Morgunblaðið - 11.02.2019, Page 1
M Á N U D A G U R 1 1. F E B R Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 35. tölublað 107. árgangur
KONUNGS
TRÚÐANNA
MINNST DEILDARTITILL Í HÖFN
MIKIL JAFNVÆGIS-
LIST AÐ GERA GÓÐA
GAMANMYND
SKAUTAFÉLAG AKUREYRAR ÍÞRÓTTIR MAXIMILIAN HULT 26GRIMALDI 12
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og vist-
aður í fangageymslum aðfaranótt gærdagsins
grunaður um akstur undir áhrifum. Maðurinn ók
á ofsahraða niður á Kringlumýrarbraut af Bú-
staðavegi eftir að lögregla reyndi að stöðva hann í
handahófskenndu umferðareftirliti, en bifreið
hans hafnaði utan vegar í Suðurhlíð. Við athugun
lögreglu kom í ljós að maðurinn hafði viskíglas við
hönd undir stýri og að hann hafði áður verið svipt-
ur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs. Þá var
maðurinn í farþegasæti bifreiðarinnar þegar lög-
regla kom að bílnum utan vegar, en engin fótspor
voru í snjónum bílstjóramegin, sem benti til þess
að maðurinn hefði verið einn á ferð.
Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina við
Hverfisgötu þar sem hjúkrunarfræðingur tók úr
honum blóðsýni áður en hann var vistaður í fanga-
klefa þar til runnið væri af honum og í kjölfarið
hægt að yfirheyra hann.
Ölvunarakstur sem endaði með ósköpum, er-
lent þjófagengi í iðnaðarhverfi og óspektir í mið-
bænum voru meðal helstu mála lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags. Í aft-
ursæti bifreiðar númer 108 voru blaðamaður og
ljósmyndari Morgunblaðsins sem fylgdust með
því sem fyrir augu bar. Sagt er frá vakt lögregl-
unnar í myndum og máli í blaði dagsins. »10, 11
Á næturvakt með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Eggert
Ölvunarakstur Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem tekið var úr honum blóðsýni og hann látinn sofa úr sér.
Maðurinn reyndi að stinga lögreglu af þegar hann varð hennar var á Bústaðavegi. Fór hann á miklum hraða í beygju og bifreið hans hafnaði utan vegar.
Á flótta með viskí við stýrið
Bifreið sem ekið var háskalega endaði utan vegar Þjófagengi og rifbeinsbrot í
iðnaðarhverfi og óspektir í miðbænum á meðal helstu verkefna lögreglu í fyrrinótt
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fá þarf einhvern utan borgarkerf-
isins til að skoða mál Persónuvernd-
ar og Reykjavíkurborgar, að mati
Eyþórs Arnalds, borgarfulltrúa og
oddvita Sjálfstæðisflokks. „Ein leið-
in er að Umboðsmaður Alþingis
skoði þetta eða sveitarstjórnarráðu-
neytið,“ sagði Eyþór. „Það gagnast
lítið að borgin skoði sjálfa sig því hún
er aðili máls. Það gagnast jafn lítið
og þegar borgarstjóri var að skoða
pósthólfið sitt.“ Eyþór reiknaði með
að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð-
isflokks ræddi málið í dag.
„Þetta er fordæmalaust að það séu
brotalamir hjá stærsta sveitarfélagi
landsins í svona tilraunamennsku.
Þarna var reynt að hafa áhrif á kjós-
endur, það var farið með rangt mál í
útsendu efni og svo var ekki öll sag-
an sögð þegar Persónuvernd spurði.
Okkur er ekki sæmandi að fara
svona með opinbert vald.“
Vilja hvetja fólk til að kjósa
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi
og oddviti VG, sagði að ef pottur
hefði verið brotinn þegar valdir hóp-
ar voru hvattir til að mæta á kjörstað
í borgarstjórnarkosningunum 2018
þyrfti að bregðast við því og tryggja
að það endurtæki sig ekki. Hún sagði
að stjórnmálamenn treystu embætt-
ismönnum og starfsfólki borgarinn-
ar. „Rannsóknir sýna að þátttöku
fólks af erlendum uppruna, kvenna
yfir áttrætt og ungs fólks í kosning-
um er ábótavant. Við viljum hvetja
fólk til að nýta kosningarétt sinn,“
sagði Líf. Hún sagði að verkefnið
hefði verið unnið í samstarfi við Per-
sónuvernd en svo virtist sem einhver
brotalöm hefði orðið á samskiptum
stofnana. „Það er ekki um kosninga-
svindl að ræða heldur held ég að það
sé frekar um samskiptabrest að
ræða,“ sagði Líf. „Það er fráleitt að
vinstriflokkarnir hafi notað þetta til
að auka fylgi sitt. VG fékk 2.700 at-
kvæði og þetta var greinilega ekki
lausnin fyrir okkur eða Samfylk-
inguna, sem líka missti fylgi!“
Ekki náðist í forseta borgarstjórn-
ar eða formann borgarráðs við
vinnslu fréttarinnar.
Þarf álit utanaðkomandi
„Það gagnast lítið að borgin skoði sjálfa sig,“ segir Eyþór Arnalds Ekki um
kosningasvindl að ræða, frekar samskiptabrest, að mati Lífar Magneudóttur
MÖSE tekur ekki afstöðu »2
„Vandi Hringbrautar er ekki
hraðatengdur og þetta slys var ekki
vegna hraðaksturs. Staðreyndin í
þessu máli er að einhver fór yfir á
rauðu ljósi,“ segir Ólafur Kr. Guð-
mundsson, sérfræðingur í umferð-
aröryggismálum, við Morgun-
blaðið, og vísar til þess þegar ekið
var á stúlkubarn á Hringbraut við
gatnamótin við Meistaravelli.
Borgin hefur nú ákveðið að
lækka hámarkshraða niður í 40
kílómetra hraða og segir Ólafur
það vera ranga ákvörðun.
„Þessi aðgerð mun ekki á nokk-
urn hátt auka öryggi gangandi veg-
farenda,“ segir hann. Þá gagnrýna
Seltirningar Reykjavíkurborg fyrir
einhliða ákvörðun í málinu. »6, 16
Morgunblaðið/Hari
Umferð Erfitt getur verið fyrir ökumenn
að sjá gangandi fólk í skammdeginu.
Mun ekki auka ör-
yggi gangandi fólks
Verði staðar-
tíma á Íslandi
breytt og klukk-
an færð fram um
eina klukku-
stund, sem nemur
hnattstöðu, gæti
það haft verulega
neikvæð áhrif á
flugrekstur á Ís-
landi. Þetta segir
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair. Rekstur félagsins og flug til
nær 50 áfangastaða miðist allt við
núverandi staðartíma. Félagið eigi
frátekna afgreiðslutíma á flug-
völlum erlendis og sumstaðar sé
engu hægt að breyta, s.s. í London
og New York. Í raun miðist allt í
starfseminni við staðartíma sem
gildir. Hugmyndum um breytingar
verði því mótmælt. »13
Breyttur tími gæti
raskað flugrekstri
Bogi Nils Bogason
Hugmyndir eru um sameiginlega
nýbyggingu fyrir lögreglu-
embættin, tollinn og viðbragðsaðila
á höfuðborgarsvæðinu.
Verkefnið er í þarfagreiningu.
Næsta skref verður að meta val-
kosti og mögulegar staðsetningar.
Með flutningi þessara aðila
opnast möguleikar til breytinga og
uppbyggingar á stórum og
áberandi reitum í miðborginni.
Meðal annars hefur borgin horft
til uppbyggingar á bílastæðinu
norðan við lögreglustöðina við
Hlemm en á reit Slökkviliðsins á
höfuðborgarsvæðinu í Skógarhlíð
er einnig slíkt svigrúm. Þá býður
hús Tollstjórans í Tryggvagötu upp
á ýmsa möguleika. »4
Embættin verði
saman í stórhýsi