Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 17
AFP Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Indverjar höfnuðu í gær boði Imr- ans Khan, forsætisráðherra Pakist- ans, um rannsókn á hryðjuverkinu í Kasmír í síðustu viku, sem felldi að minnsta kosti 41 liðsmann í örygg- issveitum Indverja. Kröfðust þeir þess að Pakistanar réðust í „trúverðugar og sýnilegar aðgerðir“ gegn hryðjuverkamönn- um vegna ódæðisins. Khan varaði ríkisstjórn Indlands á móti við því að Pakistan myndi verja sig, ef Ind- verjar færu í hefndarleiðangur gegn Pakistan vegna hryðjuverks- ins. Krafðist hann um leið sannana fyrir því að pakistanska ríkisstjórn- in hefði haft einhver tengsl við sam- tökin Jaish-e-Mohammed, sem hafa lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverk- inu. Víðtækar aðgerðir í Kasmír Indverskar hersveitir hafa staðið í víðtækum aðgerðum í Kasmír síð- ustu daga. Yfirstjórn hersins sagði í gær að hún hefði fellt þrjá víga- menn Jaish-e-Mohammed-samtak- anna á mánudaginn og þar af hefði einn verið aðalskipuleggjandi árás- arinnar í síðustu viku. Talsmaður hersins, Kanwal Jeet Singh Dhillon undirhershöfðingi, ítrekaði ásakanir Indverja á hendur Pakistönum og sagði ljóst að leyni- þjónusta Pakistans hefði haft veg og vanda af ódæðinu. Mohammed bin Salman, krón- prins Sádi-Arabíu, heimsótti Ind- land í gær, en Pakistan daginn áður í. Sögðu Sádi-Arabar að þeir vildu bera klæði á vopnin áður en ástand- ið færi úr böndunum. Höfnuðu boði Khans  Spenna magnast vegna Kasmír-héraðs  Segjast hafa fellt skipuleggjandann Kasmír Indverskar hersveitir hafa látið til sín taka í héraðinu. FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 Hakakrossar voru málaðir á 96 legsteina í grafreit gyð- inga í bænum Quatzenheim í Alsace-héraði í fyrrinótt. Skemmdarverkin voru unnin í aðdraganda fjöldafunda víða um Frakkland, þar sem gyðingahatur var for- dæmt. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því að hann myndi taka á hatursglæpum gegn gyðingum. „Við munum bregðast við, við munum setja lög, við munum refsa þeim,“ sagði Macron. AFP Gyðingahatur í Frakklandi Nærri eitt hundrað leiði skemmd Franska tísku- merkið Chanel tilkynnti í gær að Karl Lagerfeld, einn þekktasti tískuhönnuður veraldar, væri látinn, 85 ára að aldri. Vinir og vandamenn Lag- erfelds minntust hans í gær og sagði vinkona hans, ofurmódelið Linda Evangelista, að hún væri miður sín, þar sem hann hefði verið „stóra ástin“ í lífi sínu. Lagerfeld, sem fæddist í Ham- borg 10. september 1933, hannaði föt og fylgihluti í meira en fjörutíu ár fyrir Chanel, ítalska leðurvöru- fyrirtækið Fendi og sitt eigið vöru- merki sem kennt var við hann sjálf- an. Sagði í fréttatilkynningu Chanel að Lagerfeld hefði verið einstakur skapandi persónuleiki með endalaust ímyndunarafl. Karl Lagerfeld lát- inn, 85 ára að aldri Karl Lagerfeld ÞÝSKALAND Öldungadeildar- þingmaðurinn Bernie Sanders tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram sem forsetaefni Demókrata- flokksins fyrir næstu forseta- kosningar, sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Sagði Sand- ers að Donald Trump, núverandi forseti, væri rasisti og lygari sem væri að grafa undan lýðræðinu og því þyrfti að koma honum úr Hvíta húsinu. Sanders er 77 ára gamall, en hann bauð sig einnig fram í forvali demókrata fyrir kosningarnar 2016, þar sem hann beið lægri hlut fyrir Hillary Clinton. Sagði Sanders að stefnumál sín þá hefðu ratað inn í almannaumræðuna og kallaði eft- ir því að sú „pólitíska bylting“ sem þá var hafin yrði kláruð árið 2020. Bernie Sanders býð- ur sig fram að nýju Bernie Sanders BANDARÍKIN Vladimír Padrino, varnarmálaráð- herra Venesúela, sagði í gær að her- sveitir landsins væru með viðbúnað gagnvart mögulegum aðgerðum er- lendra aðila innan landamæra ríkis- ins. Sagði hann jafnframt að her Venesúela ítrekaði „hlýðni okkar, undirgefni og trúmennsku“ gagn- vart Nicolas Maduro forseta. Stuðningur hersins er talinn vera lykilatriði fyrir Maduro, ætli hann sér að halda völdum í Venesúela eftir að Juan Guaidó, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar og forseti þingsins, lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann væri starfandi forseti landsins. Hafa fimmtíu ríki nú viðurkennt tilkall Guaidós til embættisins og hvatt til þess að boðað verði til forsetakosn- inga sem fyrst í Venesúela. Guaidó hefur einnig boðið yfirstjórn hersins sakaruppgjöf gegn því að hún styðji hann gegnt Maduro. Hafnar kröfum Trumps Yfirlýsing Padrinos kom í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkja- forseti hvatti yfirstjórn hersins í fyrradag til þess að styðja við bakið á Guaidó í stað Maduro. Varaði Trump við því að þeir sem styddu Maduro myndu á endanum missa allt. „Þið munuð ekki fá skjól, enga auðvelda útgönguleið og enga leið í burtu. Þið munuð glata öllu,“ sagði Trump meðal annars á Twitter-síðu sinni. Þá hefur Trump ekki útilokað að Bandaríkjaher muni grípa inn í ástandið. Padrino blés á hótanir Trumps og sagði að ef erlendar her- sveitir ætluðu sér að breyta stjórn- arfari landsins, yrðu þær fyrst að fara í gegnum herinn. Heita Maduro áfram stuðningi  Yfirstjórn hers- ins varar við inn- gripi í Venesúela AFP Venesúela Padrino ræðir við blaða- menn ásamt yfirstjórn hersins. Sjö fyrrverandi þingmenn Verkamanna- flokksins sátu sinn fyrsta þing- fund í neðri deild breska þingsins í gær eftir að hafa til- kynnt á mánu- daginn að þau hygðust stofna nýjan flokk á miðju breskra stjórnmála. Chuka Umunna, einn af þing- mönnunum sjö, sagði í gær að stefnt væri að því að nýi flokkur- inn yrði stofnaður fyrir lok þessa árs, en þingmennirnir eru ósáttir við stefnu Jeremys Corbyns, leið- toga Verkamannaflokksins, í Brex- it-málum, auk þess sem hann hefði ekki gert nóg til að koma í veg fyrir gyðingahatur innan flokks- ins. Þetta er stærsti klofningurinn í flokknum frá árinu 1981, þegar fjórir þingmenn stofnuðu Sósíal- demókrataflokkinn. Stefna að stofnun nýs þingflokks  Sjö þingmenn slíta sig frá Corbyn Chuka Umunna Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.