Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Laufey Johansen er alltaf á ferð og flugi, en þó líklega aldrei meira en á árinu sem leið og ef að líkum lætur einnig á þessu ári, jafnvel um ókomin ár. Fram til þessa hafa flugferðirnar einkum helgast af því að hún er flug- freyja hjá Icelandair, en þess utan hefur listin í auknum mæli togað hana út í heim. Hennar eigin list vel að merkja; aðallega svörtu Vúlkan- málverkin, eins og hún kallar svo, en líka málverkasyrpan Undur hafsins og ein úr nýjustu syrpunni, Áróru, fékk að koma með til Miami. „Allt í einu opnuðust bara allar dyr,“ segir listamaðurinn, sem á liðnu ári átti verk á Red dot- sýningunni á Art Basel-vikunni í Miami, listsýningu í tengslum við lúxussnekkjusýningu í Mónakó – þeirri stærstu í heimi, og sýningu með yfirskriftinni Reflection í Suður- Kóreu auk þess sem Gallery Artifact setti upp sýningu á verkum hennar í húsakynnum sínum í New York. Í ár verða verk Laufeyjar á að minnsta kosti sex sýningum vestanhafs; Los Angeles, Las Vegas, New York og San Francsisco. Listamaður janúarmánaðar „Og rétt í þessu var ég að fá boð um að sýna í Bókasafni Garðabæjar, sem listamaður janúarmánaðar, og verður sýningin opnuð kl. 13 á laug- ardaginn,“ segir Laufey brosandi. Þess má geta að önnur sýningin í Los Angeles er í Gallery Gulla Jons- dottir Atelier þar sem Gulla, gömul skólasystir hennar, hefur fyrir margt löngu haslað sér völl sem arkitekt og hönnuður. „Ævintýrið hófst þegar Artifact- galleríið í New York bauð mér að sýna, en sýningarstjóri í London hafði bent á mig eftir að hafa séð verkin mín á sýningunni Parallax Art Fair þar í borg fyrir tveimur árum. Síðan hefur Artifact komið mér víða á framfæri, til dæmis á snekkjusýn- ingunni í Mónakó, þar sem ég sýndi risastórt Vúlkan-verk, 3,5 m x 2 m, og fékk fyrir vikið besta sýning- arplássið, mikla athygli og boð um sérstaka kynningu á sýningunni að ári – sem er á þessu ári.“ Laufey segir Artifact-galleríið ekki vera umboðsaðila sinn, heldur samstarfsaðila, sem bjóði henni að sýna á þeirra vegum og greiði götu hennar á ýmsa lund. „Án skuldbind- inga að því leytinu að ég má gera samning við önnur gallerí, eins og ég hef reyndar gert við tvö önnur, Art UpClose og Amsterdam Whitney Gallery. Fyrir tilstuðlan galleríanna hafa verk mín komist á sölusíðuna artsy.net og einnig arterynyc.com, síður sem allir fara inn á sem vilja vita hvað er að gerast í listheim- inum.“ Miðlar orku frá Vúlkan Vúlkan-verk Laufeyjar hafa vakið hvað mesta athygli í áranna rás, bæði heima og heiman, enda segir hún þau hafa verið nokkurs konar vörumerki sitt frá árinu 2007, þegar hún byrjaði að mála fyrir alvöru. „Ég var alltaf að leita að minni leið í listinni, sótti fjölda einkatíma og námskeiða, með- al annars hjá Bjarna Sigurbjörns- syni, listmálara, í Myndlistarskóla Kópavogs, sem hrinti mér svolítið fram af brúninni ef svo má segja. Allt í einu fór ég á flug. Það var eins og opinberun fyrir mig þegar ég hóf að mála þessi svörtu verk. Um svipað leyti hitti ég miðil og fræðimann sem útskýrði fyrir mér hvers vegna ég hefði verið leidd inn í listina. Hann hvatti mig til að halda áfram því verkin ættu erindi.“ Að þessu sögðu bætir Laufey við að hún geri sér grein fyrir að hún hljómi mjög skringilega þegar hún segist vera að vinna verk undir áhrif- um frá plánetunni Vúlkan og miðli orku frá henni. En sú sé engu að síð- ur raunin. Listsköpun hennar og andleg iðkun hafi runnið saman. „Ég er eins og millistykki, eða bara miðill, sem hef þessa orku sem ég tek inn í mig og miðla áfram í verkin.“ Geturðu útskýrt nánar? „Núna fjalla vísindamenn mikið um að jörðin sé að hækka í tíðni. Ég hef verið að vinna með þetta í mörg ár, enda mikilvægt fyrir þróunina að við mannfólkið hækkum í tíðni.“ Hvað áttu við með að „hækka í tíðni“? „Þeir sem eru að vinna á andlegu sviði eru með hærri tíðni og þar af leiðandi andlega þróaðri en aðrir og vinna líka á öðrum sviðum.“ Morgunblaðið/Eggert Í vinnustofunni Laufey málar Vúlkan-verkin hratt og þykkt og af hvatvísi, oft bara með höndunum. Undur hafsins (í baksýn) eru unnin með fínlegri hætti. Svörtu orkuverkin frá Vúlkan  Allt í einu opnuðust allar dyr segir Laufey Johansen myndlistarkona  Í samstarfi við gallerí í New York þar sem hún hefur sýnt sem og víðar  Fleiri sýningar á döfinni vestanhafs á árinu Átímum þegar varanleggæði hafa þokað fyrirstundarvinsældum, oftaren ekki út frá sjónar- miðum arðsemi og hagræðingar, sbr. lykilorðið menningarhagstjórn („cultural management“) er byggj- ast á meintum mælanleika fjölda neytenda þar sem árangurinn er síð- an metinn í beinhörðum peningum, er ekki nema von þótt spurt sé hvað 300 ára gamlar tónrænar fornleifar séu að vilja upp á nútímadekk. Enda harla ólíklegar til að örva efnahag og atvinnusköp- un. Hvað þá að jafna kynjamis- rétti eða draga úr hnattrænni hlýn- un – svo tvö núvæg dæmi séu tekin af handahófi. En málið er ekki alveg svona ein- falt. Því þeir sem til þekkja (eða vilja það) vita vel að öflun viðmiðunar skiptir öllu í valinu á milli kjarna og hismis. Og þar stendur tónlist Jo- hann Sebastians Bachs enn þann dag í dag upp úr flestu öðru er mannsandinn hefur skilið eftir á nót- um, allt frá fyrstu varðveittu frum- raunum frá því fyrir 1200 árum. Jafnt að listfengi, lærdómi, andagift sem laufléttum gáska – og líklega af meiri fjölbreytni en hjá nokkru öðru tónskáldi fyrr og síðar. Það er því sízt af léttúð tekið að blanda geði við ótal fyrri sem seinni slaghörpumeistara, þegar viðfangs- efnið býður upp á samanburð í túlk- un á hljómborðsverkum Bachs – ein- hverri miskunnarlausustu mælistiku á músíkalska ,aðild og rétt‘ hvers og eins sem um getur, hvort heldur að tæknifærni sem inntakstjáningu. Að ungur píanisti hér nyrzt á hjara skuli hafa þorað í þá þraut eft- ir aðeins fimmtán ára feril er í sjálfu Galdramaðurinn frá Eisenach Geisladiskur Víkingur Heiðar Ólafsson leikur verk eftir Johann Sebastian Bach bbbbb J. S. Bach: BWV 902, 734*, 855, 528*, 850, 659*, 847, 54*, 989, 83, 798, 1006*, 855a, 801, 786, 974*, 639 og 904 (* í umritun Kempffs, Stradals, Busonis, Víkings, Rakhmaninoffs, Silot- is og Bachs (á Óbókonserti Marcellos). Víkingur Heiðar Ólafsson píanó. Upp- tökur: GENUIN recording group, Hörpu 1.-4.4. 2018. Lengd: 1:17:26. Deutsche Grammophon Gesellschaft, 483 5022. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.