Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 42

Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Til leigu um 950 fm. skrifstofuhæð á 2. hæð að Álfabakka 10, 109 Reykjavík. Húsnæðið er laust strax. Núverandi skipulag er að mestu opið skrifstofurými. Auðvelt er að breyta skipulagi hæðarinnar með því að innrétta skrifstofur eftir þörfum. Eldtraust geymsla er á hæðinni. Lyfta er við inngang upp á hæðina. Á gólfum er linoleum dúkur. Kerfisloft með hljóðdempandi álplötum og kerfisloftalýsing. Loftræstikerfi er sameiginlegt með jarðhæð. Næg bílastæði og gott aðgengi er að húsinu. Virðisaukaskattur leggst ekki við leiguverð. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 TIL LEIGU Álfabakki 10, 109 Rvk. Gerð: Skrifstofuhúsnæði Stærð: 950 m2 Allar nánari upplýsingar veitir: Magnús Kristinsson Verkfræðing r, löggiltur leigumiðlari, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. 534 1025 / 861 0511 magnus@jofur.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Lögreglan í Noregi tilkynnti í gær að henni hefðu borist kröfur um lausnargjald fyrir Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, eiginkonu auðkýf- ingsins Tom Hagen, en hún hvarf 31. október síðastliðinn. Rannsóknarlögreglumenn hafa haft málið til skoðunar síðustu vik- urnar en fóru ekki hátt með það fyrr en í gær, þegar biðlað var til almenn- ings um frekari upplýsingar sem gætu komið þeim á sporið. Tommy Broske, fulltrúi lögregl- unnar, staðfesti við norska fjölmiðla í gær að krafist hefði verið lausnar- gjalds, og einnig að „alvarlegar hót- anir“ hefðu borist um hver örlög Falkevik Hagen yrðu ef lögregla eða fjölmiðlar blönduðu sér í málið. Því hefði lögreglan ekki vilja lýsa því yfir opinberlega að hún væri að rannsaka málið fyrr en nú. Sagði Broske að helsta kenning lögreglunnar væri sú að Falkevik Hagen hefði verið rænt af heimili sínu í Lorenskog, sem er um 20 kíló- metra frá höfuðborginni Osló. Þá kom fram í máli hans að engar vísbendingar hefðu borist um það hvort Falkevik Hagen væri enn á lífi, en að það hefði heldur ekkert bent til þess að hún væri dáin. Lögreglan hefur hins vegar engan grunaðan á þessu stigi málsins. Heimildir norska blaðsins Verd- ens Gang herma að lausnargjaldið sem krafist sé nemi níu milljónum evra, og að það eigi að greiðast í raf- myntinni monero, sem erfiðara yrði að rekja fyrir lögregluna. Broske vildi ekki staðfesta að þetta væri rétt upphæð, en lögreglan hefur ráðlagt fjölskyldu Hagen að borga ekki, og mun fjölskyldan hafa fylgt þeim ráð- leggingum. Lausnargjalds krafist  Norska lögreglan biðlar til almennings um upplýsingar um mögulegt mannrán AFP Mannrán Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt í október sl. „Lengi lifi Makedónía“ stendur á skilti þessarar konu, sem lagði leið sína í gær til þinghúss landsins, en þar hófst í gær umræða um það hvort að breyta eigi form- lega nafni landsins í Norður-Makedóníu. Ekki eru allir á eitt sáttir, en nafnbreytingin er liður í sögulegum sættum við Grikki, sem hafa lengi lagst gegn nafni Makedóníu, þar sem samnefnt hérað er að finna í norðurhluta Grikklands. AFP Makedónía eða Norður-Makedónía? Matteo Salvini, innanríkis- ráðherra Ítalíu, lýsti í gær yfir þeirri von sinni að popúlista- flokkar þeir sem nú halda um stjórnartaumana á Ítalíu og í Pól- landi gætu kveikt neistann að „evrópsku vori“ í kosningunum til Evrópuþingsins sem haldnar verða í vor. Salvini heimsótti Varsjá í gær og ræddi þar við Jaroslaw Kaczynski, formann stjórnarflokksins Lög og réttlæti (PiS), og Mateusz Mora- wiecki, forsætisráðherra Póllands. Sagði Salvini að samstarf Pól- verja og Ítala gæti búið til nýtt jafn- vægi í samstarfi Evrópuríkja, sem gæti komið í staðinn fyrir „fransk- þýska öxulinn“. Bæði ríki hafa átt í útistöðum við framkvæmdastjórn ESB á síðustu mánuðum. Kallar eftir „evrópsku vori“ Matteo Salvini ÍTALÍA Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, staðfesti í gær að ríkisstjórn sín myndi hafna þátttöku í nýjum sáttmála Samein- uðu þjóðanna um farandmenn. Sagði hann í sér- stakri yfirlýs- ingu á sam- félagsmiðlinum Twitter að Brasilía yrði að varðveita fullveldi sitt. Það fæli meðal annars í sér að verja réttinn til að ákveða hverjir gætu komið til landsins. Sagði Bolsonaro að ríki sitt myndi áfram veita þeim stuðning sem þyrftu, en ítrekaði að uppfylla þyrfti ákveðin skilyrði til að tryggja að innflutningur fólks yrði ekki án nokkurra hamla. Sáttmálinn var undirritaður í síð- asta mánuði af 152 ríkjum, og var Brasilía eitt af þeim. Hafnar sáttmála um farandmenn Jair Bolsonaro BRASILÍA Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir í gær að Rahaf Mohammed al-Qunun teldist vera flóttamaður og bað stofnunin yfirvöld í Ástralíu um að veita henni hæli. Inn- anríkisráðuneyti Ástralíu staðfesti þetta í gær. Qunun, sem er 18 ára kona frá Sádi-Arabíu var stöðvuð af yfirvöld- um í Taílandi um helgina, en hún kom þangað frá Kúveit eftir að hafa flúið frá fjölskyldu sinni. Átti upphaflega að vísa henni úr landi aftur til Sádi- Arabíu, en Qunun sagði að fjölskylda sín hefði beitt sig andlegu og líkam- legu ofbeldi. Sagði hún að það væri „100% öruggt“ að hún yrði myrt af fjölskyldumeðlimum, yrði hún send til baka til Sádi-Arabíu. Hún læsti sig því inni á hótelher- bergi sínu og leitaði á náðir sam- félagsmiðilsins Twitter. Vakti mál hennar þar mikla athygli og ýtti undir samúðarbylgju, sem varð til þess að stjórnvöld í Taílandi hættu við að senda hana til baka. Í tilkynningu frá innanríkisráðu- neyti Ástralíu sagði að beiðni flótta- mannastofnunarinnar hefði borist til þeirra og að farið yrði yfir hana á sama hátt og öll önnur mál. Ástralskir embættismenn höfðu hins vegar gefið sterklega í skyn að hælisbeiðni Qun- un yrði samþykkt. Þannig hafði Greg Hunt, heilbrigðisráðherra Ástralíu, lýst því yfir áður en ákvörðun flótta- mannastofnunarinnar var ljós, að ef Qunun reyndist vera flóttamaður myndi ríkisstjórnin íhuga það mjög alvarlega að veita henni vegabréfs- áritun af mannúðarástæðum. Biðja Ástrala um að veita Rahaf hæli  SÞ blanda sér í mál Rahaf Mo- hammed al-Qunun AFP Á flótta Rahaf Mohammed al-Qunun sést hér í fylgd með taílenskum emb- ættismanni fyrr í vikunni. Kínverski hershöfðinginn He Lei var- aði stuðningsmenn sjálfstæðis Taív- ans við því í gær að þeir kynnu að vera dæmdir sem „stríðsglæpamenn“ ef svo færi að kínverski herinn neyddist til að taka eyjuna með her- valdi. „Stuðningsmenn aðskilnaðarins verða að hætta í tæka tíð til þess að forðast stórslys, sjá að sér og snúa aftur á rétta braut. Annars eiga þeir á hættu að verða úrhrök kínversku þjóðarinnar, fordæmdir af sögunni,“ sagði He á blaðamannafundi sínum. Ummæli Hes voru látin falla í kjöl- far þess að Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti í síðustu viku að Kínverjar myndu ekki hafna þeim möguleika að hervaldi yrði beitt gegn Taívan, og lofaði því að sameining Kína og Taív- an væri „óumflýjanleg“. Stjórnvöld í Kína líta svo á að Taívan sé enn hluti af ríki sínu, þó að eyjan hafi ekki lotið stjórn þeirra frá lokum kínversku borgarastyrjaldarinnar árið 1949. Verða að „sjá að sér í tæka tíð“  Hershöfðingi hótar Taívönum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.