Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Áform um nýja þriggja hektara land-
fyllingu við Skarfabakka í Sundahöfn
eru í óvissu eftir að Veitur, dótturfyr-
irtæki Orkuveitu Reykjavíkur, lögð-
ust gegn fyrirhuguðum breytingum.
Tillaga að breytingu á aðalskipu-
lagi fyrir Sundahöfn var auglýst
seinni hluta ársins 2018. Í athuga-
semdum Veitna við tillöguna segir
m.a. að hún samræmist ekki þörf
Veitna um aukið landsvæði til að geta
sinnt kröfum um aukna hreinsun
skólps til langrar framtíðar. Veitur
hafi komið þessu sjónarmiði á fram-
færi við Reykjavíkurborg og Faxa-
flóahafnir og telja að afmörkun sem
fram kemur í samþykktu deiliskipu-
lagi Klettasvæðis styrki enn fremur
tilkall Veitna til svæðisins.
Skólpi dælt á haf út
Veitur reka skólphreinsistöð í
Klettagörðum, sem var tekin í notk-
un árið 2002. Í stöðinni fer fram gróf-
hreinsun, en í því felst að öll föst efni
stærri en 3 millimetrar í þvermál eru
síuð frá skólpinu í fimm grófsíum
(þrepasíum). Að auki eru fita og
sandur skilin frá skólpinu. Eftir
þessa hreinsun er skólpinu síðan
dælt út í sjó um 5,5 kílómetra langa
útræsislögn. „Til að mæta auknum
kröfum sem búast má við í reglu-
gerðum og markmiðum Veitna um
hreinar strendur – alltaf, meiri nýt-
ingu á orkustraumum og vegna um-
hverfissjónarmiða þarf á næstu árum
að bæta við hreinsiþrepum,“ segir í
athugasemdum Veitna.
Þetta feli í sér stækkun hreinsi-
stöðvanna við Klettagarða og Ána-
naust. Ekki er búið að meta þörf á
landrými undir mannvirkin en skv.
útreikningum Veitna er plássþörf
fyrir stækkun hreinsistöðvarinnar
við Klettagarða u.þ.b. 5 hektarar.
Veitur leggjast gegn breytingum á
hafnarsvæðinu samkvæmt kynntri
tillögu þar sem sú landfyllingin sam-
ræmist ekki þörf Veitna um aukið
landsvæði til að geta sinnt kröfum
um aukna hreinsun skólps til langrar
framtíðar. Veitur óska eftir auknu
landrými fyrir stækkun hreinsistöðv-
arinnar í Klettagörðum sem hluta af
fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu
og að afmörkun núverandi iðnaðar-
svæðis í aðalskipulaginu verði stækk-
að sem því nemur.
„Landfyllingin, eins og hún er
teiknuð upp í tillögu að nýrri að-
alskipulagsbreytingu, fer yfir sjó-
lagnir Veitna frá hreinsistöð inni og
þarf að skoða vel efnisval og burð-
argetu lagna áður en landfyllingin er
heimiluð. Þetta hefur ekki verið
skoðað og ekki hefur heldur verið
skoðað hvert hægt er að flytja þær
og hvort það gengur upp,“ segja
Veitur.
Óvissa um nýja landfyllingu
Veitur leggjast gegn tillögu sem kynnt hefur verið um landfyllingu við Skarfabakka í Sundahöfn
Segja að auknar umhverfiskröfur kalli á stækkun skolphreinsistöðvar Gera tilkall til svæðisins
Morgunblaðið/sisi
Skarfabakki Fyrirhuguð landfylling mun koma fyrir framan skolphreinsistöð Veitna, vinstra megin á myndinni.
Uppfyllingin Svona hugsa menn sér land undir aðalstöðvar Faxaflóahafna.
FAXAFLÓAHAFNIR
Morgunblaðið/Ómar
Nýtt svæði Dráttarbáturinn Magni
og aðrir bátar fái nýja viðlegu.
Starfsstöð á
nýju landi
Markmiðið með stækkun
hafnarsvæðis við Klettagarða
með landfyllingu er að skapa
rými fyrir sameinaðar starfs-
stöðvar Faxaflóahafna til
framtíðar, m.a. skrifstofur,
skipaþjónustu og mögulega
viðlegu fyrir dráttarbáta fyrir-
tækisins.
Reykjavíkurborg ætlar að
kaupa Hafnarhúsið og nota
það undir aðra starfsemi, svo
sem listasöfn.
Í athugasemdum Faxaflóa-
hafna segir m.a. að 3ja hekt-
ara landfylling á þessum stað
rúmi ekki sameinaða starfs-
aðstöðu Faxaflóahafna og 3,5
hektara stækkun lóðar fyrir
skólpdælustöð. Ekki sé mögu-
legt að reka starfsemi hafnar
innan um settjarnir og skólp-
hreinsunaraðstöðu eins og
Veitur áforma. Aðliggjandi at-
hafnasvæði, Klettasvæðið, sé
í dag orðið eitt helsta hafnar-
og atvinnusvæði Sundahafnar
með fjölda fyrirtækja og fjöl-
breytta starfsemi.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
20 - 50% afsláttur af útsöluvörum
10% afsláttur af nýjum vörum
J A N Ú A R Ú T S A L A
Trace leðursófi kr. 298.700
Nú kr. 195.000
-30%
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir
hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt
2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat
og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu
verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar-
ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur
í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR MIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt
fyrir sínar glæsibyggingar sem margar
eru á minjaskrá Unesco, forna menningu
og spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið
kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu
Ungverja má rekja hundruðir ára aftur í
tímann. Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem gerir borg
ina svo sérstaka.
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
BÚDAPEST
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Gdansk,
Krakow, Varsjá,
Bratislava
Vínarborg og
Brugge