Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 49

Morgunblaðið - 10.01.2019, Side 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 ÚTSALA! 20-50% AFSLÁTTUR Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Wave stólar Fáanlegir í mörgum litum Verð: 12.900 kr. Hið svokallaða feðra- veldi er hugtak sem mikið hefur verið notað upp á síðkastið og allt sem miður fer í sam- félaginu viðist eiga ræt- ur sínar að rekja til þess. Feðraveldi á að vera einhvers konar fé- lagslegt kúgunarkerfi sem byggist á yfirráðum karla og fullyrða sumir að konur hafi ekki jöfn tækifæri á við karla í samfélaginu og að svo hafi verið um aldir. Það virðist vera mikið um það í dag að almennri rökhyggju er hafnað og tilfinningar hvers og eins eru allsráð- andi, svokallaður póstmódernismi. Sannleikurinn samkvæmt skilgrein- ingu og tilfinningu hvers og eins verður jafngildur staðreyndum, rök- um og vísindum. Oft er jafnvel búið til vandamál sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Gott dæmi um það eru sjálfsmyndarstjórnmál (e. identity politics). Staðan er sú að Skandinavía er fremst í heiminum hvað varðar jafn- rétti kynjanna og er Ísland þar í for- ystu. Ef við skoðum íslenskt samfélag á grundvelli jafnréttis þarf einnig að skoða það hvar áhugasvið kynjanna liggur. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti frá Hagstofu Íslands, „Braut- skráningar eftir prófgráðu“ (sjá mynd) eru töluvert fleiri konur en karlar sem útskrifast með stúdents- próf og/eða háskólagráðu á meðan fleiri karlar en konur útskrifast með iðn- og/eða sveinspróf. Samkvæmt línuritinu „Braut- skráningar á háskólastigi“ frá Hag- stofu Íslands (sjá mynd) má sjá að konur sækja heldur í nám sem teng- ist heilbrigði og velferð, menntun, landbúnaði, dýralækningum, hugvís- indum, listum, þjónustu, fé- lagsvísindum, viðskiptum og lögfræði á meðan karlar sækja heldur í raun- vísindi, stærðfræði, tölvunarfræði, verk- fræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Allt er þetta frjálst val hvers og eins ein- staklings og sést það hér svart á hvítu hvar áhuginn liggur að með- altali á milli kynjanna. Oft er hinu svokall- aða feðraveldi kennt um meirihluta karla í áhrifastöðum samfélagsins. Ástæða þess meirihluta er ekki vegna auk- inna tækifæra karla á vinnumarkaði heldur annars vegar vegna þess að þeir sækjast heldur eftir því og hins vegar vegna þess að áhrifastöðu á borð við stjórnun stórfyrirtækis fylgir gríðarlegt álag og oft á tíðum liggja miklar fórnir þar að baki t.d. fjölskyldulíf. Þeir sem sækjast eftir áhrifastöðum þurfa gjarnan að ýta öllu öðru til hliðar til þess að komast á toppinn og eru það frekar karlar sem velja það en konur t.d. vegna barneigna og þess háttar. Ef við skoðum stöðu kynjanna á Alþingi er hlutfall þingmanna 38% konur og 62% karlar og hlutfall ráð- herra fimm konur á móti sex körlum sem er býsna góður árángur. Við höfum öll okkar val hvort sem það er val á námi, starfi eða að bjóða okkur fram til kjörs. Við höfum einn- ig val um að kjósa og þar að auki hverja við kjósum í kosningum og með því höfum við áhrif á hvernig hlutunum er háttað í samfélaginu. Er ekki frelsið dýrmætt? Hið svokallaða feðraveldi Eftir Lovísu Líf Jónsdóttur » Þeir sem sækjast eft- ir áhrifastöðum þurfa gjarnan að ýta öllu öðru til hliðar til þess að komast á toppinn og eru það frekar karlar sem velja það en konur. Lovísa Líf Jónsdóttir Höfundur er námsmaður. Það verður seint fullþakkað hvað ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn og -leikarar leggja á sig til að skemmta okkur með góðum framhaldsþáttum. Þarna standa þeir úti í öllum veðr- um og komið haust og taka upp í gríð og erg og fara jafnvel til fjalls í þoku og slagviðri, ef því er að skipta. Þeir eru að vísu vel búnir í úlpum og mörgum treyjum, og þó að úlp- urnar séu opnar sýnir það bara hvað þeir eru hraustir og falla vel inn í landslagið. Þegar svo er búið að gera þættina og mæla með bestu græjum að allt sé í lagi og farið að sýna vekjast hjá- róma raddir um að ekki heyrist nógu vel. Þetta er vanþakklæti. Tal í kvik- mynd á að vera „eðlilegt“. Ef ein- hver heyrir ekki orðaskil, þá setji sá texatvarpið á. Sjálfsagt er ekki lögð sama áhersla á framsögn nú og þegar menn túlkuðu einvörðungu á sviði, en ef um allt þrýtur mætti kenna nýjum leikurum að tóna. Það hefur kirkjan gert um aldir og reynst vel til að flytja hljóð lengri leið en milli sessunauta. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Muldrað í barminn Ófærð Textavarpið er til staðar. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.