Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 46

Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 icewear.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Stólar Erum á facebook Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Ami Grace Manning Elton Cato Highrock Sierra Kelsey „Hvað hefði orðið um þessa þjóð ef hún hefði ekki öðlast yfir- ráð yfir fiskilögsög- unni? Nú eru verðmæti ferðaþjónustunnar á Íslandi í formi gjaldeyristekna mun meiri en fiskútflutn- ings. Hver hefði trúað því að það gæti gerst fyrir bara áratug? Nú virðist hins vegar sem auðlind- in ferðaþjónusta sé hægt og rólega að renna okkur úr greipum vegna andvaraleysis þjóðarinnar. Erlendar freigátur sigla um þjóð- vegi, ryðja frá sér heimamönnum og stíma svo heim með verðmætin. Eft- ir standa heimamenn með hor í nös og hafa eftirlit hver með öðrum.“ – Svo mæltist góðum kollega nýverið. Af hverju ættu erlend fyrirtæki að fara að lögum? Hundruð milljóna fara framhjá kerfinu og skekkja samkeppnisstöðuna. Stöðugt fréttist af fleiri fyrirtækjum, sum þeirra ís- lensk, sem þrífast á erlendu vinnu- afli, borga starfsfólkinu skammarleg laun ef nokkur og halda fólki í tíma- bundnum ráðningum. Hirða svo sjálfir þann hluta sem launa- greiðslur starfsfólks væru ef heiðar- lega væri staðið að rekstrinum. Þessir aðilar skekkja samkeppnis- stöðu þeirra fyrirtækja sem vilja stunda rekstur af einurð og metnaði, vilja ráða til sín hæft fólk, lærða leið- sögumenn og hæfa bílstjóra sem þekkja náttúru landsins og síbreyti- legar aðstæður – vilja starfsfólk sem kann þá kúnst að leyfa ferða- mönnum að fá þau gæði út úr ferð sinni að þá langi til að koma aftur og skoða meira af land- inu. Ánægður við- skiptavinur er oft öfl- ugasta auglýsingin. Við ferðaþjón- ustufólk þurfum að stilla strengi okkar saman og uppræta er- lenda ólöglega starfsemi. Til þess þarf góðan stuðning ferðamála- yfirvalda og ekki síst þarf laga- ramminn að styðja við greinina. Við þurfum að lögvernda starfs- heiti leiðsögumanna og gera þeim erlendu fyrirtækjum sem hingað koma með hópa skylt að ráða alltaf lærða leiðsögumenn í ferðirnar. Með því að hafa ávallt faglærða leiðsögu- menn í skipulögðum ferðum um landið er settur metnaður í gæða- upplifun gestanna. Við erum „ex- ótískt“ land og í þeim dúr eigum við að taka á móti gestum. Á síðustu vikum og misserum hef- ur ferðaþjónustufólk sjálft vakið at- hygli á svörtum sauðum sem enginn vill hafa hér. Þar er lágkúra, mann- fyrirlitning og svindl og mikið um ólaunaða vinnu í trássi við lög og reglur í landinu. Samfélagið hagnast ekki á svindlurum heldur einungis svindlararnir sjálfir. Þetta eru fyrirtæki sem ekki stunda heiðarlega samkeppni innan ferðaþjónustunnar og fleyta rjómann af því góða orðspori Íslands sem traustir aðilar hafa á löngum tíma byggt upp. Þjóðin og fiskilögsagan Eftir Mörtu B. Helgadóttur Marta B Helgadóttir »Erlendar freigátur sigla um þjóðvegi, ryðja frá sér heima- mönnum og stíma svo heim með verðmætin. Höfundur er leiðsögumaður. Heilsugæslan stend- ur á tímamótum. Í fyrsta sinn frá hruni er raunveruleg viðbót í fjárveitingum til heilsugæslunnar, fyrst á árinu 2017 og núna aftur á árinu 2018 og 2019. Af því tilefni er rétt að vekja athygli á þeim breytingum sem verið hafa í gangi. Fyrir þremur árum hófst vinna við að einfalda stjórnun og vinnu- lag og breyta innviðum með það í huga að bæta þjónustu við skjól- stæðinga heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru því allir stjórnendur nýráðnir og einn stjórnandi ábyrgur fyrir hverri stöð. Þetta gildir um heilsugæslu- stöðvar innan Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins. Samstarf þess- ara stjórnenda er mikið. Allt er þetta gert með hagsmuni sjúklinga í huga. Vinnufyrirkomulag hefur breyst mikið og allar heilsugæslu- stöðvarnar eru í stöðugu umbóta- ferli til að bæta þjónustuna við okkur öll. Starfsfólki heilsugæslustöðva fjölgar Öflug starfsemi Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins við að mennta sérfræðinga í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun hefur leitt til betri mönnunar og bjartari framtíðar. Núna eru nokkrir tugir í þessu sérnámi. Enn gengur þó hægt að manna stöður utan höfuðborgarsvæðisins. Veruleg fjölgun sálfræðinga er nýtt og starfa tugir sálfræðinga innan heilsuæslunnar, bæði barnasálfræð- ingar og fullorðinssálfræðingar. Sjúkraþjálfarar sinna hreyfiseðlum til að tryggja hreyfingu sem með- ferðarform og það hefur verið í nokkur ár. Á höfuðborgarsvæðinu eru rekn- ar 19 heilsugæslustöðvar og eru 15 af þeim í opinberum rekstri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Innan HH eru einnig göngudeild sótt- varna og hælisleit- enda, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Þroska- og hegðunar- miðstöð og svæðis- bundin geðheilbrigð- isþjónusta fyrir þá verr settu í svoköll- uðum geðheilsuteym- um. Hjá HH eru nærri 700 starfsmenn sem eru sérmenntaðir til að veita heilbrigð- isþjónustu og gera það af lífi og sál. Bráðaþjónustan Á heilsugæslustöðvunum eru um 40 hjúkrunarfræðingar og/eða læknar á vakt alla virka daga milli kl. 8 og 18. Þeir taka á móti þeim sem ekki telja sig geta beðið eftir hefðbundnum tíma, sem eru um 1.000 manns á hverjum virkum degi. Samstarf við bráðamóttöku LSH fer vaxandi og er fólki vísað á milli þessara eininga svo sjúkling- arnir fái bestu mögulegu þjónustu. Utan dagvinnutíma sinnir Lækna- vaktin vaktþjónustu til kl. 23.30. Símaþjónustan í síma 1700 er á landsvísu og þar geta allir fengið leiðsögn í kerfinu og þar er ráðgjöf hjúkrunarfræðings í síma. Samstarf við aðrar stofnanir Aukið samstarf við Landspít- alann, og þá sérlega í bráðaþjón- ustu, er vaxandi. Þegar vandi kem- ur upp á öðrum hvorum staðnum eru allir boðnir og búnir að hjálpa til. Þetta er algengt á tímum eins og núna þegar inflúensan er í há- marki eða þegar stór umferðarslys verða. Þá eru sjúklingar fluttir á þá staði sem minna er að gera á. Heimaþjálfun og hjúkrun Í framhaldi af auknum fjárveit- ingum til heimahjúkrunar er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins að hefja heimaæfingar fyrir aldraða en ekki eingöngu heimahjúkrun. Þetta verkefni er rétt að hefjast á suðursvæðinu þar sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur með heimahjúkrun að gera. Hugsunin er að þjálfa fólk og styrkja og þannig auka færni og styrk og að- stoða fólk við að geta séð um sjálft sig lengur og minnka þörf fyrir að- stoð. Þetta er gert að erlendri fyr- irmynd og eru vonir okkar bundnar við að þetta verði skynsamleg leið. Gæðastýrt fyrirkomulag fjárveitinga Greiðslulíkan hefur nú verið sett í gang þar sem hver stöð fær fjár- veitingu í samræmi við þá ein- staklinga sem skráðir eru á stöð- ina. Það er því okkur öllum mikilvægt að allar skráningar séu réttar. Þá fer fjárveiting eftir mörgum gæðaþáttum. Ef sjúkling- ur er fjölveikur er fjárveiting meiri og ef vissum gæðaþáttum er fylgt, eins og að gera viðeigandi mæl- ingar hjá ákveðnum sjúklingahóp- um, er fjárveiting meiri. Allt er þetta gert með hagsmuni okkar allra í huga. Þannig fáum við betri heilbrigðisþjónustu og við sem vinnum í heilsugæslunni verðum enn skilvirkari í vinnubrögðum til að ná fram betri heilbrigðis- þjónustu. Heilsugæslustöðvarnar fá líka meira fjármagn ef þær standa sig í heilsuvörnum eins og að bólu- setja öll börn á réttum tíma. Þetta kerfi er líka vel til þess fallið að auka samkeppni um sjúklinga. Fyrsti viðkomustaðurinn Í flestum tilvikum er eðlilegast að heilsugæslan sé fyrsti viðkomu- staðurinn í heilbrigðiskerfinu. Vert er þó að vekja athygli á símanúm- erinu 1700 en þar er fagleg ráðgjöf í síma og oft hægt að fá lausn sinna mála þar. Í neyðartilvikum er 112 fagleg og vönduð ráðgjöf. Fjárveitingar Nýtt fyrirkomulag við fjárveit- ingar til heilsugæslustöðva er til fyrirmyndar en betur má ef duga skal. Mikilvægt er að aðrar stofn- anir í rekstri innan heilbrigðiskerf- isins taki upp gæðastýrða aðferð við fjárveitingar. Mesta áskorun okkar sem þjóðar er aukin fjárþörf vegna fjölgunar aldraðra í sam- félaginu sem þurfa þjónustu. Besta mögulega nýting er mikilvæg og brýnt að fara að ákveða hvernig samstarf við viljum hafa á milli okkar sem vinnum með sjúklinga. Einnig er nauðsynlegt að ákveða verkferla í meira mæli en gert hef- ur verið. Margir slíkir eru í gangi og ganga vel. Fjárveiting til heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu er a.m.k. 20% lægri en sambærileg fjárveiting víða í Svíþjóð og þar þurfum við að gera betur. Heilsugæslan á tímamótum – fyrir okkur öll Eftir Óskar Reykdalsson » Vinnufyrirkomulag hefur breyst mikið og allar heilsugæslu- stöðvarnar eru í stöðugu umbótaferli til að bæta þjónustuna. Óskar Reykdalsson Höfundur er settur forstjóri Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.