Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 25
hvar kostir búsetu á svæðinu verði kynntir fólki. Slíkt hefur meðal ann- ars verið gert í Ölfusi, en á síðustu ár- um hefur fjöldi fólks flust í Þorláks- höfn og sækir þaðan vinnu á höfuðborgarsvæðið. Í dag er verið að byggja nýtt íbúð- arhúsnæði bæði í Sandgerði og Garði. Þá er nýtt aðalskipulag í vinnslu, en þar eru lagðar línur til langs tíma, svo sem nýtingu á Miðnesheiði sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins og í umsjón Cateco; Þróunarfélags Kefla- víkurflugvallar. „Við þurfum að horfa til langs tíma í skipulagsmálum, því hvarvetna í löndunum í kringum okk- ur eru jaðarbyggðir borganna að styrkjast, sem svo kemur fram í hærra fasteignaverði þar. Þetta sjáum við til dæmis á því að milli ár- anna 2017 og 2018 hækkaði fast- eignamat eigna hér í Suðurnesjabæ að meðaltali um 37%. Það að svo miklar hækkanir komi fram gerist ekki oft,“ segir Magnús. Öflug útgerð Sjávarútvegur og þjónusta eru undirstaða atvinnu í Suðurnesjabæ. Þar eru starfrækt nokkur öflug út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, en afurðir frá sumum þeirra eru fluttar strax á vinnsludegi með flugi á mark- aði í útlöndum. Þar nýtur svæðið og fyrirtækin kostanna af Keflavíkur- flugvelli og Leifsstöð, sem er innan Suðurnesjabæjar. Skapa fasteigna- gjöld þar miklar tekjur til sveitarfé- lagsins, sem einnig fær útsvarið frá þeim fjölda íbúa sem vinna við flugið. Ríkið tryggi þjónustu „Hjá sveitarfélaginu eru mörg verkefni framundan,“ segir Magnús Stefánsson. Unnið hefur verið að nokkrum verkefnum við gatnakerfi og til stendur að leggja göngu- og hjólreiðastíg milli byggðakjarnanna. Þá hafa í samvinnu við Vegagerðina staðið yfir framkvæmdir við end- urbyggingu Suðurbryggju í Sand- gerðishöfn. „Þó sveitarfélagið geri, að mínu mati, vel við íbúana, þá vantar hér vissulega ýmsa þjónustu og þar stendur upp á ríkið. Hér er til dæmis ekkert apótek eða heilbrigðisþjón- usta; allt slíkt þurfum við að sækja í Reykjanesbæ þar sem oft þarf að bíða lengi eftir tíma hjá læknum. Nú svo er Landsbankinn búinn að loka útibúum sínum sem hér voru og sama má segja um afgreiðslustaði Íslands- pósts. Auðvitað er ekki langt að sækja þessa þjónustu alla í nágran- nabæi, en fólk á misjafnlega auðvelt með að komast á milli, svo sem eldri borgarar, íbúar af erlendu bergi brotnir og ungmenni. Í allri opinberri þjónustu þarf að tryggja jafnræði meðal fólks og á þeirri kröfu munum við hamra,“ segir bæjarstjórinn að síðustu. Suðurnesjabær Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Garðskagi Garður Sandgerði Hvalneskirkja Stafnes SUÐURNESJABÆR R E Y K JA N E S B Æ R Leifsstöð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Garðskagaviti Listaverk og ljósið sem gefur sæfarendum von. FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 20–60% afsláttur af völdum raftækjum meðan birgðir endast. Rýmum fyrir nýjum vörum. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Ofnar. Keramik–, span– og gashelluborð. Veggháfar og veggviftur. Gaseldavélar. Kæliskápar. LAGERHREINSUN Í fjárhagsáætlun koma fram áherslur bæjarstjórna í þjónustu við íbúa. Úr Suðurnesjabæ má nefna að fjárhæð hvatastyrks til barna og unglinga í ár verður35 þúsund kr, barnafjölskyldur njóta umönn- unarbóta og niðurgreiðslu vegna dagforeldra. Þá fá bæjarbúar frítt í sund í Garði og Sandgerði og að- gangur að bókasöfnunum er ókeyp- is. Aldraðir og öryrkjar komast í lík- amsrækt endurgjaldslaust. Heildartekjur Suðurnesjabæjar árið 2019 eru áætlaðar um fjórir milljarðar kr. og útgjöld 3,4 millj- arðar kr. Að teknu tilliti til afskrifta og vaxta verður útkoman um 150 millj. kró. í plús. Eignir sveitarfélagsins í árslok 2019 eru áætlaðar 8,1 milljarður kr. en skuldir 4,1 milljarður kr. Áætlað er að skuldahlutfall í árslok 2019 verði 102,2% af ársveltu og vitna þær tölur um góða fjárhagsstöðu. Íbúarnir fá frítt í sund GÓÐ FJÁRHAGSSTAÐA SVEITARFÉLAGSINS Sandgerðislaugin Íbúar á svæðinu greiða ekkert fyrir aðgang að heilsulindunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.