Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 48
27. mars - 7. apríl
VERÐ 293.950.-
á mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel í
London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í
Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar
og aðgangur þar sem við á.
Albanía hefur nú loksins opnast
fyrir erlendum ferðamönnum.
Enn hefur alþjóðavæðingin ekki
náð að festa þar rætur og er lítt
sjáanleg. Þar má sjá ævaforna
menningu, söguna á hverju horni,
gríðar fallega náttúru og fagrar
strendur og kynnast einstakri
gestrisni heimamanna þar sem
gömul gildi eru í hávegum höfð.
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019
Ein skilgreiningin á
andlegu ofbeldi, einelti
eða áreiti er: „Athöfn af
endurtekinni árás-
argjarnri hegðun til
þess að vísvitandi skaða
annan aðila. Þetta ein-
kennist af því að ein-
staklingur hegðar sér á
ákveðinn hátt til að öðl-
ast vald yfir annarri
manneskju.“ Þeir sem
áreita nýta sér veik-
leika: líkamlegar takmarkanir, sjúk-
dóma, andleg eða tilfinningaleg
vandamál, lægri félagslega stöðu,
fötlun o.s.frv. Þessir aðilar hafa oft
eigin sálfræðileg vandamál og sumir
hafa jafnvel lítið sjálfsálit, fíkni-
vandamál, reiði eða aðrar persónu-
legar truflanir. Árásargjörn hegðun
svona aðila er yfirleitt leið til að bæta
fyrir eigin vanhæfni og miðgildi.
Samkvæmt könnun hjá Reykjavík-
urborg og niðurstöðum úr henni, sem
birtar voru í skýrslu velferðar-
ráðuneytis á árinu 2015, kom í ljós að
um 10% starfsmanna sögðust hafa
orðið fyrir áreitni í starfi á síðustu 12
mánuðum. Ef þessar niðurstöður
væru færðar yfir á allan vinnumark-
aðinn hér á landi (203.500 manns í
janúar 2018) væri þetta um 20.000
manns á ári. Í Bandaríkjunum segja
rannsóknir að 17% þeirra sem verða
fyrir áreitni telji sig ekki hafa annan
kost en segja upp starfi sínu og ef töl-
urnar eru sambærilegar hér á Íslandi
væri þetta um 3.400 manns. Talið er
að kostnaður fyrirtækja og stofnana
vegna starfsbreytinga geti verið allt
að 40% ofan á hefðbundin laun. Mið-
að við meðalmánaðarlaun hjá VR (kr.
700.000) gæti árlegur aukinn rekstr-
arkostnaður vegna áreitni á vinnu-
stöðum verið 10 til 11 milljarðar á ári.
Það eru því miður ekki til góðar
rannsóknir sem sýna þá þróun sem
hefur orðið hér á Íslandi í gegnum
árin varðandi áreitni, en margir hafa
á tilfinningunni að þetta hafi eitthvað
lagast seinni árin og sérstaklega á
árinu 2018 vegna „Metoo“-
byltingarinnar. Hér um að ræða mik-
ið þjóðfélagslegt mein og gríðarlegan
kostnað sem fyrirtæki og stofnanir
sitja uppi með sem af-
leiðingu af þessu
vandamáli. Það er því
til mikils unnið að bæta
vinnustaðamenninguna
hér á Íslandi.
Gæti lækkað
launakostnað
Nýlega hefur ákveð-
inn hópur aðila í sam-
félaginu tekið sig sam-
an um að stuðla að
betra siðferði í sam-
félaginu og stofna til
verkefnis undir formerkjum
www.sidferdi.is. Fyrsta stóra verk-
efnið verður að kynna siðferðissátt-
mála fyrir vinnustaði sem gæti verið
besta leiðin til að minnka líkur á and-
legu ofbeldi, einelti og áreitni. Í sið-
ferðissáttmála myndu starfsmenn
skrifa undir samkomulag um
ákveðnar leikreglur í samskiptum sín
á milli. Samhliða þessu væri áhuga-
vert að starfsfólk mundi læra ákveð-
in grunnatriði í samskiptafærni sem
væru byggð á virðingu, umburð-
arlyndi og skilningi. Með því að setja
saman ákveðin gildi og grunnviðmið í
siðferðissáttmála væri verið að
leggja grunn að aukinni yfirvegun og
ábyrgð í samskiptum í starfsum-
hverfi fyrirtækja og stofnana. Þannig
væri dregið úr því að starfsmenn
beiti yfirgangi og lögð áhersla á að
allir vinni saman innan ákveðins
ramma. Með þessu væri lagður
grunnur að minna einelti og áreitni
sem gæti skilað verulega lægri
launakostnað í fyrirtækjum og stofn-
unum.
Siðferðissáttmáli
gæti sparað allt að
10-11 milljarða á ári
Eftir Guðmund G.
Hauksson
Guðmundur G.
Hauksson
»Miðað við meðalmán-
aðarlaun hjá VR (kr.
700.000) gæti aukinn
rekstrarkostnaður
vegna áreitni á vinnu-
stöðum verið 10-11
milljarðar á ári.
Höfundur er stofnaðili að www.sid-
ferdi.is og framkvæmdastjóri Gordon
Training Iceland.
gudmundur@gordon.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Í tíu ár lögðum við
hjónin reglulega fyrir
af laununum okkar til
að láta drauminn ræt-
ast um að eignast góðan
og vel útbúinn ferðabíl
fyrir íslenskar að-
stæður.
Ef ég hefði fengið allt
það sem við lögðum fyr-
ir á þessum árum í einu
launaumslagi þá hefði
staðið kr. 33.000.000 efst á launaseðl-
inum.
Eftir að hafa gert skattayfirvöldum
skil með ca. 38% eða 12.500.000 kr.
greiðslu í skatt af þessari upphæð
hefði ég haft milli handanna
20.500.000 til að leggja inn í bankann.
Þegar búið var að safna og safna í
öll þessi ár var loksins komið að því
að festa kaup á bílnum sem gekk eins
og í sögu.
Við pöntuðum bílinn á netinu og
völdum í hann búnað sem þarf að
prýða góðan ferðabíl:
eldavél, salerni, sól-
arsellu, rúmdýnur, eld-
húsinnréttingu, fata-
skápa, skúffur,
eldhúsborð og fl.
Merzedes Bens
Sprinter, þýskur eð-
alvagn, kostaði kr.
4.803.423 frá verksmiðju
og síðan kostuðu inn-
réttingar og vinna við
ísetningu og frágang kr.
4.890.367 og kr. 450.000
kostaði að flytja bílinn
til landsins, samtals 10.143.790 ís-
lenskar krónur.
Þar sem vélin í slíkum eðalvagni
losar 230 grömm af CO2 pr. km í
blönduðum akstri leggst á 60% vöru-
gjald af verði bifreiðarinnar, eða alls
6.134.453 kr.
Ósanngjarnt eða
ekki ósanngjarnt
Yfirvöld virðast gera ráð fyrir að
eldavélin, salernið, sólarsellan, rúm-
dýnan, eldhúsinnréttingin, fataskáp-
Skattar og gjöld á skatta ofan og skattar ofan á það
Eftir Ferdinand
Hansen » Yfirvöld gera ráð
fyrir að salernið, sól-
arsellan, rúmdýnan,
fataskáparnir og eld-
húsborðið losi einnig
230 grömm af CO2 á
hvern ekinn kílómetra.
Ferdinand
Hansen
Höfundur er gæða- og öryggisstjóri.
ferdinand@hansen.is
arnir, skúffurnar og eldhúsborðið losi
einnig 230 grömm af CO2 á hvern ek-
inn kílómetra. Að minnsta kosti er
einnig reiknað 60% vörugjald á þessa
hluti sem einir og sér bera lítið eða
ekkert vörugjald við hefðbundinn
innflutning til landsins.
Um helmingur af sex milljóna
króna vörugaldinu er því innheimtur
vegna hús- og ferðabúnaðar sem hef-
ur ekkert með mengun vélarinnar að
gera.
Þessu til viðbótar kemur svo virð-
isaukaskattur, kr. 3.927.401, sem að
sjálfsögðu leggst einnig ofan á 60%
vörugjaldið af húsbúnaðinum.
Draumabíllinn kostaði rúmlega kr.
10.000.000 í innkaupum erlendis. Af
þeim tekjum sem við þurftum að afla
til að láta draum um ferðabíl rætast
höfum við hjónin því þurft að greiða
eins og upptalningin hér að ofan sýn-
ir, samtals tæplega 23.000.000 kr.
beint í ríkissjóð.
Greiðir sá sem mengar?
Ef sendibílstjóri hefði keypt sam-
bærilega bifreið, óinnréttaða að sjálf-
ögðu, þá hefði hann einungis þurft að
greiða 13% vörugjald þrátt fyrir
sömu losun á CO2.
Sendibílum er ekið mikið á hverju
ári, varlega áætlað um 50.000 km.
Sérútbúnum ferðabíl til einkanota á
Íslandi er á hinn bóginn varla ekið
meira en 5.000 km að meðaltali á ári.
Á þeim forsendum skilur sá sem
þarf að greiða 60% vörugjald eftir sig
1.150 kg af CO2 á ári en sá sem þarf
aðeins að greiða 13% skilur eftir sig
11.500 kg af CO2. Mjög svo sann-
gjarnt ekki satt?
Enn höfum við hjónin eitthvað að
hlakka til!
Það var mikil tilhlökkun alla þá tíu
mánuði sem við þurftum að bíða eftir
nýja bílnum frá því við pöntuðum og
þar til hann stóð hér á götunni tilbú-
inn til notkunar.
Nú sitjum við hjónin og bíðum eftir
sumrinu með mikilli tillhökkun, ekki
síst vegna þeirrar boðunar yfirvalda
að brátt fáum við að greiða og greiða,
meira og meira, aftur og aftur, skatta
og skyldur í formi eldsneytisgjalda,
þungaskatts og nú síðast vegatolla.
Við getum líka glaðst yfir því að hafa
lagt eitthvað til samfélagsins því það
er nokkuð víst að ferðabíllinn okkar
er hlutfallsega miklu arðbærari fjár-
festing fyrir ríkissjóð en sjálf Lands-
virkjun.
Þegar stjórnvöld ákveða reglulega
að bæta við gjöld, skatta og tolla í
ýmsum myndum verður æ minna eft-
ir af umsömdum launum eins og þetta
dæmi sýnir og þarf þá engan að
undra þó almenningur þurfi jafn
reglulega að sækja sér launahækk-
anir.
Og nei, þetta er ekki
pistill um mataræði og
hreyfingu en eflaust
margir sem byrja á því
að hugsa um það. Við
höfum flest tekið eftir
ýktum lífsstílsbreyt-
ingum hjá fólki á síð-
ustu árum þar sem
lífsstíllinn er tekinn í
gegn og fólk fer á sér-
stakt námskeið í rækt-
inni, aðhyllist sér-
stakan matarkúr, fer í jógakennara-
nám og opnar jógastöð, byrjar í
kraftlyftingum og lengi mætti telja.
Allt þetta höfum við verið að gera
vegna ákveðinnar uppgötvunar. Við
höfum nefnilega áttað okkur á að við
þurfum að passa mataræði, hreyf-
ingu og svefn ef við viljum verða
gömul og gráhærð. En við gleymd-
um einu mikilvægu atriði í þessum
pælingum okkar; hvar við ætlum að
verða gömul og grá. Þar af leiðandi
höfum við ekki verið mjög meðvituð
um að hugsa vel um jörðina okkar þó
að auðvitað hafi orðið vakning í þeim
málum á síðustu árum.
Við fáum þetta hins vegar allt í
bakið. Hverju skiptir að vera heilsu-
hraust ef óstöðugt veðurfar hindrar
matjurtaræktun? Þó að við getum
hlaupið maraþon og lyft lóðum ráð-
um við ekki við náttúruhamfarir. Og
ekki getum við klifið fjöll eða hjólað
um í menguðu lofti. Heilbrigður lífs-
stíll er ekki bara matur og hreyfing
heldur er sjálfbærni
einn af grunnþáttunum.
Við ættum því öll að
temja okkur umhverf-
isvænan lífsstíl. Lífsstíl
sem minnkar vistspor
okkar. Að minnsta kosti
ef við viljum vera heil-
brigð, þá þurfum við
heilbrigt umhverfi. En
hvað felst þá í umhverf-
isvænum lífsstíl? Hvað
þarf að gera? Það eru
ótalmargir litlir hlutir
sem geta skipt miklu
máli í stóra samhenginu. Það þarf
bara að vera meðvitaður um þá og
hafa vilja til að framkvæma þá, en
það er alltaf erfitt að breyta um
vana. Alveg eins og það var erfitt að
skipta sjónvarpsglápi út fyrir rækt-
artíma. Þú getur samt hugsað að þú
sért vanur/vön svona lífsstílsbreyt-
ingum og þar af leiðandi verður
þetta ekkert mál!
Til að koma sér af stað er mjög
gagnlegt að nota heimasíðuna
graenn.is. Þar er að finna ótal ráð-
leggingar um litla hluti sem við get-
um framkvæmt. Og þegar við erum
öll farin að gera litlar breytingar fer
það að hafa áhrif á stóra samhengið.
Breyttu um lífsstíl
Eftir Elínu Ósk
Arnarsdóttur
Elín Ósk
Arnarsdóttir
»Ef við viljum vera
heilbrigð þurfum við
heilbrigt umhverfi.
Höfundur er umhverfissinni og jóga-
kennari.
elinoskarnars@gmail.com
Atvinna