Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 29
anfarin ár. Allt kom þetta vel út,“
segir Páll en fleira lá að baki þegar
Merlin tók ákvörðunina.
Mjaldrarnir verða til sýnis
en fólki var haldið frá Keikó
„Það var ekki bara náttúran sem
þeir horfðu til. Það voru líka innviðir
í Vestmannaeyjum og möguleikar
samfélagsins til að takast á við þetta
verkefni sem höfðu sitt að segja. Og
þeir eru komnir til að vera. Ég vildi
ekki sjá annað Keikóævintýri þar
sem allt byggðist á því að venja
hvalinn af því að vera háður sam-
skiptum við manninn og undirbúa
hann fyrir eðlilegt líf, sem reyndist
ekki vel.
Eftir Keikó-verkefnið lærðum við
hinsvegar að þrátt fyrir að Kletts-
víkin geti verið erfið veðurfarslega
þá þreifst Keikó vel í víkinni. Annað
sem er öðruvísi er að mjaldrarnir
verða til sýnis í kvínni en fólki var
haldið frá Keikó.“
Páll segir undirbúning fyrir verk-
efnið hafa verið mikinn þar sem
fyrst var fundað með stjórnendum
og síðan komu sérfræðingar á veg-
um Merlin til að skoða og meta að-
stæður. „Það var ánægjulegt hve
stjórnendur Merlin voru áhuga-
samir þegar þeir heyrðu af pysjueft-
irlitinu, en á hverju hausti hópast
krakkar í Eyjum út á kvöldin til
bjarga lundapysjunni sem flýgur úr
holum sínum á ljósin í bænum.
Eftir að lundastofninn hrundi
fengum við krakkana til að koma
með pysjurnar til okkar þar sem
þær voru vigtaðar og mældar. Úr
þessu varð pysjueftirlitið til og það
finnst þeim athyglisvert. Allt endaði
þetta með því að samhliða því að
vera með gestastofu fyrir mjaldrana
byggja þeir upp nýtt náttúru- og
fiskasafn í Fiskiðjunni.“
Nýtt og miklu stærra safn
Núverandi fiskasafn var opnað
1964 og vekur ennþá athygli. „Nú
fáum við nýtt og miklu stærra safn
sem svarar kröfum nútímans. Þar
verður náttúrugripasafnið líka í mun
stærra húsnæði og allt þetta erum
við að fá án þess að bærinn þurfi að
leggja fram krónu.“
Páll lætur mjög vel af sam-
skiptum við starfsfólk Merlin.
„Þetta er stórt fyrirtæki í afþreying-
ariðnaði með skemmtigarða um all-
an heim sem taka á móti 60 milljón
gestum á ári. Allt það fólk sem við
erum í samskiptum við er fagfólk
með mikla reynslu sem gaman er að
vinna með. Starfsemin hér verður
ekki ágóðadrifin en það sem þeir fá
og við líka er jákvæð ímynd.“
Fleiri hvalir í hvíldarinnlögn?
Páll segir að koma Merlin til Vest-
mannaeyja hafi þegar vakið athygli
ferðamanna. „Ef allt gengur upp hjá
okkur með nýjum Herjólfi og þess-
ari nýjung fyrir ferðamenn er fram-
tíðin björt. Í allt verða tíu stöður við
safnið og kemur fólk frá Merlin til
með að þjálfa starfsmennina. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Markaðs-
stofu Suðurlands er mikill áhugi á
Vestmannaeyjum sem skýrist meðal
annars af komu hvalanna og nýrri
Vestmannaeyjaferju. Ef allt gengur
upp verða Vestmannaeyjar heitasti
ferðamannastaður landsins hjá
ferðamönnum á komandi árum.
Merlin tekur áhættuna á þessari
uppbyggingu og borgar allan kostn-
að en í þessu felast einnig tækifæri
til að taka inn fleiri hvali í hvíld-
arinnlögn þannig að þetta gæti orðið
byrjunin á ennþá stærra ævintýri,“
sagði Páll að endingu.
Athygli Eflaust munu margir fylgj-
ast með komu mjaldranna til Eyja.
29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019
595 1000 . heimsferdir.isBókaðuþína ferð á
BORGARFERÐIR
HEIMSFERÐA VORIÐ 2019
Búdapest - Bratislava - Lissabon - Ljubljana - Prag - Vín
Frá kr.
89.995
Flugsæti frá kr.
59.900
Frá kr.
139.995
Vegna mikillar eftirspurnar kynna Heimsferðir
aftur til leiks heimsborgarana og gleðigjafana
Albert og Bergþór sem munu með sinni
algerri snilld og gleði krydda borgarferðirnar
okkar vorið 2019 til Búdapest, Prag og
Lissabon.
Þetta verða sérferðir eða “Sælkeraferðir” alla
leið því Albert og Bergþór munu fara með
gesti sína meðal annars út að borða á góðu
veitingahúsi og eiga með þeim sælkeradag
sem er innifalið í verði.
SælkeraferðirmeðAlbert og Bergþór
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
*V
er
ðm
.v.
Bú
da
pe
st
18
.a
pr
íl.
Flu
go
gg
ist
ing
í4
næ
tur
áH
ote
lS
tar
Inn
*
Útbreiðslusvæði mjaldra er nánast samfellt í
Íshafinu umhverfis norðurheimskautið. Þeir
eru sjaldséðir flækingar hér við land, enda er
Ísland talsvert utan við náttúrulegt búsvæði
þeirra.
Mjaldur var nýttur af veiðimönnum á norð-
urslóðum um aldir, en mjög hefur dregið úr
veiðum. Þá hafa mjaldrar talsvert verið veidd-
ir lifandi til sýningahalds. Þeir eru hægsyndir,
rólegir og jafnvel gæfir og því tiltölulega auð-
velt að nálgast þá.
Fullorðin dýr eru nánast alhvít og geta orðið
yfir 3-5,5 metrar á lengd eftir því hvaða stofni
dýrið tilheyrir. Kýrnar eru nokkru minni en
tarfarnir.
Eru sjaldséðir
gestir við Ísland
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Í Steingrímsfirði Mjaldur gerði sig heimakominn við Grænanes, Bassastaði og víðar í apríl 2013.