Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 6
bjóða mikið lægri laun segir Helga Björk að „í ljósi þessa, starfskjarastefnunnar, eiganda- stefnunnar og bréfs fjármálaráðherra í janúar“ hafi ráðið ekki talið sér „fært að færa launin í einu vetfangi upp í samkeppnishæf laun. Þess vegna er þessi tala ákveðin, 3,25 milljónir króna. Á þeim tíma er bankastjóri Íslandsbanka með hátt í milljón krónum hærri laun, án árangurs- tengdra greiðslna, og bankastjóri Arion banka Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gera má ráð fyrir að umsækjendur um stöðu bankastjóra Landsbankans hafi horft til þess að ákvörðun um launakjörin væri að fara frá kjara- ráði til bankaráðs. Þetta segir Helga Björk Ei- ríksdóttir, formaður banka- ráðs Landsbankans. „Það má gera ráð fyrir að vænt- ingar umsækjenda hafi verið að vera ekki á lægri launum en til dæmis framkvæmda- stjórar bankans og að horft yrði til annarra fyrirtækja, til dæmis tryggingafélaga og stærri félaga á markaði,“ segir Helga Björk. Tilefnið er að ráðið svaraði í gær fyrirspurn Bankasýslu ríkisins varðandi launahækkanir bankastjóra. Launin heyrðu undir kjararáð 2009 til 2017 en heyrðu svo undir bankaráð. Fram hefur komið að laun Lilju Bjarkar Ein- arsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hækk- uðu við það úr 2,09 milljónum í 3,25 milljónir, 1. júlí 2017, og í 3,8 milljónir 1. apríl 2018. Fengu faglega skoðun á málinu „Þegar við auglýstum eftir nýjum banka- stjóra voru launin á sama tíma færð frá kjara- ráði til bankaráðs. Þannig að við þurftum að fara í faglega skoðun á málinu. Við sáum að það væri ekki hægt að bjóða nýjum bankastjóra að vera á launum sem voru hvergi nálægt því að vera sam- keppnishæf. Svo voru umsækjendur vafalítið að líta til okkar starfskjarastefnu, auk þess að líta til launa bankastjóra hinna bankanna. Við leituðum því til utanaðkomandi ráðgjafa og fengum þeirra sýn á hvað væru eðlileg laun fyrir að stýra stærsta fjármálafyrirtæki lands- ins, m.t.t. umfangs og ábyrgðar. Þrjú ráðgjafa- fyrirtæki aðstoðuðu okkur í þessu og niðurstöð- urnar voru á þessu bili sem við nefnum, 3,5-4,9 milljónir króna. Svo litum við til starfskjara- stefnunnar og eigendastefnunnar. Við mátum þetta svo allt heildstætt,“ segir Helga Björk. Spurð hvort það hefði því verið óraunsætt að líklega um tveimur milljónum hærri. Launin eru langt frá því að vera leiðandi en þau eru sam- keppnishæf,“ segir Helga Björk. Samkvæmt starfskjarastefnunni skuli launin vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög, en þó ekki leiðandi. Mikið álag fylgir starfinu Helga Björk segir aðspurð að bankastjóri Landsbankans hafi margvíslegar starfsskyldur umfram almenna starfsmenn. Fyrirtækið sé mjög stórt, hvort sem litið sé til rekstrartekna eða umfangs. Ábyrgðin sé mikil og líka álagið. Fram kemur í svari bankaráðs að áður en úr- skurður kjararáðs um laun bankastjóra Lands- bankans tók gildi, 1. mars 2010, hafi hann þá verið með alls 1,7 milljónir krónur á mánuði. Miðað við þróun launavísitölu samsvari sú fjárhæð um 2,9 milljónum króna 1. júlí 2017. Samkvæmt því voru laun bankastjóra frá og með 1. júlí, 3,25 milljónir króna, um 12% hærri. „Þetta var snúið enda höfðu launin dregist svo langt aftur úr,“ segir Helga Björk. Voru hvergi nærri samkeppnishæf Helga Björk Eiríksdóttir  Formaður bankaráðs Landsbankans segir umsækjendur um stöðu bankastjóra hafa horft til launa  Bankaráð hafi ekki getað hækkað laun bankastjóra í einu vetfangi svo þau yrðu samkeppnishæf Hækkanir Ráðningarsamningur bankastjóra LÍ verður næst endurskoðaður 1. apríl. Morgunblaðið/Kristinn 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is HVOLFARARKARA Handhægir ryðfríir karahvolfarar í ýmsum gerðum. Tjakkur vökvadrifinn með lyftigetu frá 900 kg. Halli að 110 gráðum. Vinsælt verkfæri í matvælavinnslum fiski – kjöti – grænmeti Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er búið að sauma 75,7 metra af Njálureflinum og nú erum við meðal annars að sauma brennuna á Berg- þórshvoli. Við byrjuðum 2. febrúar 2013 og áætlum að klára refilinn 2. febrúar 2020, sjö árum eftir að við byrjuðum og þremur árum á undan áætlun,“ segir Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Njál- urefilsins, við Morgunblaðið. Gunnhildur segir refil vera langt og mjótt veggteppi og er Njálurefill- inn svokallaði hannaður af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, listamanni og bókmenntafræðingi, og segir hann sögu frægustu og vinsælustu sögu Íslendingasagnanna. „Njálurefillinn verður 90 metra langur og er sá stærsti í heimi í okk- ar huga þar til við fáum staðfestingu á öðru,“ segir Gunnhildur sem bætir við að refillinn sé hýstur í Refilstof- unni á Sögusetrinu á Hvolsvelli. Þar komi saumarar refilsins saman tvisvar í viku og saumi en gestir og gangandi geti líka saumað í refilinn. „Bayeux-refillinn í Normandí í Frakklandi er sá þekktasti en hann er 70 metra langur. Áður en við byrjuðum á Njálureflinum fórum við Kristín Ragna hönnuður til Bayeux. Nú er 22 manna hópur á leið til Bayeux í pílagrímsferð til fræðast um Bayeux-refilinn og ýmislegt í kringum hann,“ segir Gunnhildur en í hópunum er saumafólk, makar, sveitarstjóri Rangárþings og for- maður fagráðs Sögusetursins. Hún segir að yfirforvörður safnsins taki á móti hópnum en það sé ekki sjálf- gefið að ná fundi með honum. Að sögn Gunnhildar skrifa allir, nafn sitt í bók í hvert skipti sem þeir sauma í refilinn. 11.100 sinnum saumað í refilinn „Í 11.100 skipti hefur verið tekið í refilinn þau sex ár sem hann hefur verið saumaður. Það er 10 til 20 manna fastur kjarni sem kemur að verkinu en allir sem lagt hafa hönd á plóg hafa gert það í sjálfboðavinnu,“ segir Gunnhildur sem bætir við að það sé tilhlökkun að klára refilinn en jafnframt fari um saumahópinn sem viti ekki hvað hann eigi af sér að gera þegar refillinn verði tilbúinn. Hópurinn sé þakklátur fyrir velvilja og stuðning sem einstaklingar, fyrir- tæki og sveitarstjórn hafa sýnt Bayeux-verkefninu. Njálurefli gert hátt undir höfði Anton Kári Halldórsson, sveitar- stjóri Rangárþings, segir Njáluref- ilinn einn af stærstu menningalegu viðburðum sem verið sé að vinna að í sveitarfélaginu og það sé vilji til þess að gera þessum sýningargrip hátt undir höfði á komandi árum. Refill Þuríður Vala Ólafsdóttir og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir verkefnastjóri í vinnu við Njálurefilinn. Pílagrímsferð til Bayeux  Búið að sauma 75,7 af 90 metrum Njálurefilsins  Bayeux-refillinn 70 metrar  Refillinn tilbúinn árið 2020 Ljósmynd/Wikipedia Listaverk Bayeux-refillinn er þekkur refill geymdur í Bayeux í Frakklandi. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vegagerðin tístir daglega um færð á vegum landsins á samfélagsmiðlin- um Twitter og notar merkin #færðin og #lokað fyrir tíst á íslensku. Einn- ig er reynt að svara fyrirspurnum sem berast á Twitter jafnóðum. G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, sagði að stofnunin hefði markað sér stefnu um notkun samfélagsmiðla fyrir nokkru. Hún miðaði að því að bæta upplýsingaflæði og gera Vegagerð- inni betur kleift að sinna hlutverki sínu sem þjónustustofnun. Tístin eru sett inn oft á dag og því oftar sem meira er að gerast í veðri og færð. Þau eru skrifuð hjá Vega- gerðinni á Ísafirði. Af Twitter fara þau svo sjálfkrafa á forsíðu heima- síðunnar vegagerdin.is. Áður fyrr voru þessar tilkynningar skrifaðar fyrst inn í vefumsjónarkerfið og var þeim síðan miðlað þaðan á Twitter og annars staðar, m.a. í tölvupósti. Auk íslensku tístanna birtast tíst á ensku um veður og færð undir myllu- merkjunum #WeatherIS og #Ice- landroads. Þeim er ætlað að ná til er- lendra ferðamanna. Unnið er að því að uppfæra heimasíðu Vegagerðar- innar á ensku (www.road.is) og í framtíðinni á hún að endurspegla ís- lensku heimasíðuna hvað daglega upplýsingagjöf varðar. Vegagerðin sinnir auk þess upp- lýsingagjöf með símaþjónustu, í gegnum smáforrit (app) Vegagerð- arinnar, með smáskilaboðum (SMS) og í tölvupósti. Auk þess sýnir Vega- gerðin myndir frá starfsemi sinni á Instagram. Einnig er fagleg umfjöll- un um vegagerð á samskiptasíðunni LinkedIn. Þar er einnig að finna upplýsingar sem gætu nýst þeim sem hyggja á að starfa fyrir Vega- gerðina eða vinna að vegagerð hjá verkfræðistofum eða annars staðar. Tístir um færð á vegum landsins  Vegagerðin nýtir samfélagsmiðlana Færðin Vegagerðin tístir um veður og færð í öllum landshlutum undir merkjunjum #færðin og #lokað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.