Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Yfirskrift tónleikanna, Á vængjum
söngsins, vísar beint í eitt ljóðanna
sem Felix Mendelssohn Bartholdy
samdi tónlist sína við og við flytj-
um,“ segir Hlín Pétursdóttir
Behrens sópran sem ásamt Peter
Maté píanóleikara kemur fram á
ljóðatónleikum í tónleikaröðinni
Klassík í Vatnsmýrinni í Norræna
húsinu í kvöld kl. 20.
Að sögn Hlínar hefjast tónleikarn-
ir á þremur perlum eftir Mendels-
sohn. „Fyrir hlé einbeitum við okkur
að nokkrum tónskáldum rómantíska
tímabilsins. Þannig flytjum við auk
verka Mendelssohn ljóðaflokkinn
Op. 48 eftir Edvard Grieg sem sam-
inn er við ljóð þýskra höfuðskálda á
borð við Heine, Uhland, Walther von
der Vogelweide og Goethe. Einnig
flytjum við ljóðaflokkinn Braut-
lieder eftir Peter Cornelius, sem er
ekki oft fluttur,“ segir Hlín og bend-
ir á að ljóðaflokkurinn sverji sig
nokkuð í ætt við Frauenliebe und
-leben eftir Robert Schumann þar
sem frásögnin er lögð í munn tilvon-
andi brúði.
Seinni hluti kvöldsins er, að sögn
Hlínar, helgaður íslenskum söng-
lögum 20. og 21. aldar og þar er
brúðarþemað aftur áberandi. „Við
flytjum þrjú lög eftir Þuríði Jóns-
dóttur, Gunnstein Ólafsson og Hildi-
gunni Rúnarsdóttur sem öll voru
saman í brúðkaupsgjöf til systkina,“
segir Hlín og bendir á að segja megi
að ástin svífi yfir vötnum á tónleik-
unum. Auk framangreindra laga
verður flutt tónlist eftir Jórunni
Viðar, Tryggva M. Baldvinsson og
Jón Sigurðsson, en ljóðin á efnis-
skránni eru eftir skáld á borð við
Hannes Pétursson, Vilborgu Dag-
bjartsdóttur og Einar Benediktsson.
„Á ljóðatónleikum er það ekki síð-
ur ljóðlistin sem ræður verkefnaval-
inu,“ segir Hlín og tekur fram að
mörg íslensku laganna hafi hún flutt
á tónleikum í Þýskalandi þar sem
henni sé í mun að kynna Þjóðverjum
íslenska tónlist.
Yndislegt að koma í húsið
Aðspurð segir Hlín salinn í Nor-
ræna húsinu henta einstaklega vel
fyrir ljóðasöng og einnig fyrir
strengjatónlist. „Það er eitthvað við
salinn sem ýtir undir þá nánd sem
felst í þessu listformi, ljóðakvöld-
inu,“ segir Hlín og tekur fram að það
spilli heldur ekki fyrir hversu vel
starfsfólk Norræna hússins taki
ávallt á móti tónlistarfólki. „Það er
því alltaf svo yndislegt að koma í
húsið.“
Spurð hver helsta áskorunin við
það að halda ljóðatónleika sé, svarar
Hlín að hún felist í því að miðla þeim
örmyndum og sögum sem í ljóð-
unum birtast. „Þetta eru allt örsög-
ur, en hver saga er samt oft svo djúp
og felur í sér svo mikið. Maður er
ekki að sama leyti persóna á leik-
sviði eins og í óperu, en samt eru
þetta allt sögur ákveðinnar persónu.
Stundum er þetta bein frásögn og í
öðrum tilvikum er þetta eins og
kyrrstætt andartak sem þarf að
miðla,“ segir Hlín og tekur fram að
sönglögin miðli sammannlegu um-
fjöllunarefni óháð tíma og rúmi.
„Umfjöllunarefnin eru ástin og nátt-
úran, en líka vonin sem við berum í
brjósti til handa barninu sem við er-
um að vagga í svefn og lífshlaupið.“
Spurð um samstarf þeirra Peters
svarar Hlín: „Þetta er í fyrsta sinn
sem við störfum saman,“ og hún tek-
ur fram að leiðir þeirra hafi legið
saman vegna tengsla þeirra austur á
land.
„Um leið og við fórum að stefna að
tónleikum fyrir austan fórum við að
huga að tónleikum í bænum líka,“
segir Hlín, en þau Peter endurtaka
prógramm kvöldsins á tónleikum í
sumartónleikaröð í Egilsstaðakirkju
í lok júní.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samstarf Hlín Pétursdóttir Behrens sópran og Peter Maté píanóleikari
halda í fyrsta sinn tónleika saman í Norræna húsinu í kvöld.
Ljóðakvöldið felur
í sér mikla nánd
Á vængjum söngsins í Norræna húsinu í kvöld kl. 20
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann
þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá
aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 ís-
lenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýð-
ingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér
völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð
og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir.
Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna
100ár100hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum
dögum af hönnunargripum í eigu safnsins frá
árunum 1918 til 2018.
1949
BJÖRGVIN KRISTÓFERSSON
Árið 1948 keypti Ragnar Kjartansson ásamt bræðrunum Björg-
vini og Hauki Kristóferssonum Leirkeraverkstæðið Funi hf. sem
hóf starfsemi árið á undan. Þar var framleitt jöfnum höndum
skrautmunir og nytjavara sem þóttu nútímaleg og í takt við
strauma erlendis frá.
Notuð var blanda af Búðardalsleir og Laugarvatnsleir.
Við upphaf 6. áratugarins unnu þar um 10 manns og gekk
fyrirtækið vel. Þessi vasi er eftir Björgvin Kristófersson.
Vasinn er einfaldur í formi með fallegum litatónum í gler-
ungnum.
Þegar innflutningur hófst á erlendum skrautmunum um
1950, hafði það mikil áhrif á rekstur Funa og fór það svo að
hætta varð framleiðslu um 1952. Ragnar Kjartansson fór þá í
nám í höggmyndalist í Svíþjóð þar sem hann vann einnig hjá fyr-
irtæki sem sérhæfði sig í leirkerasmíði. Eftir að hann kom aftur
heim frá Svíþjóð stofnaði hann aðra leirmunagerð með Pétri Sæ-
mundssen og Einari Elíassyni sem var kölluð Glit hf. og átti eftir
að hafa mikil áhrif á þróun leirlistar á Íslandi.
Íslensk hönnun - Hönnunarsafn Íslands
Einfaldur skrautvasi
Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Þóra Sigurbjörnsdóttir skráði
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 54.sýn
Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 55.sýn
Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 56.sýn
Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 57.sýn
Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 58.sýn
Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 59.sýn
Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 19/5 kl. 13:00 Auka
Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 19/5 kl. 16:00 Auka
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 19.sýn
Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 5/4 kl. 19:30 20.sýn
Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 23/3 kl. 19:39 18.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Sun 24/3 kl. 15:00 18.sýn
Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 17:00 19.sýn
Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 20.sýn
Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Sun 17/3 kl. 17:00 Auka Sun 31/3 kl. 15:00 21.sýn
Fim 7/3 kl. 18:00 Auka Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 22.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Lau 16/3 kl. 19:30 Frums Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn
Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas.
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 23/2 kl. 19:30 Auka Sun 24/2 kl. 19:30 8.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00
Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 21/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00
Fös 22/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 22:00 Fim 28/2 kl. 19:30
Fös 22/2 kl. 22:00 Sun 24/2 kl. 21:00
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s
Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s
Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s
Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s
Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s
Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s
Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s
Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s
Miðasalan er hafin!
Elly (Stóra sviðið)
Fös 22/2 kl. 20:00 203. s Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Lau 30/3 kl. 20:00 209. s
Lau 23/2 kl. 20:00 204. s Fös 8/3 kl. 20:00 207. s
Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Lau 9/3 kl. 20:00 208. s
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fim 21/2 kl. 20:00 13. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s Fös 29/3 kl. 20:00 auka
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 9/3 kl. 20:00 48. s
Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Sun 10/3 kl. 20:00 49. s
Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Mið 13/3 kl. 20:00 50. s
Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Athugið, takmarkaður sýningafjöldi.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 22/2 kl. 20:00 37. s Lau 2/3 kl. 20:00 40. s Fös 15/3 kl. 20:00 43. s
Sun 24/2 kl. 20:00 38. s Fös 8/3 kl. 20:00 41. s
Fös 1/3 kl. 20:00 39. s Lau 9/3 kl. 20:00 42. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fim 28/2 kl. 20:00 Frums. Sun 3/3 kl. 20:00 2. s Fim 7/3 kl. 20:00 3. s
Hvað varð um konuna?
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!