Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 60
60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Elsku mamma mín. Ég sendi þé kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikindum viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Fríða. Lítill himnagluggi opnast milli skýjanna og stækkar smám saman þar til glittir í bláan him- in, birtu sólar og eilíft ljós. Hlið himins ljúkast upp og Drottinn tekur þreytt Guðsbarn í faðm sinn. Það ætlaði aldrei að birta þennan dag í desember þótt jólaljósin væru nánast alls stað- ar. Himinninn var þungbúinn og jörðin alauð þegar kveðjustund- in rann upp. Á náttborðinu lá Bæn Gísla á Uppsölum. Ásgerður tengdamóðir mín kvaddi södd lífdaga rúmlega 97 Ásgerður Leifsdóttir ✝ ÁsgerðurLeifsdóttir fæddist að Kjar- laksstöðum á Fells- strönd í Dalasýslu 10. október 1921. Hún lést á Drop- laugarstöðum 19. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Leifur Grímsson, f. 1896, d. 1983, og Hólm- fríður Sigurðardóttir, f. 1892, d. 1968. Ásgerður var næstelst sjö systkina. Árið 1946 giftist hún Eben- ezer Guðjónssyni, f. 16. desem- ber 1915, d. 19. apríl 1989. Eign- uðust þau þrjú börn: Leif Jóel, Hólmfríði Elínu og Grétu Hrönn. Útför Ásgerðar hefur farið fram í kyrrþey. ára gömul. Hún lifði tíma mikilla breytinga og í hennar ungdæmi voru möguleikar til náms og starfs- frama fáir, ekki síst fyrir ungar stúlkur sem fæddar voru fyrir tæpri öld. Hún talaði þó sjaldan um draumana sem ekki rættust. Ása hafði góða menntun úr skóla lífsins sem nýttist vel hvort sem það tengdist heimili og fjölskyldu eða þeim störfum sem hún tók að sér og sinnti bæði af trúmennsku og kær- leika. Einnig kom sér áreiðan- lega oft vel að kunna þá list að gera mikið úr litlu. Hún prjónaði mikið og saum- aði og stóð fyrir mörgum veislum bæði stórum og smáum sem bæði ég og aðrir nutu góðs af. Hlutirnir virtust oft gerast sjálfkrafa og hún hafði alltaf tíma til að hlusta og vera til staðar fyrir fólkið sitt. Ása var ekkja í tæp 30 ár og fór því á mis við góðu árin sem hún ætlaði líka að eyða með elskunni sinni þegar bæði væru hætt að vinna. Það reyndi veru- lega á að endurheimta lífsviljann aftur þegar Ebenezer tengda- faðir minn féll frá og hún talaði stundum um nálægð hans þrátt fyrir langan aðskilnað. Veri þau bæði Guði falin og þökk fyrir kærleika og um- hyggju í minn garð og minna alla tíð. Sigríður Ísleifsdóttir. Við stöndum á þeim tímamót- um að nú kveðjum við elskulega ömmu okkar Ásgerði, Ásu ömmu. Jólin eru nýliðin og við systkinin eigum margar yndis- legar minningar um öll jólin sem við fögnuðum með ömmu á hennar heimili í Heiðargerðinu. Eins voru amma og Heiðargerð- ið fastur punktur á okkar upp- vaxtarárum í útlöndum og var upplifunin alltaf að vera komin heim þegar við vorum hjá henni yfir sumarfrí eða jól. Amma veitti okkur mikla ást og hlýju, eins gaf hún vel í skyn að hún vildi fá okkur í heimsókn jafn mikið og unnt væri. Þegar við ræðum minningar um ömmu verður okkur hugsað til litla klinkveskisins, sem hún fór alltaf í eða leyfði okkur að skrapa saman úr, til að fara út í bakarí til að kaupa snúð og svala. Það var mjög spennandi fyrir ung börn. Eins leitar hug- urinn að fallega garðinum henn- ar sem hún unni mikið. Mörgum góðum stundum höfum við eytt með henni í garðinum og að sitja við stofugluggann með henni og dást að fallegu blómunum á sumrin og fuglunum á veturna. Margar eru minningarnar sem við eigum um hana og stendur ástin og hlýjan sem nærvera hennar veitti okkur upp úr. Eva, Bjarni, Alvin og Andri Freyr. Ég kveð þig með sorg og söknuði í hjarta, elsku amma mín. Ég á svo margar dýrmætar og góðar minningar um þig og þær ætla ég að varðveita eins og fjársjóð. En ég veit að þú fékkst loks þína langþráðu hvíld. Ég vona svo heitt og innilega að þið afi séuð loksins sameinuð á ný. Hve indælt það verður ykkur aftur að sjá í alsælu og fögnuði himninum á. Bless, elsku amma mín, minn- ing þín verður ljós í lífi okkar. Þín Elín. Elsku amma. Það er erfitt að kveðja, Loksins eruð þið afi saman eftir öll þessi ár. Mig dreymdi þig um daginn og þú varst svo ánægð og ham- ingjusöm, þú hafðir hitt Ebba afa og sagðir að það lægi svo vel á honum, þú varst svo ungleg og hress. Þannig mun ég hugsa til þín, hamingjusama með afa. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Þín Thelma. Á fyrstu árum ævi minnar dvaldi ég mikið hjá ömmu sem bjó í sama húsi og foreldrar mínir að Álfheimum 13. Við bjuggum í lítilli íbúð í kjallara. Á fyrstu hæð bjó Jói bróðir ömmu og fjölskylda hans. Á annarri hæð bjuggu afi og amma, og efst uppi bjó Leifur langafi. Á morgnana þegar mamma og pabbi fóru í vinnuna var ég sendur upp til ömmu í pössun. Við fórum saman út í búð, í strætó niður í bæ, út um allt. Að halda í hönd ömmu þegar við vorum úti að labba er ein af mín- um fyrstu bernskuminningum. Það var ávallt gott að vera hjá afa og ömmu og njóta þeirra væntumþykju, hlýju og tíma sem þau gáfu mér sem barni. Eftir að afi féll skyndilega frá flutti ég til ömmu sem þá var ein í húsinu þeirra að Heiðargerði 61. Ég var þá námsmaður og dvaldi með henni í rúm tvö ár þar til ég fór utan í framhalds- nám. Við áttum ótal góðar stundir. Sátum oft saman á kvöldin, ræddum um daginn og veginn og atburði líðandi stund- ar. Ég naut mikið þess tíma. Amma bar alltaf velsæld fjöl- skyldunnar meira fyrir brjósti en sína eigin og vildi aldrei að neinn hefði áhyggjur af sér. Sér- staklega vildi hún að fólk fengi nóg að borða. Hún eldaði í þá daga kvöldmat fyrir okkur á hverju kvöldi og ég átti alltaf í erfiðleikum með að klára mat- inn, því skammtarnir voru svo stórir. Síðustu ár bjó amma ein, en sá alltaf til þess að hafa nóg til í ísskápnum ef von var á heimsókn. Þrátt fyrir að vera ekki örugg með gang lét hún sig ekki vanta í skírn yngsta sonar míns, Ara, í júlí síðastliðnum. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Það var einnig gaman fyrir börnin mín að geta heimsótt langömmu sína nokkrum sinnum meðan dvöl okkar á Íslandi stóð yfir. Ömmu þótti alltaf afskaplega gaman að fá okkur í heimsókn og vildi hafa okkur sem lengst. Það var erfitt að kveðja þegar sumarfríið var á enda og við þurftum að fara aft- ur utan. Ég fann það á henni, hvernig hún faðmaði okkur, hvernig hún tók innilega fast í hendurnar á mér, að hana grun- aði að þetta væri í síðasta sinn. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði. Takk fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú gafst mér, takk fyrir að hafa verið svona yndisleg amma. Þinn Arnar. ✝ Ólafur Thor-arensen Bjarnason fæddist í Reykjavík 18. apríl 1950. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Blönduóss 13. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Ólafur Bjarni Thorarensen Páls- son sjómaður, f. 6. maí 1920, d. 17. desember 2015, og Jóhanna Áslaug Berg- land, f. 20. janúar 1919, d, 12. febrúar 1995. Systkini Ólafs eru Davíð Ragnar, f. 1954, og sammæðra er Guðmundur Hannes Ólafs- son, f. 1942. Ólafur kvæntist Helgu Hin- riksdóttur, f. 12. ágúst 1946 frá Ármótum, geðhjúkrunarfræð- ingi og ljósmóður. Þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er El- ísabet, f. 5. nóvember 1977, gift Hilmari Haukssyni. Synir þeirra eru Hilmar Máni og Bjarki Þór. Fyrir átti Helga dótturina Vilborgu Sveins- dóttur, f. 16. maí 1965, gift Kristni Þór Runólfssyni. Börn þeirra eru Emil Þór, Helga Björk og Selma Lind. Sambýliskona Ólafs er Guðbjörg Haralds- dóttir, f. 27. nóvember 1971. Foreldrar hennar eru Har- aldur Ellert Magnússon raf- virkjameistari og Þóra Mín- erva Hreiðarsdóttir símadama hjá Eimskip. Dóttir Guð- bjargar er Alexandra Ósk, f. 29. október 1990. Dætur henn- ar eru Ylfa Fanndís og Arney Nadía. Útför Ólafs Thorarensen Bjarnasonar fór fram frá Hóla- neskirkju 27. nóvember 2018 í kyrrþey að hans ósk. Nú er hann Óli, vinur minn, Th. Bjarnason kominn til heim- kynna sinna í ljósinu eilífa, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Við Óli kynntumst einhvern tíma í kringum árið 1993 þegar hann gekk í stúkuna mína í Samfrímúrarareglunni, sem nú heitir Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, Le Droit Humain. Þar fann hann sig vel og starfaði þar ötullega. Í gegnum samstarf okkar þar og setu okkar saman í bænahring myndaðist sterk og náin vinátta sem hefur alla tíð haldið. Lífið hagaði því þó þannig að Óli hætti í reglunni, flutti í annað byggðarlag og samband okkar á milli var lítið sem ekkert til margra ára. Vináttan hvarf samt aldrei og með tilkomu Fésbókarinnar áttum við góð samskipti í nokkur ár, sérstak- lega í tengslum við fyrirbænir hans. Óli var bænheitur maður og sterkur heilari sem helgaði sig fyrirbænum og andlegri miðlun stóran hluta lífs síns. Hann sá og skildi hlutina andlegum augum og gerði allt sem hann gat til að aðstoða þá sem áttu við veikindi og erfiðleika að stríða. Mér persónulega hjálp- aði hann oftsinnis á margvís- legan hátt og alltaf var gott að leita til hans ef á bjátaði. Fyrir það er ég honum þakklát. Óli gerði alltaf lítið úr sinni hjálp en ég er nokkuð viss um að bænalíf hans og aðstoð við aðra skipti hann meginmáli í lífinu. Ég gleðst í hjarta mínu yfir að við Óli skyldum hittast í apríl síðastliðnum og eiga sam- an góða stund í nýju íbúðinni minni, sem ég veit að hann fyllti af ljósi og kærleika. Það var líka gott að finna að vin- áttan var á sínum stað og tengsl okkar náin þrátt fyrir að við hefðum ekki hist í mörg ár. Hann var um það bil að ljúka dvöl sinni á Reykjalundi og var nokkuð sáttur við líðan sína og heilsufar og hlakkaði til að fara heim á Skagaströnd til Guggu sinnar og hundanna. Um mán- uði síðar kom í ljós að meira mein var í líkama hans en vitað var. Aldrei varð af því að við hittumst í haust eins og hann hafði ráðgert þegar hann átti aftur að fá pláss aftur á Reykjalundi. Í staðinn fór hann á sína síðustu för til ljóssins föður – ferðina sem við munum öll fara við ævilok. Dýrmætur vinur er horfinn af þessu sviði en fyrirbænir hans halda áfram þegar við sendum honum hljóð skilaboð og beiðni um hjálp. Hafðu hjartans þökk fyrir allar gjafir þínar og óeigingjarna þjónustu í þágu ljóssins. Minning þín lif- ir í hjarta mér. Jóhanna E. Sveinsdóttir. Ólafur Thoraren- sen Bjarnason Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir allt. Við höfum alltaf verið stór hluti af lífi hvor ann- arrar, þá sérstaklega síðustu ár, og ég mun sakna þín mikið. Upp í hugann koma margar sögur og minningar sem ég gæti rifjað upp hér, en það sem ein- kennir þær allar er góðmennsk- an, þolinmæðin, jákvæðnin og hlýjan sem alltaf stafaði frá þér. Þú varst einfaldlega best og studdir alltaf við bakið á mér. Við tvær gátum eytt ómældum tíma saman án þess að láta okkur leið- Hrefna Svava Guð- mundsdóttir ✝ Hrefna SvavaGuðmunds- dóttir fæddist 27. maí 1925. Hún lést 17. desember 2018. Útför Hrefnu fór fram 3. janúar 2019. ast. Það var alltaf einhver sérstök tenging á milli okk- ar. Ég mun aldrei gleyma okkar síð- asta fundi hinn 12. desember. Þá sat ég lengi hjá þér, það lá vel á þér. Við hlust- uðum á jólatónlist, töluðum, borðuðum súkkulaði og hlóg- um. Það var aldrei langt í húmor- inn hjá þér, sama hvað gekk á. Ég vissi ekki að þetta væri okkar síðasta stund saman en ég hefði ekki viljað hafa hana öðruvísi því hún endurspeglaði okkar sam- band vel. Ég veit að nú líður þér vel, elsku amma, og ert með frið í hjarta. Þín Freyja. Stella, eins og við kölluðum hana allt- af, giftist föður mín- um þegar ég var 12 ára gömul að fengnu samþykki okkar systkina. Við vorum fjögur systkinin, ég langyngst og var einungis 10 ára þegar móðir okk- ar dó. Það hefur án efa verið mjög erfitt fyrir Stellu að taka þá ákvörðun að giftast ekkjumanni með þetta mörg börn og tvö af þeim inni á heimilinu, 12 og 17 ára. Hún tók að sér þetta stóra verkefni og gerði það með ágæt- um. Hún og pabbi áttu kveðskap- inn sameiginlegan en þau ortu bæði ljóð og samdi hún nokkur ljóð sem Öldutúnsskólakórinn söng en hún var kennari við skól- ann og var alla tíð mjög vel liðin bæði af nemendum og starfsfólki. Alltaf var hægt að leita til hennar varðandi aðstoð við námið og var alltaf kallað í Stellu þegar samræmd próf voru á næsta leiti hjá börnum okkar hjóna. Hún Sigríður Ingibjörg Þorgeirsdóttir ✝ Sigríður Ingi-björg Þorgeirs- dóttir fæddist 29. júlí 1937. Hún lést 28. desember 2018. Útför Sigríðar fór fram 8. janúar 2019. tengdist alltaf sveit- inni sinni og fór þangað um helgar á vetrum og var þar mestallt sumarið að aðstoða við sveita- störfin en þau systk- inin, Bjarni Kiddi, Stella og Sólveig, sáu um búskapinn á Hæringsstöðum eft- ir að faðir þeirra dó. Börnunum þótti mjög gaman að fara austur og að- stoða við smölun og heyskap og þótti ekki slæmt þegar Stella kom með kveðju frá Bjarna Kidda eftir slíkar ferðir þar sem hann hrósaði börnunum fyrir dugnað og prúðmennsku, hans skoðun var mikils metin hvað þetta varðaði. Ég veit að Stella var ekki tilbú- in að fara svona fljótt og hún stefndi alltaf á að verða nógu hress aftur til þess að komast á Hæringsstaði og eyða síðustu æviárunum sínum þar en það varð því miður ekki. Ég og mín fjölskylda viljum þakka Stellu fyrir allt því hún var okkur alla tíð mjög góð og eigum við eftir að sakna hennar. Elsku Stella, hafðu þökk fyrir allt. Þín Elísabet, Hörður og börn. Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.