Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 76
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ÚTSALAN ER Í FULLUM GANGI YFIR 3.000 VÖRULIÐIR á lækkuðu verði ALLT AÐ 70% AF VÖLDUM VÖRUM Lengi lifi Larsen er yfirskrift tón- leika sem haldnir verða í Iðnó 31. janúar næstkomandi til heiðurs Kim heitnum Larsen. Af þeim tón- listarmönnum sem koma fram þetta kvöld má nefna Mads Mouritz og hljómsveit, Ólöfu Arnalds, Bubba Morthens og Teit Magn- ússon. Hljómsveitina skipa Magnús Trygvason Eliassen, Ingibjörg Elsa Turchi, Hróðmar Sigurðsson og Árni Guðjónsson. Kim Larsen minnst á tónleikum í Iðnó FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 10. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Ég var kallaður inn á æfingu á mánudaginn og fékk tvær æfingar með hópnum áður en við lögðum af stað. Gummi hefur greinilega trú á mér og það hef ég sjálfur einnig. Þar af leiðandi mæti ég fullur sjálfs- trausts og ætla að gera mitt besta þegar tækifærið gefst,“ segir Teitur Örn Einarsson, einn nýliðanna í landsliðinu í handbolta, sem er farið á HM í München. » 1 Mætir fullur sjálfs- trausts til München ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Ingólfur Arnarsson myndlistar- maður heldur fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi í kvöld kl. 20 og lýkur fyrirlestr- inum með leiðsögn um sýningu hans Jarðhæð á jarðhæð safnsins. Aðgöngumiði á safnið gildir á viðburðinn og er aðgangur ókeypis fyrir handhafa Árs- korts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur. Teikning hefur verið áberandi í verkum Ingólfs sem hefur einn- ig unnið verk í steinsteypu. Heldur fyrirlestur og veitir leiðsögn Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Halldór Xinyu Zhang hefur verið iðinn við að þýða íslenskar bók- menntir á kínversku. Fyrsta þýðing hans kom út í Kína 2017, fyrir skömmu bættust tvær bækur í safnið, fjórar eru væntanlegar síðar á þessu ári og fleiri eru í farvatn- inu. Meðan nóttin líður eftir Fríðu Sigurðardóttur og smásagnasafn með sögum eftir Svövu Jakobs- dóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Braga Ólafsson, Gyrði Elíasson, Jón Kalman Stefánsson og Kristínu Eiríksdóttur komu út í þýðingu Halldórs í Kína í desember. Smá- sagnasafnið birtist í virtu kínversku bókmenntatímariti, Heims- bókmenntum, og var gefið út í til- efni af 100 ára afmæli fullveldisins. Hundadagar eftir Einar Má Guð- mundsson var fyrsta bókin sem kom út í þýðingu Halldórs. „Ég þýddi hana vegna þess að hún var tilnefnd til kínversku bókmennta- verðlaunanna sem besta erlenda skáldsaga 21. aldar og var síðan út- nefnd til verðlaunanna 2016,“ segir hann. Riddarar hringstigans eftir sama höfund, Ástin fiskanna eftir Steinunni Sigurðardóttur, Storm- fuglar eftir Einar Kárason og Und- antekningin eftir Auði Övu Ólafs- dóttur eru væntanlegar á kínversku í haust. „Ég er búinn að þýða Ridd- ara hringstigans og Stormfugla svo ég á bara tvær bækur eftir í ár,“ segir hann léttur á brún. Íslenskunámið tilviljun Halldór hóf íslenskunám í Peking og hélt því áfram við Háskóla Ís- lands 2015, þegar hann fékk styrk frá Árnastofnun og menntamála- ráðuneytinu til að læra íslensku sem annað tungumál. Síðan 2017 hefur hann stundað meistaranám í íslenskum bókmenntum við HÍ. „Ég hef gaman af bókmenntum og þýðingum,“ segir hann lítillátur. Bætir við að hann hafi ákveðið að kalla sig Halldór til þess að einfalda framburð Íslendinga á nafni sínu. „Halldór er auðvitað líka nafn eins stærsta skálds Íslands, já, þannig er ég svolítið bókmenntasnobb,“ segir hann kíminn. Spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að læra íslensku segist hann ekki vita það. „Ég hef ekki enn áttað mig á því. Ég hef oft ver- ið spurður þessarar spurningar en hef aldrei getað svarað henni. Þetta var algjör tilviljun. Í fyrstu valdi ég sænsku sem háskólafag. Ekki varð úr því námi og íslenska var málið, en ég vissi ekkert um þessi tungu- mál.“ Næsta verkefni fyrir utan það sem áður hefur verið nefnt er þátt- taka í viðamiklu þýðingaverkefni. Halldór segir að stefnt sé að því að þýða 50 til 70 skáldsögur frá Norð- urlöndum á kínversku og hann hafi hug á því að þýða um tíu íslenskar bækur á næstu fimm til sex árum. „Ástin fiskanna, Meðan nóttin líður og Riddarar hringstigans eru hluti þessarar ritraðar, en síðan langar mig til þess að þýða nokkur mód- ernísk verk eftir höfunda eins og Thor Vilhjálmsson og Svövu Jak- obsdóttur, höfunda sem Kínverjar hafa ekki kynnst vel.“ Morgunblaðið/Eggert Fræðimaður Halldór Xinyu Zhang hefur verið iðinn við að þýða íslenskar bókmenntir á kínversku. Öflugur bókaþýðandi  Kínverji kallar sig Halldór í höfuðið á nóbelsskáldinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.