Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 ÚTSALA! 20-50% AFSLÁTTUR Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Wave stólar Fáanlegir í mörgum litum Verð: 12.900 kr. Hið svokallaða feðra- veldi er hugtak sem mikið hefur verið notað upp á síðkastið og allt sem miður fer í sam- félaginu viðist eiga ræt- ur sínar að rekja til þess. Feðraveldi á að vera einhvers konar fé- lagslegt kúgunarkerfi sem byggist á yfirráðum karla og fullyrða sumir að konur hafi ekki jöfn tækifæri á við karla í samfélaginu og að svo hafi verið um aldir. Það virðist vera mikið um það í dag að almennri rökhyggju er hafnað og tilfinningar hvers og eins eru allsráð- andi, svokallaður póstmódernismi. Sannleikurinn samkvæmt skilgrein- ingu og tilfinningu hvers og eins verður jafngildur staðreyndum, rök- um og vísindum. Oft er jafnvel búið til vandamál sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Gott dæmi um það eru sjálfsmyndarstjórnmál (e. identity politics). Staðan er sú að Skandinavía er fremst í heiminum hvað varðar jafn- rétti kynjanna og er Ísland þar í for- ystu. Ef við skoðum íslenskt samfélag á grundvelli jafnréttis þarf einnig að skoða það hvar áhugasvið kynjanna liggur. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti frá Hagstofu Íslands, „Braut- skráningar eftir prófgráðu“ (sjá mynd) eru töluvert fleiri konur en karlar sem útskrifast með stúdents- próf og/eða háskólagráðu á meðan fleiri karlar en konur útskrifast með iðn- og/eða sveinspróf. Samkvæmt línuritinu „Braut- skráningar á háskólastigi“ frá Hag- stofu Íslands (sjá mynd) má sjá að konur sækja heldur í nám sem teng- ist heilbrigði og velferð, menntun, landbúnaði, dýralækningum, hugvís- indum, listum, þjónustu, fé- lagsvísindum, viðskiptum og lögfræði á meðan karlar sækja heldur í raun- vísindi, stærðfræði, tölvunarfræði, verk- fræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Allt er þetta frjálst val hvers og eins ein- staklings og sést það hér svart á hvítu hvar áhuginn liggur að með- altali á milli kynjanna. Oft er hinu svokall- aða feðraveldi kennt um meirihluta karla í áhrifastöðum samfélagsins. Ástæða þess meirihluta er ekki vegna auk- inna tækifæra karla á vinnumarkaði heldur annars vegar vegna þess að þeir sækjast heldur eftir því og hins vegar vegna þess að áhrifastöðu á borð við stjórnun stórfyrirtækis fylgir gríðarlegt álag og oft á tíðum liggja miklar fórnir þar að baki t.d. fjölskyldulíf. Þeir sem sækjast eftir áhrifastöðum þurfa gjarnan að ýta öllu öðru til hliðar til þess að komast á toppinn og eru það frekar karlar sem velja það en konur t.d. vegna barneigna og þess háttar. Ef við skoðum stöðu kynjanna á Alþingi er hlutfall þingmanna 38% konur og 62% karlar og hlutfall ráð- herra fimm konur á móti sex körlum sem er býsna góður árángur. Við höfum öll okkar val hvort sem það er val á námi, starfi eða að bjóða okkur fram til kjörs. Við höfum einn- ig val um að kjósa og þar að auki hverja við kjósum í kosningum og með því höfum við áhrif á hvernig hlutunum er háttað í samfélaginu. Er ekki frelsið dýrmætt? Hið svokallaða feðraveldi Eftir Lovísu Líf Jónsdóttur » Þeir sem sækjast eft- ir áhrifastöðum þurfa gjarnan að ýta öllu öðru til hliðar til þess að komast á toppinn og eru það frekar karlar sem velja það en konur. Lovísa Líf Jónsdóttir Höfundur er námsmaður. Það verður seint fullþakkað hvað ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn og -leikarar leggja á sig til að skemmta okkur með góðum framhaldsþáttum. Þarna standa þeir úti í öllum veðr- um og komið haust og taka upp í gríð og erg og fara jafnvel til fjalls í þoku og slagviðri, ef því er að skipta. Þeir eru að vísu vel búnir í úlpum og mörgum treyjum, og þó að úlp- urnar séu opnar sýnir það bara hvað þeir eru hraustir og falla vel inn í landslagið. Þegar svo er búið að gera þættina og mæla með bestu græjum að allt sé í lagi og farið að sýna vekjast hjá- róma raddir um að ekki heyrist nógu vel. Þetta er vanþakklæti. Tal í kvik- mynd á að vera „eðlilegt“. Ef ein- hver heyrir ekki orðaskil, þá setji sá texatvarpið á. Sjálfsagt er ekki lögð sama áhersla á framsögn nú og þegar menn túlkuðu einvörðungu á sviði, en ef um allt þrýtur mætti kenna nýjum leikurum að tóna. Það hefur kirkjan gert um aldir og reynst vel til að flytja hljóð lengri leið en milli sessunauta. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Muldrað í barminn Ófærð Textavarpið er til staðar. Allt um sjávarútveg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.