Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 59
MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 ✝ Sigríður Sig-urðardóttir var fædd á Vatni í Haukadal í Dala- sýslu 24. október 1938. Hún lést 21. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Jörundsson bóndi, f. 23. júlí 1903, d. 23. júní 1965, og Sveinbjörg Krist- jánsdóttir kennari, f. 2. júlí 1904, d. 26. október 1980. Systkini Sigríðar eru Bogi Sig- urðsson, f. 21. ágúst 1936, Jök- ull Sigurðsson, f. 24. október 1938, d. 20. febrúar 1994, Guð- rún Sigurðardóttir, f. 24. októ- ber 1939, d. 6. september 2011, og Fríður Sigurðardóttir, f. 15. mars 1944, d. 26. ágúst 2000. Sigríður giftist Svavari Reyni Benediktssyni bifreiðastjóra, f. 18. mars 1935. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Haukur, rekstrar- stjóri, f. 25. október 1968. Eiginkona hans er Þórlaug Hildibrandsdóttir, f. 9. desem- ber 1967. Sigurður á Klöru Alexöndru Sigurðardóttur, f. þá flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún gekk í Laugarnes- skóla. Eftir barnaskólann hóf Sigríður störf hjá Heildverslun- inni Ágúst Ármann og vann þar í tæp tvö ár en lagði svo leið sína í Húsmæðraskólann á Varmalandi 18 ára gömul. Fljót- lega eftir útskrift þaðan flutti hún aftur vestur í Dali þar sem hún hjálpaði föður sínum með búskapinn á Vatni ásamt því að vinna í Kaupfélagi Hvamms- fjarðar í Búðardal næstu sjö árin. Þegar hún var 29 ára, árið 1967, flutti hún aftur suður til Reykjavíkur og hóf störf í Bún- aðarbankanum. Fyrst starfaði hún við ýmis almenn bankastörf en vann svo lengst af í afurða- lánadeild bankans. Hún gerði hlé á bankavinnunni í nokkur ár meðan börnin voru lítil og vann þá hjá Pósti og síma styttri vinnudag. Hún hóf aftur störf í bankanum og vann síðustu árin í póstdeild bankans, sem hét þá KB banki, þar sem hún lauk störfum sökum aldurs 65 ára, árið 2003. Sigríður tók að sér ýmis störf eftir það og vann úti til 73 ára aldurs, sem dæmi í versluninni Þingholti við Grundarstíg og sjálfboðavinnu hjá Rauða krossinum í verslun Barnaspítala Hringsins og fleiri verslunum á þeirra vegum. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 26. júlí 1993. Móðir hennar er María Berglind Odds- dóttir. Börn Sig- urðar og Þórlaugar eru Sölvi Snær Sig- urðarson, f. 1. október 1995, og Hekla Dröfn, f. 13. mars 1998. 2) Sveinbjörn Rúnar, deildarstjóri, f. 15. febrúar 1971. Sam- býliskona hans er Izabela Gryta, f. 15. janúar 1971. 3) Sunna Mjöll, f. 28. maí 1972, d. 14. maí 1978. 4) Svala, við- skiptafræðingur, f. 1. maí 1974. Sambýlismaður hennar er Ey- þór Jón Gíslason, f. 1. apríl 1975. Svala á Katrínu, f. 14. febrúar 2006, og Ísak, f. 6. desember 2007. Faðir þeirra er Einar Jón Geirsson. 5) Bene- dikta Guðrún, framkvæmda- stjóri, f. 12. ágúst 1979. Sam- býlismaður hennar er Ingirafn Steinarsson, f. 16. mars 1973. Þau eiga soninn Hörð Áka f. 6. október 2016. Sigríður ólst upp á Vatni í Dalasýslu til tíu ára aldurs en Elsku mamma, með örfáum orðum langar mig að kveðja þig hér. Þú kenndir mér svo margt gott og það er svo áþreifanlegt núna þegar ég stend hér, aðeins örfáum klukkustundum eftir að þú ert farin frá okkur, að búa til jólaísinn. Þú kenndir mér með þol- inmæði að skilja að eggjarauðurn- ar frá hvítunum, vera alveg ískald- ur og slá eggið í tvo hluta og velta svo rauðunni á milli og láta hvít- una leka í krukku, og veistu: ég er algjör meistari í þessu, mamma, finn það núna því ég slæ 12 egg eins og ekkert sé, þú kenndir mér þetta vel. Þú varst svo góð fyrirmynd og réttlætiskenndin var mikil, þú kenndir mér að elska lög og ljóð og þann arf mun ég passa vel til æviloka. Hlýjar eru minningarnar úr Sunnuhlíð þar sem þú ásamt systkinum þínum og mökum sunguð heilu kvöldin og við börnin hlustuðum með lotningu á. Mér er minnisstætt þegar ég var að fara í „slarkferð“ með vinum mínum, kominn á töffaraaldur, og já það var vín með. Þá smurðir þú fullt box af samlokum og sendir með í ferðina því þú vissir betur. Mér fannst þetta nú ekki alveg vera að gera sig, var skíthræddur að vin- irnir myndu gera grín að mér, að mæta með þetta koffort í ferðina passaði ekki og það var nú líka gert létt grín að þessu til að byrja með. Það breyttist nú snögglega þegar allir voru orðnir frekar slæptir og svangir því þá voru samlokurnar algjör björgun og hið mesta lostæti og þú varst í guðatölu hjá mínum vinahópi eftir þetta. Heimilið okkar í Asparfelli var alltaf öllum opið, þú taldir aldrei inn, það máttu koma eins margir gestir og við vildum og þeir voru ófáir mjólkurlítrarnir sem var rennt niður. Þú talaðir ávallt við vini mína eins og fullorðið fólk og baðst þá um að passa mig ef það var verið að fara á skrall. Þú trúðir og hafðir mikinn innri styrk sem ég finn að öll fjölskyldan nýtur nú góðs af á þessum erfiða tíma sem við göngum í gegn um. Æðruleys- ið kenndir þú okkur öllum og að erfiðu stundirnar kenna manni og styrkja. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, elsku mamma, ég skal gera mitt besta og bera kyndil þinn og kenna mínum börnum það sem þú kenndir mér og sennilega er ég byrjaður á því án þess að vita af því. Ég hef hlustað svo oft á hin hljóðu tár, hin hljóðu tár, sem í myrkrinu falla, svo harmþrungin, vonlaus og veik og þjáð, eins og veiks manns stuna, sem heyrist varla. (Steinn Steinarr) Þinn sonur, Sigurður Haukur. Elsku mamma mín. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sem hefur fylgt mér í gegn- um allt lífið sért ekki lengur hér hjá okkur. Undanfarin ár hef ég fengið símtal frá þér flesta fimmtudaga og föstudaga þegar þú varst búin að leysa krossgátu- lausnir sem ég sendi fyrir þig og það var alltaf gott að heyra í þér. Einnig þegar maður lagði land undir fót og fór í ferðalög kom oft símtal frá þér og þú vildir vita hvort allir hefðu komist heilir á leiðarenda. Trú þín var sterk og veit ég að við í fjölskyldunni vor- um oft í bænum þínum þegar erfið verkefni eða ferðalög voru fram undan. Góðar minningar rifjast upp núna þegar maður hugsar til þín. Dugnaður og vinnusemi hjá þér og pabba var mikil. Maður áttaði sig ekki á því fyrr en seinna að þetta var allt fyrir okkur systkinin gert. Það var líf og fjör í Asparfell- inu og oft voru mestu lætin í íbúð 3-B (íbúðinni okkar) en þangað voru öll börn velkomin og um- burðarlyndi og þolinmæði þín gagnvart öllum var mikil og þú vildir gefa öllum ákveðið frelsi til að vera þeir sjálfir og fengum við oft að ganga ansi langt í að um- turna íbúðinni og vera með læti. Sterkt í minningunni er þegar þú gafst okkur börnunum hveiti sem við kölluðum leikarahveiti sem við gátum notað aftur og aftur á eld- húsborðinu þar sem leikfangabíl- ar og annað kom við sögu. Það hlýtur að hafa verið talsverð vinna að ganga frá og þrífa eftir þetta og eflaust ekki margir foreldrar sem hefðu haft þolinmæði í svona. Þegar ég var orðinn eldri og byrjaði að smakka áfengi og fara í partí kom auðvitað að því að halda partí heima. Þú og pabbi fóruð í leikhús eða á gömlu dansana og þegar þið svo mættuð heim og partí í fullum gangi héldu margir að nú væri partíinu lokið. Aldeilis ekki, þið kveiktuð á samlokugrill- inu og enginn fór svangur heim. Söngur var þér alltaf hjartfólg- inn og átt þú stóran þátt í hvar ég er staddur á því sviði þó svo að mig hefði ekki grunað það á yngri árum þegar ég fór stundum með þér á kóræfingar að ég myndi einn daginn vera í kór. Þú varst kletturinn okkar þegar maður fór að reka sig á í líf- inu og ef einhver gerði á okkar hlut með óréttlæti þá lést þú til þín taka og það fékk enginn að vaða yfir okkur, en alltaf varstu réttlát og sanngjörn. Einnig var gaman hvað þú kunnir mikið af vísum og áttir oft einhverja góða sem hæfði tilefninu hverju sinni við hin ýmsu tækifæri. Lífið býður upp á skin og skúrir og það var erfitt að missa Sunnu Mjöll aðeins sex ára gamla og hef- ur þetta eflaust alltaf haft áhrif á marga hluti á lífsleiðinni og ákveð- inn söknuður og sorg sem er alltaf til staðar og fór mögulega að bíta fastar þegar um hægðist og þú bú- in að skila góðu og miklu ævistarfi. Nú trúi ég því að þið séuð samein- aðar á ný og er ég viss um að þið eruð á góðum stað með mörgum ástvinum. Og hver veit nema Stóri Skjóni og fleiri góðir fákar séu þarna hjá ykkur. Ég mun geyma góðar minning- ar um frábæra mömmu sem var svo ótrúleg og einstök manneskja á svo marga vegu. Takk fyrir allt. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Sveinbjörn Rúnar Svavarsson. Elsku mamma mín. Ég hef oft hugsað um það augnablik þegar ég fengi fréttirn- ar að þú myndir kveðja þennan heim og fyllst sorg og kvíða, þó svo að ég vissi að þú værir farin að þrá að fá hvíldina eilífu þá var ég ekki tilbúin. Ég hef saknað þín í mörg ár og ég vonaði alltaf innst inni að þú kæmir til baka til mín, elsku mamma mín, og við gætum rætt allt og allt. Þegar ég fæðist er Sunna systir veik og fyrstu fjögur árin mín börðust þið pabbi með henni við hvítblæðið sem sigraði að lokum og við misstum Sunnu okkar að- eins 6 ára gamla. Ég get ekki ímyndað mér ykkar harmleik en alltaf voruð þið eins og klettar í lífi okkar systkinanna og stóðuð ykk- ur eins og hetjur. Þú varst svo sterk, kraftmikil og sjálfstæð og kenndir mér svo margt, mamma mín. Heimili okkar var alltaf öllum opið og voru vinir okkar systkin- anna tíðir gestir á heimilinu og oft vorum við ansi mörg því það var enginn hafður út undan, allir vel- komnir alltaf og ef það bar upp á kvöldmat þá fengu allir að borða líka. Þú hafðir svo sterka réttlæt- iskennd og þér var svo umhugað um sanngirni í lífinu og leist ávallt alla menn jafnt og vildir hjálpa öll- um. Þetta var svo sterkt í þér og þegar þú varst að nálgast sjötugs- aldurinn hófst þú störf í verslun- um Rauða krossins til að halda áfram að láta gott af þér leiða sem þú annars gerðir alla tíð í svo margvíslegri mynd. Þú trúðir allt- af á það besta í manninum og með þessum sterka náungakærleik kenndir þú okkur auðmýkt og að dæma ekki aðra heldur reyna að skilja vegferð hvers manns. Þú ert svo falleg sál, mamma mín, og ég sakna þín mikið og er hrygg í hjarta því að síðustu árin hafa verið þér svo erfið og ég hef alltaf sætt mig illa við það. Þú varst svo mikill skörungur og lagðir svo mikið af mörkum og varst svo dugleg og þess vegna var erfitt að horfa upp á þig veika í sálartetrinu þegar starfsævinni lauk, það var eins og það væri allt búið á tanknum hjá þér og áföll fyrri ára sem aldrei var unnið úr og dundu á þér. Þú varst svo þrjósk, vildir enga hjálp og það voru mörg erfið árin þegar maður reyndi að hjálpa en svo var allur vindur úr manni og ekkert hægt að gera nema leyfa þér að hafa þetta eins og þú vildir en það fylgdi mikil sorg þessum örlögum þínum fyrir okkur báðar. Viðskiln- aðurinn núna er því mjög erfiður og þungur og skilur mig eftir með margar spurningar. Tilfinning- arnar eru flóknar og mikið að vinna úr en ég finn einhverja ró yf- ir því að þú sért búin að fá hvíldina sem þú þráðir og að þú sért komin til Sunnu okkar. Ég treysti því að þið saman passið upp á mig og mína og ég lofa því mamma mín að vinna sem best úr þessu og reyna að læra af öllu sem þú kenndir mér, bæði af gleði þinni og sorg- um. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið – og bíður eftir þér. (Steinn Steinarr) Hvíl í friði, elsku mamma, ég elska þig alltaf. Svala Svavarsdóttir. Elsku mamma mín. Þegar ég fékk símtalið og fann á pabba að sennilega var kveðju- stundin runnin upp þá fann ég fljótt frið í brjósti. Á meðan ég keyrði heim til ykkar í Asparfellið reyndi ég að kveðja þig í huganum í þeim kærleika og ást sem þú hafðir sýnt öllu lífi í kringum þig alla tíð. Ég vissi að þú varst tilbúin í það ferðalag sem beið og hjá okk- ur var komið að því að takast á við minningarnar og kveðja. Fallegu minningarnar um rétt- sýnu, eldkláru og sjálfstæðu mömmu mína eru óteljandi og nú streyma þær um huga minn. Ég minnist æðruleysisins sem þú hafðir til lífsins og okkar í kring- um þig og treystir mér þess vegna fyrir flestum ákvörðunum og tal- aðir snemma við mig eins og full- orðna manneskju. Þú hrósaðir mér fyrir allt sem ég gerði af góð- um hug og fylltir mig þannig rétt- sýni og sjálfstrausti. Þú hafðir mig með og leyfðir mér að taka þátt, hvort sem það var að vera hjá þér í vinnunni, fara með á kóræfingu, til miðils, á tónleika eða í leikhús. Mér fannst ég alltaf vera velkomin og aldrei nokkurn tímann vera fyrir. Heimurinn stækkaði fyrir vikið og ég upplifði og kynntist áhugaverðum sjónarhornum lífs- ins. Það var fátt betra en hlýtt fang þitt, fallegur söngur og góða einlæga nærveran. Til að reyna að taka þetta sam- an í færri orð þá fylltir þú tilveru mína með svo fallegum kærleika og hlýju að ég hef oft velt því fyrir mér hvort þeim hæðum verði ein- hvern tímann náð aftur, en ég sakna þess oft. Ég hef ekki alltaf verið viss hvort tilfinningin hafi verið nátengd tímaskeiði ákveðins sakleysis hjá mér eða einfaldlega af því að þú gafst þessa fallegu gjöf til þíns fólks á meðan þú varst í blóma lífsins. Kannski skiptir það ekki öllu máli hvort var, því þenn- an stað átt þú hjá mér um ókomna tíð og ég finn fyrir þessari ein- stöku kærleikstilfinningu þegar ég rifja upp lífsgönguna með þér. Ég veit að ég hefði ekki getað ver- ið heppnari með móður og það verður alltaf mín gæfa að hafa fengið að koma í heiminn til ykkar pabba. Það var erfitt að sjá og finna hvað þér leið oft illa síðustu árin og allt of lengi, elsku mamma. Ég veit að þú ert komin á góðan stað og að þú vakir yfir okkur. Hvíldu í friði, ást og kærleika, þín blessaða ráðgáta Guðs, Benedikta Guðrún. Við fjölskyldan frá Vatni minn- umst með hlýju og þakklæti elsku mágkonu minnar eða „Siggu frænku“ eins og hún var oft köll- uð, sem lést nú fyrir jólin, áttræð að aldri. Minningarnar streyma fram. Hún var tvíburi Jökuls mannsins míns, en þau voru næstelst syst- kinanna fimm frá Vatni í Hauka- dal. Bogi, sá elsti, lifir einn syst- kini sín. Sigga var stór persóna. Sem ung kona var hún myndarleg og geislandi töffari. Hún var vel gefin og hafði alla tíð mikla unun af bóklestri og einkum ljóðalestri. Hún gat farið með fjöldann allan af ljóðum og naut þess líka að syngja „fallega“ með fólkinu sínu vestur í Dölum. Sagan segir að æði margir ung- ir menn hafi litið heimasætuna frá Vatni hýru auga. Það var á end- anum ungur og myndarlegur maður, Svavar Benediktsson, sem hreppti hnossið. Þá var ort: Veit ég eina Vatnadís, er veldur hjarta- slætti, enga ég mér aðra kýs, ef að velja mætti. Saman gengu þau tvö, Sigga og Svavar, lífsins veg, í blíðu og stríðu, í meira en hálfa öld. Traust og vinátta einkenndi samband þeirra alla tíð. Þeim varð fimm barna auðið; Sigurður Haukur, Sveinbjörn, Sunna Mjöll, Svala og Benedikta. Þau Sigga og Svavar þurftu að kveðja litlu dóttur sína, Sunnu Mjöll, sem lést eftir erfið veikindi á sjötta ári. Sú lífsreynsla reyndi mikið á alla fjölskylduna og ekki síst á Siggu og markaði djúp spor í hennar sál. Sigga var alltaf manna skemmtilegust þegar hún kom vestur í Dali. Það var alltaf til- hlökkunarefni á Vatni þegar von var á Siggu og Svavari með krakkahópinn á sumrin. Það var einnig gott að koma í Asparfellið. Börnin þeirra Siggu og Svavars eiga öll sterkar rætur vestur í Dali og hafa verið börnum mínum eins náin og systkini væru. Við minnumst góðrar nærveru Siggu. Hún var hláturmild, beitt í samfélagsgagnrýni sinni, og ein- stök í að segja sögur. Sigga hafði einnig ríka réttlætiskennd og varð tíðrætt um jafnrétti allra manna. Ef hún hefði fengið tækifæri til að mennta sig er nokkuð víst að hún hefði leitað þess vegs sem gerði henni helst mögulegt að láta gott af sér leiða. Hugur okkar er hjá elsku Svav- ari, börnum þeirra Siggu og barnabörnum og öllum sem þótt vænt um Siggu. Við þökkum af einlægni allt og allt með ljóði eftir Stein Steinarr. Í fjarska, á bak við allt, sem er, býr andi þess, sem var. Og andi þess, sem enn er hér, er ekki þar. Og okkar sjálfra mark og mið er mælt við tilgang þann: Af draumi lífsins vöknum við og verðum hann. Að veruleikans stund og stað er stefnt við hinztu skil, því ekkert er til nema aðeins það, sem ekki er til. (Steinn Steinarr) Blessuð sé minningin um góða mágkonu, vinkonu og frænku. Hugrún Þorkelsdóttir og fjölskylda frá Vatni. Sigríður Sigurðardóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN JÓNSSON frá Lambanesi, Hásæti 2a, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki þriðjudaginn 1. janúar. Útförin fer fram laugardaginn 12. janúar klukkan 14 í Sauðárkrókskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Auður Ketilsdóttir Hafþór Hermannsson Anna Steingrímsdóttir Bryndís Hafþórsdóttir Sigurður Hjartarson Hermann Hafþórsson Hrafndís Bára Einarsdóttir Auður Hafþórsdóttir Kristján Árnason og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA STEINSDÓTTIR frá Siglufirði, lést á Skjóli fimmtudaginn 13. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður Gunnar Hilmarsson Jónína S. Gunnarsdóttir Sigurborg Jóna Hilmarsd. Ari Már Torfason Elínborg Hilmarsdóttir Magnús Pétursson Iðunn Ása Hilmarsdóttir og ömmubörn hinnar látnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.