Morgunblaðið - 10.01.2019, Page 63
manna fjölskyldan aftur austur og
settist að á Reyðarfirði þar sem þau
stofnuðu verktakafyrirtækið Braga-
syni ásamt bróður Páls. Ásta vann
við fyrirtækjaráðgjöf í Íslandsbanka
næstu sex árin. Þá tók við skemmti-
legur tími hjá Þróunarfélagi Austur-
lands, krefjandi ár hjá Austurbrú og
ýmiss konar félagsstörf sem fylgja
oft á tíðum búsetu á minni stöðum.
Meðal þeirra samfélagsstarfa sem
Ásta sinnti frá árunum 2006-2014
var m.a. sæti í bæjarstjórn Fjarða-
byggðar, formennska í atvinnu- og
menningarnefnd sveitarfélagsins,
sæti í menningarráði Austurlands,
stjórnarformaður í Menningar-
miðstöð Austurlands og stjórnarseta
í Safnahúsinu í Neskaupstað. Þá var
Ásta fyrsti varaþingmaður Norð-
austurkjördæmis fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn á árunum 2013-2016.
Haldið á ný mið
Fyrir sléttum þremur árum sett-
ist fjölskyldan upp í bíl á Reyðarfirði
og ók litla 700 kílómetra til nýrra
heimkynna í Reykjavík. „Það var
skítaveður og allir með hnút í mag-
anum, mismunandi stóran sennilega
en það er bara einu sinni þannig að
allar breytingar taka á, sama hvort
maður velur að fara út í þær sjálfur
eða ekki. Í þessu tilfelli var það
ákvörðun okkar að breyta til, prófa
eitthvað nýtt, skora á okkur á nýjum
sviðum og rjúfa þægindarammann.“
Ásta tók við nýju starfi fram-
kvæmdastjóra Íslenska ferðaklas-
ans í upphafi árs 2016 og Páll hóf
störf hjá Ásafli í Hafnarfirði.
Hnútur foreldranna snérist aðal-
lega um það hvað þau væru hugs-
anlega búin að gera börnunum sín-
um, rífa þau upp með rótum úr
friðsælu barnvænu umhverfi og
demba þeim út í óvissu og óþægindi í
nýju umhverfi og fyrir hvað, jú bara
af því að þau langaði það. „Þessi
hnútur var stór og stækkaði örlítið
með hverjum kílómetranum sem leið
hjá, að sama skapi stækkaði líka trú-
in á að breytingar væru hluti af
þroskaferli og maður þyrfti nú slatta
af kjarki og hugrekki til að taka
þetta skref. Sannfæringin jókst um
að við værum í rauninni að stækka
möguleika allra á að vaxa og dafna,
enginn myndi missa neitt af því sem
hann átti fyrir og að allir ættu mögu-
leika á að bæta við sig reynslu, nýj-
um góðum vinum og ævintýrum sem
annars myndu ekki verða til.
Það kann að hljóma skrítið en í
stóra húsinu á litla staðnum týndust
allir dálítið bara í sínu horni. Hér í
litlu íbúðinni á stóra staðnum gerum
við meira saman. Tíðar sundferðir í
snjóbyl og myrkri, gönguferðir með
fjórfætluna okkar kvölds og morgna,
kaffihúsa- og bíóferðir ásamt nýlegu
sumarhúsabrölti svo eitthvað sé
nefnt. Það er ómetanlegt, en það
þarf auðvitað ekki að flytja milli
landshluta til að átta sig á því, maður
þarf hinsvegar markvisst að átta sig
á því hversu auðvelt er að missa nið-
ur þessar mikilvægu samverustund-
ir með því að vera sofandi á verð-
inum. Stórfjölskyldan öll er síðan
dugleg að gera eitthvað skemmtilegt
saman og er þessa stundina m.a.
stödd öll saman í skíðaferð í Aust-
urríki. Þegar öllu er á botninn hvolft
þá er þetta ekki flókið, að gefa sér
tíma með fólkinu sínu við að gera allt
og ekki neitt er það eina sem raun-
verulega skiptir máli.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ástu er Páll Braga-
son, f. 19.7. 1977, starfsmaður hjá
Ásafli. Foreldrar: Hjónin Bragi Þór-
hallsson, f. 20.5. 1947, d. 11.5. 2002,
og Rannveig Pálsdóttir, f. 23.2. 1947,
þau voru búsett á Eskifirði en Rann-
veig býr núna á Reyðarfirði.
Börn: Bragi Hrafn Pálsson, f.
22.8. 2003, og Tanja Ýr Pálsdóttir, f.
16.5. 2006.
Bróðir: Guðgeir Freyr Sigurjóns-
son, f. 17.5. 1973, forstjóri VHE Ís-
landi, búsettur í Kópavogi.
Foreldrar: Hjónin Anna Jenný
Vilhelmsdóttir, f. 19.5. 1955, skrif-
stofumaður hjá VHE á Reyðarfirði,
og Sigurjón Kristinn Baldursson, f.
30.9. 1953, starfsmanna- og verk-
efnastjóri hjá VHE á Reyðarfirði.
Þau eru búsett á Reyðarfirði.
Ásta Kristín
Sigurjónsdóttir
Anna Jenný Vilhelmsdóttir
skrifstofumaður á Reyðarfirði
Pétur Wilhelm Jensen
vélstjóri á Hólmaborg SU
Anna Sigríður Finnbogadóttir
húsmóðir á Eskifirði
Jens Peder Thorberg Jensen
útgerðarmaður á Eskifirði
Sólveig Baldursdóttir sjúkraliði
Sigurður Baldursson bóndi á Sléttu
Einar Baldursson kennari í Kópavogi
Þórey Baldursdóttir ljósmóðir
Jónas Wilhelmsson Jensen
yfirlögregluþjónn í Austurlandsumdæmi
Guðný Klara Jónsdóttir
húsmóðir á Eskifirði
Gunnar Valgeir Hallgrímsson
vélstjóri á Eskifirði
Margrét Ásta Gunnarsdóttir
fv. verslunarkona, bús. á Eskifirði
Bjarnveig Kristín
Jónasdóttir sjúkraliði
Klara Jónasdóttir förðunarfræðingur
Kristbjörg Jónasdóttir
viðskiptafræðingur
Guðfinna Kristín Þórðardóttir
húsmóðir og bóndi á Hvoli
Sigurjón Bjarnason
sjómaður og bóndi á
Hvoli í Borgarfirði eystra
Guðbjörg Jóel Sigurjónsdóttir
húsmóðir og hannyrðakona á Sléttu
M. Baldur Einarsson
bóndi á Sléttu í Reyðarfirði
Þórey Sigurðardóttir
húsmóðir og bóndi á Klyppstað
Einar Sölvason
bóndi á Klyppstað í Loðmundarfirði
Úr frændgarði Ástu Kristínar Sigurjónsdóttur
Sigurjón Kristinn Baldursson
loftskeytamaður á Reyðarfirði
ÍSLENDINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019
Ingólfur Þorsteinsson fæddist 10.januar 1901 í Eyvindartungu íLaugardal, Árn. Foreldrar
hans voru hjónin Þorsteinn Jón
Jónsson bóndi þar, f. 1852, d. 1919,
og Arnheiður Magnúsdóttir hús-
freyja, f. 1868, d. 1957.
Ingólfur Þorsteinsson naut far-
kennslu í tvo mánuði á hverjum vetri
í fjögur ár undir ferminguna. Hann
vann við almenn sveitastörf og út-
róðra á vertíðum og síðan sjó-
mennsku aðallega á togurum og
einnig bifreiðaakstur í Reykjavík,
þar til hann hóf þar starf sem lög-
regluþjónn 1. janúar 1930 og fór þá á
lögreglunámskeið. Í lögreglunni
starfaði hann til sjötugs, árið 1971,
eða samtals í rúm fjörutíu ár. Fyrst í
almenna lögregluliðinu og síðan við
rannsóknir mála.
Hann sótti námskeið rannsóknar-
lögreglumanna á Englandi 1937 og
kynnti sér einnig störf rannsóknar-
lögreglumanna í Frakklandi og
Þýskalandi. Hann var skipaður
varðstjóri í rannsóknarlögreglunni
1940, yfirvarðstjóri 1947, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn 1963 og yfirlög-
regluþjónn rannsóknarlögreglunnar
1969.
Ingólfur var meðal stofnenda
Lögreglufélags Reykjavíkur og
Lögreglukórs Reykjavíkur og í
stjórnum þeirra, formaður kórsins
1961 til 1969 og var kjörinn þar heið-
ursfélagi 1971. Hann var í Árnes-
ingafélaginu frá stofnun og formað-
ur þess 1963 til 1967. Var hann
sæmdur gullmerki félagsins 1971.
Ingólfur var sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu 1974.
Eiginkona Ingólfs var Helga
Ingveldur Guðmundsdóttir, hús-
freyja í Reykjavík, f. 21.4. 1904, d.
30.5. 1992. Börn þeirra: Þorsteinn, f.
1927, d. 1935, Guðmundur, f. 1929, d.
1987, íþróttakennari og forstjóri í
Keflavík, Örn Brynþór, f. 1937,
íþróttakennari og kaupmaður í
Reykjavík, og Þorsteinn, f. 1944, d.
2018, sendiherra og ráðuneytis-
stjóri.
Ingólfur lést 24. febrúar 1989.
Merkir Íslendingar
Ingólfur
Þorsteinsson
100 ára
Kristmundur Bjarnason
95 ára
Sveinn Pálsson
90 ára
Haraldur Jóhannsson
Heiðar B. Marteinsson
Hrefna Jónsdóttir
Lára Þorsteinsdóttir
85 ára
Jóhanna Ásta Þórarinsd.
Steinunn Helga Friðriksd.
80 ára
Heiða Hrönn Jóhannsdóttir
Jóhann Gústafsson
Jón Grétar Stefánsson
Sigurður Steindórsson
Stella Björk Steinþórsdóttir
Vilborg Gísladóttir
75 ára
Edward Jóhann Frederiksen
Kristín Sveinsdóttir
Unnur Stephensen
70 ára
Bjarni Bjarnason
Jón Þórðarson
Valborg Sigyn Árnadóttir
Valtýr Þór Hreiðarsson
Þóroddur Kristjánsson
60 ára
Aðalsteinn Sveinsson
Aldís Gunnarsdóttir
Angantýr Sigurðsson
Erla Inga Skarphéðinsdóttir
Guðrún Ósk Ólafsdóttir
Haraldur Schiöth Elfarsson
Helgi Jóhannesson
Jens Pétur Jensen
Magnús Jóhannsson
Magnús Már Jónsson
Pétur B. Guðmundsson
Sturla Páll Sturluson
50 ára
Björn Arnar Ólafsson
Guðmundur Þorgrímsson
Hengameh Sara Pouladi
Jóhanna Arnórsdóttir
Jónína Hrönn Símonard.
Kolbrún Sveina Björgvinsd.
Kristbjörg Erna Björnsd.
Kristín Bjartmarsdóttir
Laila Ouzizou
Marteinn Þór Sigurðarson
Sesselja Theodórs Ólafsd.
Sigurður Torfi Sigurðsson
Stefán F. Benediktsson
Sævar Már Magnússon
Wenli Wang
40 ára
Anna Rósa Einarsdóttir
Arnar Már Árnason
Berglind Ellen P. Petersen
Bjarki Guðmundsson
Davíð Halldór Lúðvíksson
Einar Hans Þorsteinsson
Freyja Gunnlaugsdóttir
Haukur Snær Hauksson
Kristinn Jónsson
Kristín Ásgeirsdóttir
Snorri Ingi Jónsson
Úlfar Kristinn Gíslason
30 ára
Arnar Freyr Óskarsson
Birna Harðardóttir
Eyrún Arnars Árnadóttir
Gerður Rún Ólafsdóttir
Grettir Ólafsson
Guðjón Steinar Sverrisson
Hrafnhildur Rut Hauksd.
Járngrímur Kraki Michelsen
Ranim Arodki
Sigurður Þorri Gunnarsson
Waleska G. Þorsteinsson
Til hamingju með daginn
40 ára Davíð er frá Akra-
nesi en býr á Selfossi.
Hann er hugbúnaðarsérfr.
hjá Veðurstofunni.
Maki: Hulda Dröfn Atla-
dóttir, f. 1982, fatahönn-
uður.
Börn: Embla Rós, f. 2003,
Eva Sigríður Jakobsdóttir,
f. 2004, Freyja Huld, f.
2013, og Pía Rún, f. 2017.
Foreldrar: Lúðvík D.
Björnsson, f. 1954, og
Halldóra G. Magnúsdóttir,
f. 1960, bús. á Akranesi.
Davíð Halldór
Lúðvíksson
30 ára Hálfdan er Hafn-
firðingur. Hann er
skipstjórnarmenntaður
og er stýrimaður, bílstjóri
og háseti hjá Eldingu.
Maki: Halla Rós Eyjólfs-
dóttir, f. 1992, líffræð-
ingur í Læknagarði.
Foreldrar: Daníel Hálf-
danarson, f. 1954, geisla-
fræðingur, og Erna Ingi-
björg Pálsdóttir, f. 1955,
skólastjóri í Álftanesskóla.
Þau eru búsett í Hafnar-
firði.
Hálfdan
Daníelsson
30 ára Hrafnhildur er frá
Hvammstanga en býr á Ak-
ureyri. Hún er í hjúkr-
unarfræðinámi í Háskól-
anum á Akureyri.
Sonur: Jökull Daði, f. 2005.
Systkini: Bryndís Björk
Hauksdóttir, f. 1991, Elvar
Freyr, f. 1992, og Andri
Már, f. 1997, Þorsteins-
synir.
Foreldrar: Haukur Guð-
jónsson, f. 1966, d. 1998,
og Sóley Haraldsdóttir, f.
1967, bús. á Akureyri.
Hrafnhildur Rut
Hauksdóttir
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
ÚTSALAN
hefst í dag
30-60%
afsláttur
af völdum
vörum
• Undirföt • Sundföt
• Náttföt • Náttkjólar
• Sloppar