Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 HEILSUNUDDPOTTAR FRÁ SUNDANCE SPAS Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 HEILSUNUDDPOTTAR OG HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA Við erum búin að vera mikið í því að keyra aukaleikara á milliStykkishólms og Mosfellsbæjar, en tökur standa yfir á skandi-navískri mynd í Stykkishólmi. Ég býst við því að gera það líka í dag og sinna túristum. En svo var haldið óvænt afmælispartí fyrir mig á laugardaginn síðasta,“ segir Hjalti Allan Sverrisson sem á 50 ára afmæli í dag. Hann rekur ásamt konu sinni, Lísu Ásgeirsdóttur, ferðaþjónustu- fyrirtækið Snæfellsnes Excurcions. „Á veturna erum við með skipu- lagðar ferðir fyrir erlendar ferðaskrifstofur, á sumrin fáum við oftar fólk sem ferðast á eigin vegum og svo sinnum við líka skemmtiferða- skipunum, keyrum með farþegana þar um. Vinsælasta ferðin okkar er Top of the Diamonds þar sem förum á topp Snæfellsjökuls á snjó- troðara með kassa aftan á. Svo erum við að fara að byrja á ferð sem heitir Shark and Lava Safari, þar sem við keyrum um Berserkjahraun og Kerlingarskarð og komum við á Hákarlasafninu í Bjarnarhöfn.“ Hjalti sér einnig um landsbyggðarstrætó á Snæfellsnesi, snjómokst- ur í Grundarfirði þar sem hann býr og er líka með bílaverkstæði þar í samstarfi við annan. Synir Hjalta og Lísu eru Ásgeir og Aron, en dætur Hjalta af fyrra sambandi eru Kristín Jóna, Thelma Rut og Rannveig Ósk. Afmælisbarnið Hjalti staddur á þorrablóti Grundarfjarðar 2019. Rekur ferðaþjónustu og landsbyggðarstrætó Hjalti Allan Sverrisson er fimmtugur í dag Ó löf Kolbrún Harðar- dóttir er fædd í Reykjavík 20. febrúar 1949. Hún hefur alið allan sinn aldur í Langholtinu, en faðir hennar fæddist á bænum Langholti í Laugardal og byggði sér hús á þremur stöðum í hverfinu, það síð- asta við Langholtsveginn, svo við þá götu hefur Ólöf búið frá 7 ára aldri. Hún gekk í Langholtsskóla og síðar í Vogaskóla þaðan sem hún lauk gagnfræðaprófi úr verslunar- deild skólans. Hún fór 17 ára sem skiptinemi á vegum ICYE til Oklahoma í Bandaríkjunum. Þar eignaðist hún góða fjölskyldu sem Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona – 70 ára Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjötug Ólöf hefur ekki bara verið framarlega í tónlistarlífi Íslendinga sem söngkona heldur hefur hún átt stóran þátt í að efla það sem kennari og í stjórnunarstörfum, meðal annars í Óperunni og Söngskólanum. Söngkonan í Langholtinu Morgunblaðið/Frikki Æfing í Langholtskirkju Ólöf ásamt hjónunum Birni Jónssyni og Þóru Ein- arsdóttur og sonur þeirra Jón fylgist með. Jón Stefánsson situr við orgelið. Reykjavík Karítas Lilja Jóhannsdóttir fæddist 9. febrúar 2018 kl. 09.24 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Hún vó 4.055 g og var 53,5 cm löng, eða 16 merkur. Foreldrar eru Jóhann Jóhannsson og Hanna Björg Reynis- dóttir. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.