Morgunblaðið - 11.02.2019, Qupperneq 26
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sýningar á íslensk-sænsku gaman-
dramamyndinni Vesalings elsk-
endur (e. Pity The Lovers) hefjast
í vikunni. Er tímasetningin við
hæfi því Valentínusardagurinn er
á fimmtudag.
Það er Svíinn Maximilian Hult
sem leikstýrir myndinni og skrif-
aði hann einnig handritið. Er kvik-
myndin að öðru leyti alveg íslensk;
með íslenska leikara í öllum hlut-
verkum og íslenskt tökulið, en
Vesalings elskendur er önnur
kvikmyndin í fullri lengd sem
Maximilian leikstýrir hér á landi.
Fyrri myndin, Heima (s.
Hemma) var gerð með sænskum
leikurum og sænsku tökuliði, og
segir Maximilian að það hafi verið
fyrir hendingu að hann uppgötvaði
hve vel Ísland gæti hentað sem
sögusvið: „Við vorum á höttunum
eftir góðum tökustað sem væri
samt ekki þannig að áhorfandinn
tengdi söguna við tiltekið svæði
eða tiltekna borg. Sáum við fram á
það að þurfa að ferðast á vettvang
einhvers staðar í Svíþjóð en svo
kom ábending um að skoða Ísland
– sem reyndist henta svona líka
vel,“ útskýrir hann.
Ástæðan fyrir því að Vesalings
elskendur urðu til á Íslandi segir
Maximilian að hafi m.a. verið að
hann vildi ljúka við gerð mynd-
arinnar fyrr en síðar og sá fram á
alllanga töf ef gera ætti myndina í
Svíþjóð. „Handritið var klárt, og
ég var klár, og að fara aftur til Ís-
lands reyndist besti kosturinn.“
Afleiðingar móðurmissis
Myndin hefur á að skipa ein-
valaliði leikara en aðalhlutverkin
eru í höndum Björns Thors og Jó-
els I. Sæmundssonar. Leika þeir
bræður sem eru ólánsamir í ástum
hvor með sínum hætti. Annar
þeirra þorir varla að taka af skar-
ið á meðan hinn er of ákafur og er
óðara búinn og verður asinn til
þess að hann fælir frá sér þær
konur sem honum hugnast. Max-
imilian segir að þó sagan sé sögð á
gamansaman hátt þá liggi drama-
tískur þráður í gegnum myndina:
„Orsök þess hvernig fyrir bræðr-
unum er komið er að þeir urðu
fyrir því áfalli í æsku að missa
móður sína. Sá eldri vill ekki opna
sig aftur fyrir þeim möguleika að
missa manneskju sem honum er
kær, og ræður illa við það þegar
sambönd hans við annað fólk fara
að verða náin. Sá yngri man aftur
á móti lítið eftir móður sinni og er
í leit að ást og hlýju sem hann
hefur farið á mis við.“
Auk Björns og Jóels koma fram
í myndinni þau Sara Dögg Ás-
geirsdóttir, Edda Björgvinsdóttir,
Sigurður Karlsson, Hafdís Helga
Helgadóttir, Álfrún Örnólfsdóttir
og Þóra Karítas auk tveggja bráð-
ungra nýrra leikara; Axels Leós
Kristinssonar og Elvars Arons
Heimissonar. Var Vesalings elsk-
endur frumsýnd á Kvikmyndahá-
tíðinni í Gautaborg í janúar og
þótti þar bera af í flokki gam-
anmynda svo að uppselt var á all-
ar sýningar.
Grínið í smáatriðunum
En var ekki áhættusamt fyrir
sænskan leikstjóra að gera
gamanmynd á íslensku? Gaman-
myndir eru jú vandmeðfarið list-
form og t.d. þekkt hversu treglega
það getur stundum gengið að þýða
brandara svo að þeir skili sér til
áhorfenda sem tala annað mál.
(Fyrir vikið fá spennu- og hryll-
ingsmyndir yfirleitt mun meiri út-
breiðslu á heimsvísu en gam-
anmyndir, því hasarinn er ekki
flókið að þýða.)
Maximilian kveðst vissulega
hafa verið ögn kvíðinn, en áhyggj-
urnar gufuðu upp strax og tökur
hófust enda gekk vinnan hnökra-
laust fyrir sig. Þá ætti ekki að
verða of flókið fyrir þýðendur að
koma húmornum til skila í kvik-
myndahúsum um allan heim því
handritið var upphaflega skrifað á
bæði sænsku og ensku og síðan
Að gera gamanmynd er jafnvægislist
Maximilian Hult segir geta verið auðveldara að gera gamanmynd ef bæði handritsgerð og leik-
stjórn er á höndum sömu manneskjunnar Vel heppnað grín kallar á næmni og nákvæmni
Fínstillingar Maximilian Hult leiðbeinir Birni Thors og Þóru Karítas Árnadóttur við tökur. „Það má ekki ganga of stutt, en heldur ekki of langt í gríninu
því þá missir það marks,“ segir hann. Handrit myndarinnar Vesalings elskendur var fyrst skrifað á ensku og sænsku en svo þýtt yfir á íslensku.
Ljósmynd/LittleBig Productions
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2019
Dásamlegur þvottur
- einfalt, íslenskt
stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar fylgja.
Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn
í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Þvottavél 119.990 kr.
Þurrkari 144.990 kr.
Gjörningaklúbburinn opnaði sýninguna Nýja
Góðir gestir Gjörningaklúbbskonurnar Jóní og Eirún tóku á móti gestum.