Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 67
Laufey kveðst
hafa fæðst skyggn
og sama eigi við
um marga í fjöl-
skyldu hennar.
„Langalangafi
minn var Einar H.
Kvaran, mikill
spíritisti og einn
af stofnendum
Sálarrannsókn-
arfélags Íslands.
Ég hef verið að
vinna á andlega
sviðinu með móð-
ur minni í mörg ár
við að beisla orku
og nýta í þágu fólks. Ég lít á það sem
mitt hlutverk og áskorun í lífinu að
mála þessi svörtu verk, fara með þau
um allan heim og gefa fólki tækifæri
til að standa fyrir framan þau og
verða fyrir þessum áhrifum; hækka í
tíðni. Þegar maður er að vinna á and-
lega sviðinu þá er einfaldlega séð til
þess að maður geti gert það sem
maður er kallaður til að gera. Þar af
leiðandi var engin tilviljun að ég hitti
rétta fólkið og allar dyr stóðu mér
allt í einu opnar.“
Með yfirnáttúrlegum hætti?
„Já. Svo leiðir eitt af öðru og hef-
ur ekkert með mig að gera. Þetta
snýst allt um verkin, ég fæ bara að
vera með til að njóta og taka þátt.
Verkin vinna sína vinnu.“
Köllun Laufeyjar er vissulega
ólík þeirri köllun sem listamenn lýsa
gjarnan að þeir hafi fengið, en hún
kærir sig kollótta um hvers kyns
vangaveltur um skringilegheit.
Enda segist hún
oft hafa fengið
símtöl frá sýning-
argestum sem lýsi
upplifun sinni af
Vúlkan-verkunum
sem heilun, sum-
um finnist jafnvel
eins og þeir fljúgi
inn í verkin, en
slíkt sé einmitt
merki þess að
orkan hafi náð til
þeirra. Henni
finnst hún ekki
þurfa frekari vitn-
anna við.
Allir litir í þeim svarta
Þótt sumir segi að plánetan Vúlk-
an sé einungis tilgáta er Laufey
sannfærð um tilvist hennar á bak við
sólina sem og orkuna sem hún gefur
frá sér. „Mér fannst frekar fyndið
þegar fréttamenn BBC, sem ég var
einu sinni í viðtali hjá, könnuðust
bara við Vúlkan vegna Spocks úr
Star Trek-myndunum, en hann á að
vera af blönduðum uppruna manna
og Vúlkna.“
Margir spyrja Laufeyju hvers
vegna hún, þessi brosandi og glað-
lega kona, máli svona mikið af svört-
um myndum. Hún segir að svarið sé
einfalt: Það eru allir litir í svarta litn-
um. Hann er summa allra lita, beislar
orkuna betur en aðrir litir og gerir
hana öflugri. Sjálf verkin eru þykk og
þung og minna á íslenskt hraun og
svarta sanda – sem raunar er „óvart“
að sögn Laufeyjar, en veki þess
vegna kannski meiri athygli á landi
og þjóð en ella.
„Ég er sammála lýsingu Þóru Þór-
isdóttur listfræðings sem sagði Vúlk-
an-verkin mín vera frjálslegar, and-
legar impressjónistamyndir,“ segir
Laufey, sem er ekkert að dútla þegar
hún hefst handa. Enda eru verkin
ekki einungis andleg heldur líka lík-
amleg eins og gagnrýnendur hafa
sagt. Efniviðurinn er gríðarlega mik-
ið magn af olíu og strigi í mismunandi
stærðum. „Ég veð í verkið án þess að
ákveða fyrirfram hvað ég er að fara
að gera. Sköpunin verður flæði þar
sem ég er tengd geimnum og öðrum
víddum, mála bæði hratt og þykkt af
mikilli hvatvísi og oft bara með hönd-
unum. Svipað er upp á teningnum í
málverkum þar sem ég er með lit-
aðan grunn og svart mynstur ofan á.
Ég kalla þau Séð frá Vúlkan, því þau
sýna eiginleika plánetna séð frá
Vúlkan.“
Undur hafsins og Áróra
Vinnan við Undur hafsins er með
allt öðrum og fínlegri hætti, en þá eru
jörðin, náttúran og allir hinir fögru
litir hafsins henni innblástur. „Dul-
úðin ræður ríkjum, ég laðast að því
óþekkta og því sem er hulið. Ég tjái
mig með andlegum hætti í mál-
verkum mínum og leyfi þeim að vera
leyndardómsfull og svolítið æv-
intýraleg,“ segir Laufey, sem jafn-
framt er að lýsa Áróru, þriðju og nýj-
ustu málverkasyrpunni sinni, sem
öfugt við Vúlkan-verkin er afar litrík.
„En eins og þau svolítið „geim“,“
bætir hún við.
New York Sýning á verkum Laufeyjar hjá samstarfsaðilanum, Gallery Artifact, í New York í lok síðasta árs.
Áróra Innblástur frá geimnum.
MENNING 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019
sér nógu eftirtektarvert. Öllu eftir-
tektarverðari er þó hinn heyranlegi
árangur. Því í fljótu bragði (með við-
eigandi fyrirvara um hvað hlustanda
kann síðan að finnast eftir 3-4 ár)
fær maður ekki betur heyrt en að til
hafi tekizt framar vonum.
Fingrafimur brilljans er flug-
mælskur og stálöruggur þar sem til-
efni gefast, en syngjandi legató einn-
ig á sínum stað (stundum m.a.s.
samtímis við hitt á milli radda) og
pólýfónískur skýrleiki oftast eins og
bezt verður á kosið.
Þá má víða heyra allt að því „róm-
antísk“ styrkbrigði í krafti nútíma-
hljóðfærisins, er maður freistast til
að halda að Bach hefði sjálfur varla
fúlsað við, hefði „gravicembalo“
Cristoforis (sem Bach prófaði í Pots-
dam í heimsókninni til Friðriks
mikla 1744) verið ögn lengra komið í
þróun.
En þrátt fyrir rómantískan örblæ
á köflum virðist nálgun Víkings jafn-
framt talsvert mótuð af uppruna-
hyggju síðari áratuga. T.a.m. með
tíðari staccati en fyrri tíma píanóljón
áttu að venjast – jafnvel þótt undirr.
hljóti að fagna að D-dúr-fúgan úr
WTC slapp blessunarlega við áður
oft heyrða tvípunktun á 2.-4. slagi í
frönskum forleiksstíl, er tryggir
heilbrigða sveiflu. (Ekki sízt þeim er
nutu mest dillandi meðferðar
Swingle Singers á 7. áratug!)
Niðurröðun afar ólíkra verka,
þ.m.t. umritana liðinna virtúósa á við
Busoni og Rakhmaninoff, Bachs á
Óbókonsert Feneyjameistarans
Marcellos – og Víkings sjálfs á alt-
aríunni úr kantötunni Wiederstehe
doch der Sünde – er kapítuli út af
fyrir sig. Hér fer mikið vandaverk,
er virðist þó hafa tekizt af furðumik-
illi smekkvísi gagnvart jafnt form-
rænni heildarsýn sem „portrett“-
næmi fyrir gríðarlegri fjölbreytni
galdramannsins frá Eisenach.
Upptaka GENUIN-hópsins í
Hörpu á vegum DG er afburðaskýr
og skilar jafnvel minnstu smá-
atriðum. Að ekki sé minnzt á ein-
hverja víðustu dýnamík í barokk-
píanóleik sem maður man eftir á
seinni árum. Hún kórónar því, óhætt
að segja, frábæra túlkun, sem gæfi
jafnvel orðunefnd Bessastaða verð-
ugt tilefni til fálkunar í fyrirsjáan-
legri framtíð.
Morgunblaðið/Einar Falur
Víkingur Heiðar „Hér fer mikið vandaverk, er virðist þó hafa tekizt af
furðumikilli smekkvísi gagnvart jafnt formrænni heildarsýn sem
„portrett“næmi fyrir gríðarlegri fjölbreytni galdramannsins frá Eisenach.“
Elly (Stóra sviðið)
Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Fös 25/1 kl. 20:00 194. s
Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Lau 26/1 kl. 20:00 195. s
Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Fim 24/1 kl. 20:00 193. s
Stjarna er fædd.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Fim 17/1 kl. 20:00 7. s Fim 31/1 kl. 20:00 10. s
Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Mið 23/1 kl. 20:00 8. s
Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Sun 27/1 kl. 20:00 9. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Fös 1/2 kl. 20:00 29. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Sun 20/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s
Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s
Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s
Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 17:00 2. s Sun 13/1 kl. 17:00 3. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s
Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Athugið. Aðeins verða átta sýningar.
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s
Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas.
Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka
Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka
Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn
Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn
Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fös 22/2 kl. 19:30 Frums Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn
Insomnia (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 22:30 Fös 18/1 kl. 22:30 Fös 25/1 kl. 22:30
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 22:30 Lau 19/1 kl. 22:30 Lau 26/1 kl. 22:30
Fim 17/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 20/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200