byrjuðum með nýrnavél- arnar og alls konar lyfjagjafir. Blóð- skilunin var upphafið og það var pressa frá sjúklingum sem voru bú- settir hér á Suðurlandi. Svo bara vatt þetta auðvitað upp á sig, alls- konar lyfjagjafir, og svo byrjaði formlegt samstarf við Landspít- alann fyrir um ári,“ segir Sigur- björg. „Það hefur ekki verið neinn krabbameinslæknir hérna fyrr en núna,“ segir Sigurður. „Fólk fór því og hitti sinn krabbameinslækni á Landspítala og þar var sett upp meðferðarplan, en núna ættu þeir sem vilja að geta hitt mig hér. Ég hef sagt við fólk að það séu allir vel- komnir sem vilji. Sjálfsagt eru ein- hverjir sem hafa verið í löngu sam- bandi við sinn lækni á Land- spítalanum, kannski árum saman, og vilja halda því áfram. Það er líka allt í lagi,“ segir hann. Sigurður hóf störf 1. desember sl. og er þjónustan í núverandi mynd því nýhafin. Hann segir fróðlegt að sjá hvernig heimamenn taki í hana. Sævar Sigursteinsson er einn af þeim sjúklingum sem nú geta sótt lyfjameðferð á HSU. Hann segir þetta mikla búbót. „Ég var klukku- tíma hvora leiðina, í bæinn og heim, og hálftíma að leita af bílastæði. Það sparast tveir og hálfur tími í akstur. Það munar um það,“ segir Sævar. Sigurbjörg segir að sjúklingar séu almennt að taka mjög vel í þessar breytingar, enda hafa margir verið að keyra til Reykjavíkur árum sam- an. „Það getur verið hundleiðinlegt á veturna að fara yfir fjallið,“ segir Sævar. „Þetta er rosalegur tíma- sparnaður. Fyrst og fremst þægindi fyrir sjúklinginn,“ segir Sigurbjörg. Aksturinn austur getur einnig verið erfiður eftir margra klukkutíma lyfjameðferð og segist Sigurbjörg muna eftir einum sjúklingi sem þurfti alltaf að leggja sig hjá Rauða- vatni áður en haldið var af stað heim. Ekki ólíklegt að læknum fjölgi Á HSU er nú m.a. starfandi hjartalæknir, meltingarfæralæknir, kvensjúkdómalæknir, háls-, nef- og eyrnalæknir og lungnalæknir. Sig- urður segir hugmyndina að reyna byggja upp þjónustuna þannig að það þurfi ekki alltaf allir að fara í bæinn. Spurður hvernig hann sjái göngudeildina eftir ár og hvort læknum muni fjölga á deildinni segir hann það ekki ólíklegt. „Ég vona bara að allir sem vilji fái góða þjónustu hér, góða læknisþjón- Þjónustan færð nær fólkinu  Krabbameins- og lyfjameðferðir nú aðgengilegar sjúklingum á Suðurlandi Yfirlæknir Sigurður Böðvars- son á nýju skrifstofunni með Búrfellið í bakgrunni. Í lyfjameðferð Sævar Sigursteinsson ásamt Sigurði, Sigurbjörgu Jónsdóttur og Þorgerði Þorkelsdóttur. www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Anddyrishitablásarar Til í öllum helstu lengdum (1m - 1.5m - 2m)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.