Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
héraðslæknir, en undirritaður
var rafveitustjóri Rafmagns-
veitna ríkisins á Vestfjörðum,
búsettur á Flateyri. Við vorum
þarna samtímis í um tvö ár og
vináttan varð sterk.
Svo breyttist vinnan og leiðir
skildu um tíma. En þá nokkrum
árum síðar fórum við að sækja í
sólarstrandir og fórum slíkar
ferðir saman í nokkur ár. Þess-
ar ferðir okkar voru alltaf góðar
og munu alltaf lifa í endurminn-
ingunni.
Við fórum líka oft í sumar-
húsið og minnumst veiðiferða á
vatninu, þó að veiðin væri oft
dræm, en samveran var
ánægjuleg.
Við kveðjum Sigríði með
söknuði og þakklæti. Hún var
einstök gæðamanneskja sem
ekkert aumt mátti sjá án þess
að huga að því hvort unnt væri
að hjálpa eða leggja lið, sem er
að okkur finnst ein besta lýs-
ingin sem við getum á henni gef-
ið.
Við vottum afkomendum Sig-
ríðar og Björns samúð okkar og
þökkum allar góðar minningar
og frábæra vináttu.
Ólöf Davíðsdóttir
Egill Skúli Ingibergsson.
Á lífsins göngu mætum við
alls kyns fólki, sumir skilja
dýpri spor eftir sig en aðrir, rétt
eins og vinkona mín gerði. Mað-
ur finnur til meiri kærleika og
gleði í návist þeirra. Þau kenna
okkur og gefa nýja sýn sem
auðgar okkar eigið líf.
Með árunum verða minning-
arnar sem þau bjuggu til dýr-
mætari en margt annað sem
seinna verður á lífsleiðinni.
Gærdagurinn kemur aldrei aft-
ur og ekkert varir að eilífu, því
er svo mikilvægt að læra að
njóta meðan það varir.
Flestir kölluðu hana Frú Sig-
ríði, en ég komst upp með að
kalla hana Siggu. Hún var engin
venjuleg kona. Hún var mjög
tignarleg og lýsti upp rýmið
þegar hún mætti, rétt eins og
stjörnur himinsins.
Við gátum talað um heima og
geima – lífið, ástina, sorgina,
gleðina, söknuðinn, hjónaband-
ið, flissað eins og unglingsstelp-
ur og allt þar á milli, bara allt
eins og vinkonur gera.
Við gátum líka setið á kaffi-
húsi í þögninni – því þögnin er
líka gull.
Stundum leið tími á milli
heimsókna eða hringinganna,
en það skipti einhverra hluta
vegna ekki máli, því þegar við
heyrðumst þá var eins og við
hefðum talað saman deginum
áður.
Við vissum báðar um vænt-
umþykjuna og vináttuna sem
var okkur svo kær. Það er eins
og kærleikurinn þarfnist ekki
stöðugrar iðkunar, hann er eins
og lím sem heldur öllu saman.
Minningarnar leita á hugann
eins og lítið púsl, litlar myndir
sem hafa samt svo sterk áhrif á
lífið.
Við náðum aldrei að fá okkur
sérrístaupið sem við ætluðum
okkur, en við fáum okkur það
bara í Paradís.
Hún missti dóttur sína Elín-
borgu 2006 sem var þeim hjón-
um mikill harmur. Björn mann-
inn sinn – missti hún svo árið
2010. Vinkona mín var ferðbúin
og tilbúin að halda á vit annarra
heimkynna.
Hún hefur aðeins flutt sig um
set og fengið nýtt heimilisfang
og nýtt símanúmer sem við get-
um hringt í með bænum okkar.
Við fáum kannski ekki svar, en
með tímanum eykst þroski okk-
ar og við munum skilja að allt
hafði sinn tilgang í tíma og
rúmi.
Það hefur verið tekið vel á
móti henni vinkonu minni, Sig-
ríði Sigurjónsdóttur. Fólkið
hennar sem hún unni svo heitt
og allir englar Guðs í Paradís.
Blessuð sé minning hennar.
Rósa Matthíasdóttir.
✝ Magnús JúlíusJósefsson
fæddist í Feitsdal í
Arnarfirði 7. júlí
1930. Hann lést á
Hrafnistu, Hafnar-
firði, 10. febrúar
2019.
Foreldrar hans
voru Guðrún
Magnúsdóttir, f.
13.11. 1896, d. 14.7.
1976, og Jósef
Jónasson, f. 20.2. 1896, d. 17.7.
1988. Þau voru bændur að
Granda í Bakkadal í Arnarfirði,
fluttust síðar að Hóli og svo síð-
ar á Bíldudal. Systkini Magnús-
ar: 1) Ingveldur, f. 31.1. 1929, d.
3.2. 1929. 2) Gísli, f. 19.10. 1932,
d. 6.6. 2005. 3) Ingibjörg, f. 20.6.
1934, d. 5.5. 1955. 4) Benjamín,
f. 22.3. 1936, d. 30.6. 1975. 5)
Ragnheiður, f. 9.8. 1940.
Magnús ólst upp að Granda
en fór ungur til Reykjavíkur, og
2000. b) Magnús Valur, f. 7.12.
1983, dóttir hans og Vilfríðar
Hrefnu Hrafnsdóttur er Þórdís
Ósk, f. 17.4. 2008. c) Benjamín
Hrafn, f. 16.1. 1986. Eiginkona
hans er Birna Sif Morthens og
sonur þeirra er Daníel Elí, f.
19.10. 2015. d) Samúel Örn, f.
16.11. 1992. 2) Jósef Rúnar,
húsasmiður, f. 22.3. 1957. 3)
Ragnar Sveinn, framhaldsskóla-
kennari, f. 12.12. 1961. Börn
hans og Hrafnhildar Ernu
Reynisdóttur eru Óðinn Snær, f.
29.1. 1993 og Júlía Valborg, f.
22.9. 1996. Barn Ragnars og Sól-
veigar Bennýjar Haraldsdóttur
er Jökull Benóný, f. 9.3. 2005.
Eiginkona Ragnars er Marjorie
Nivin Mota Arce, f. 28.7. 1973.
Börn hennar og stjúpbörn
Ragnars eru Juan Pablo Rosa
Mota, f. 6.2. 1993 og Anna
Margarita Ólafsdóttir, f. 15.11.
2007.
Foreldrar Valborgar voru
Böðvar Sth. Bjarnason, f. 1.10.
1904, d. 23.10. 1986. og Ragn-
hildur Dagbjört Jónsdóttir, f.
31.3. 1904, d. 23.7. 1993.
Útförin fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 20. febrúar
2019, klukkan 13.
starfaði fyrst á
hjólbarðaverkstæði
en lauk námi í
plötu- og ketilsmíði
í Iðnskólanum í
Reykjavík og varð
síðar meistari í
greininni. Jafnhliða
starfaði hann í
Stálsmiðjunni í
Reykjavík. Magnús
vann um langa hríð
í Stálvík í Garðabæ
en lauk starfsferlinum sem
sendibílstjóri á Sendibílastöð
Hafnarfjarðar.
Magnús kvæntist 1.10. 1955
Valborgu Soffíu Böðvarsdóttur,
f. 18.8. 1933, d. 19.2. 2018.
Þeirra börn eru: 1) Böðvar, raf-
suðumaður, f. 31.1. 1956. Böðv-
ar á fjögur börn með Karitas
Hrönn Hauksdóttur: a) Haukur
Már, f. 22.2. 1979. Með Hrafn-
hildi Láru Ragnarsdóttur eign-
aðist hann Söru Lilju f. 24.8.
Elskulegi afi minn. Afi sú.
Bara af því þið áttuð Suzuki.
Takk fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir mig í lífinu. Ég fékk þann heið-
ur að vera nefndur eftir þér og
það er ýmislegt í lífinu sem þú
kenndir mér. Ég og bræður mín-
ir vorum alltaf velkomnir í Breið-
ásinn til ykkar ömmu og alltaf
áttirðu brjóstsykursmola og þið
tilbúin að spila við okkur eða
bara horfa á barnatímann á Stöð
2. Ég elskaði þegar þú slóst
garðinn með eldgömlu sláttuvél-
inni sem þurfti á handafli að
halda og gerðum við það sjálfir
þegar við vorum orðnir nógu
stórir. Kannski var það það sem
leiddi mig til þeirrar menntunar
sem ég sótti mér.
Ég sakna ennþá kálbögglanna
og hrærða skyrsins, svo ekki sé
talað um grilluðu samlokurnar
sem við fengum.
Þú varst líklega eini maðurinn
sem ég þekki sem gat orðið jafn
brúnn og innfæddir þegar þú
nálgaðist sólina og þótt það væri
bara 10 gráðu hiti úti þá varstu
mættur út í sólbað. Því miður er
það ekki mitt hlutskipti enda get
ég sólbrunnið á nefinu í janúar í
-5 gráðu frosti. Það var fátt jafn
skemmtilegt og þegar það var frí
í skólanum og ég fékk að fara
með þér í vinnuna á vínrauða
sendibílnum að skoða drasl í
gömlu ruslahaugunum. Ég er svo
feginn að hafa fengið þig sem afa.
Ef maður gæti valið sér ömmur
og afa þá hefði ég alltaf valið þig
og ömmu. Nú ertu kominn aftur
til ömmu sú, Valborgar, þar sem
ég veit að þið eruð hamingjusöm.
Ég er þakklátur fyrir að
nokkrum vikum fyrir andlát þitt
fórum við Haukur bróðir með þig
út á höfn að skoða bátana og rifja
upp gamla tíma. Þú brostir og
varst svo ánægður og ég er
þakklátur fyrir að hafa átt þessa
stund með þér. Elskulegi afi,
minningarnar sem ég á um þig
munu alltaf lifa. Takk fyrir allt.
Þinn afastrákur,
Magnús.
Fá voru orð þín en fögur þó
er færðir þú mér sem kærleiksfrjó.
Sú viska er vís, líkt og alda sem rís,
að vinsemdarorðin bræða hinn
harðasta ís.
Verkin þín, hinn vænasti garður,
vex nú enn í himnavist.
Rósirnar rauðu, sá ríkasti arfur,
ríkir og lifir sem lifandi list.
Jarðvistin á enda og holdið er slökkt,
gjald elskunnar, mitt sára snökt.
Það huggar mig þó, að andi þinn,
mun lifa í hjarta mér afi minn.
(BHB)
Lífið er dýrmætt vegna þess
að það líður hratt fram hjá. Þeg-
ar maður áttar sig á þessari stað-
reynd þá fer maður að haga sér
öðruvísi. Forsendur breytninnar
breytast og maður reynir að
vanda sig betur í lífinu. Ég finn
til með fólki sem áttar sig seint á
þessu því sú staðreynd að maður
hefur sóað tíma sínum í þarflausa
hluti getur verið erfiður biti til að
kyngja. Þessa sögu er þó ekki að
segja um hann Magnús Júlíus,
afa sú.
Afi var enginn froðusnakkur,
hann var frekar fáorður maður
en það er vegna þess að hann
valdi orð sín vel. Hann hefur lík-
lega gert sér grein fyrir því hvað
orð hafa mikil áhrif. Hann gat
reyndar sleppt af sér beislinu
eftir að hafa fengið sér örlítið í
tána, en þá átti hann það til að
blaðra eitthvað á dönsku, kenna
manni spænsku eða að spila á
harmonikkuna sína. Hann var
alltaf ljúfur og seinn til reiði. Ég
man ekki til þess að hafa séð
hann reiðast.
Hann afi hefur alltaf verið ein
af mínum helstu fyrirmyndum.
Það eru nefnilega svo margar
ástæður til að líta upp til hans.
Hann elskaði konuna sína, börn-
in, barnabörnin og barnabarna-
börnin. Ég held að hann hafi átt-
að sig fljótlega á hvað raun-
verulegt ríkidæmi sé, þ.e. að eiga
stóra fjölskyldu sem elskar
mann.
Afi var duglegur maður, hann
sá vel fyrir fjölskyldu sinni.
Hann var handlaginn, skipulagð-
ur og hafði gott jafnvægi á milli
vinnunnar og fjölskyldulífsins.
Áhugamál hans voru m.a. tónlist,
ferðalög, spilamennska (bridge)
en hann hafði einnig græna fing-
ur. Í Breiðásnum var nefnilega
lítið gróðurhús þar sem hann
ræktaði m.a. rauðar rósir. Það
voru forréttindi að fylgjast með
honum, í gróðurhúsinu, á harm-
onikkunni og í vinnunni.
Fimmtudaginn 7. febrúar
síðastliðinn fengum við fjölskyld-
an þær fréttir að það væri stutt í
að hann afi myndi kveðja en
heilsu hans hafði hrakað skyndi-
lega. En í febrúar fyrir ári
kvaddi kona hans, Valborg
Soffía, þennan heim. Þessi tvö
eru hinir mestu gullmolar og ég
er gríðarlega stoltur að kalla þau
ömmu mína og afa. Þau gáfu mér
svo margt en það mikilvægasta
var kærleikurinn. Kærleikurinn,
ást og umhyggja var það eina
sem var í boði þegar ég heimsótti
þau og það er eitthvað sem er
ómetanlegt.
Ég sakna þeirra beggja svo
rosalega mikið og það er svo
sorglegt hvað lífið líður hratt, en
það sem ég hef öðlast frá þeim
get ég stoltur gefið áfram til
þeirra sem ég elska. Ég er þakk-
látur fyrir allar þær stundir sem
ég átti með þeim.
Með sorg í hjarta kveð ég þig,
afi minn, en sorgin er víst gjaldið
sem við þurfum að greiða fyrir að
hafa elskað. Takk fyrir mig.
Þangað til næst, þegar við
sjáumst á himnum. Ég elska þig.
Þinn
Benjamín Hrafn.
Magnús Júlíus
Jósefsson
Nú er lífsins leiðir
skilja,
lokið þinni göngu á
jörð.
Flyt ég þér af hljóðu hjarta,
hinstu kveðju og þakkargjörð.
Gegnum árin okkar björtu,
átti ég þig í gleði og þraut.
Umhyggju sem aldrei gleymist,
ávallt lést mér falla í skaut.
(Höf. ók.)
Nú, er við kveðjum ástkæra
móðursystur mína, þá hrannast
minningarnar upp og söknuður-
inn. Hún Björg var ótrúleg kona.
Hún var ákveðin og stóð fast á
sínu, en undir yfirborðinu var hún
✝ Björg ÓlöfBerndsen
fæddist 25. apríl
1928. Hún lést 8.
febrúar 2019.
Útför Bjargar
fór fram 15. febr-
úar 2019.
hlý, eins og vorvind-
urinn, hjálpsöm, úr-
ræðagóð og traust.
Lífið fór ekki allt-
af silkihönskum um
hana, en hún stóð
alla storma af sér og
minnti hún mig, oft-
ar en ekki, á valkyrj-
ur Sturlungaaldar.
Hún fylgdist vel
með öllum ætt-
bálknum, sem henni
var svo kær og reyndist mér og
mínum sem besta móðir.
Hún var tilbúin að mæta Guði
sínum og ég sé þær systur sam-
einaðar á ný.
Vertu kært kvödd, elsku
Björg. Alúðarþakkir fyrir allt og
allt.
Við hittumst í landinu
þangað sem fuglasöngurinn fer
þegar hann hljóðnar.
(Jökull Jakobsson)
Hendrik (Binni) og Ásta.
Björg Ólöf
Berndsen
Guðlaug amma
mín var stórbrotin
manneskja, listamaður, ljósmóð-
ir, göldrótt og sjáandi. Hún bauð
mig hjartanlega velkomna í
þennan heim og var mér inn-
blástur og fyrirmynd í lífi og list.
Í bernsku kenndi hún mér að
bera virðingu fyrir öllu sem lifir
og einnig því lífi sem augu mann-
anna sjá ekki og vitund þeirra
skilur ekki.
Hún var mikill fagurkeri, ljóð-
elsk og bókhneigð, var iðin í list-
sköpun sinni og hafði einstakt
lag á að gera fallegt í kringum
sig.
Húsið hennar í Tjarnar-
löndum lyktaði af kaffi og heima-
steiktum kleinum. Þar var oft
gestkvæmt, margt brallað, mikið
hlegið og stundum lesið í bolla.
Garðurinn var umkringdur
háum trjám, þar var því alltaf
skjól og urmull blóma í enn fleiri
litum. Hann var ævintýra- og
griðastaður – fullur af lífi.
Við fórum í ótal ferðir að Lag-
arfljótinu, í fjörur, upp á fjöll og
inn á hálendi – oft með mömmu,
Hrund systur og fleirum – þetta
voru okkar uppáhaldsstaðir,
okkar útlönd eins og mamma
segir.
Amma hafði áhuga á og tengdi
sterkt við nálgun ýmissa frum-
byggjahópa, m.a. í Ameríku, við
lífið og umhverfið. Hún var mál-
svari náttúrunnar og harmaði
mjög níðingsskap og ágang á
hana.
Hún lá ekki á skoðunum sín-
um, var með sterka réttlætis-
kennd og hörð í horn að taka.
Stéttaskipting og annað órétt-
læti, sem hún hafði upplifað á
Guðlaug Ingibjörg
Sveinsdóttir
✝ Guðlaug Ingi-björg Sveins-
dóttir fæddist 11.
ágúst 1924. Hún
lést 7. desember
2018.
Útför Guðlaugar
Ingibjargar fór
fram 18. desember
2018.
eigin skinni, hafði
ekki beygt hana
heldur skerpt sýn
hennar á stjórnmál
og samfélagið. Að
sama skapi var hún
hláturmild og mikill
húmoristi, hafði
ríka samkennd með
öllu kviku og var
hlý – en aldrei
væmin.
Ég minnist þess
þegar við fórum í bíó að sjá
heimildarmynd um Helga Hó-
seasson, frænda okkar.
Á leiðinni heim í strætó sagði
amma mér sögur af Helga, okk-
ur sveið óréttlætið sem hann
varð fyrir og dáðumst að þraut-
seigju hans, hugrekki og húmor.
Seinna skálaði hún með
mömmu þegar ég og fleiri stöðv-
uðum vinnu við virkjanafram-
kvæmdirnar á Kárahnjúkum.
Hún gaf mér verndarljóð eftir
langalangafa minn þegar ég var
dregin fyrir dómstóla ásamt átta
öðrum fyrir árás á Alþingi.
Og á níræðisaldri stormaði
hún á lögreglustöðina á Hlemmi
til að hitta mig en þar var ég lát-
in afplána dóm fyrir Kára-
hnjúkamótmælin. Þann dag kom
lúpulegur fangavörður og til-
kynnti mér að amma væri kom-
in. Hún gekk hnarreist inn líkt
og ljón, augun skutu gneistum.
Lögreglan í afgreiðslunni hafði
sagt henni að ég mætti ekki fá
heimsóknir. Þá ítrekaði hún
áætlan sína á hátt sem henni
einni var lagið svo þeir þorðu
ekki annað en að hleypa henni
inn.
Ég varð ótrúlega glöð að sjá
hana – og með ömmu leið mér
alltaf vel, hvort sem það var í
fangaklefa eða annars staðar.
Þarna áttu við saman ógleyman-
lega stund.
Þvílíkt ríkidæmi að hafa
kynnst og vera komin af svo
merkum kvenskörungi.
Hvíl í krafti!
Steinunn Gunnlaugsdóttir
listamaður.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma
okkar og langamma,
GUÐRÚN BETA GRÍMSDÓTTIR,
Böðvarsgötu 17, Borgarnesi,
andaðist í Brákarhlíð í Borgarnesi
sunnudaginn 17. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju föstudaginn
22. febrúar klukkan 14.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Björgunarsveitina
Brák - netfang: jakob.gudmundsson310@gmail.com.
Hjartans þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar fyrir einstaklega góða
umönnun og notalegheit.
María Jóna Einarsdóttir Hreggviður Hreggviðsson
Einar Guðmar Halldórsson Halla Kristjánsdóttir
Magnús Hreggviðsson Fía Ólafsdóttir
Guðrún Jóna Hreggviðsd. Sigurður Hjalti Magnússon
Sesselja Hreggviðsdóttir
og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
MÁLFRÍÐUR FINNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
frá Hvilft í Önundarfirði,
síðast til heimilis í Efstaleiti 14,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá
Grensáskirkju fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 13. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á ABC barnahjálp.
Guðm. Stefán Maríasson Kristín Jónsdóttir
Áslaug Maríasdóttir Skúli Lýðsson
Bryndís H. Maríasdóttir Kristján Einarsson
Árni Maríasson Guðrún Oddsdóttir
Hildur Maríasdóttir Þórður Oddsson
barnabörn og barnabarnabörn